Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1250

12.03.1998

BÆJARSTJÓRN

1250. fundur.

Ár 1998, fimmtudaginn 12. mars kl. 18.00 var fundur haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja í Safnahúsinu.

Forseti bæjarstjórnar, Ólafur Lárusson, stjórnaði fundi en fundargerð ritaði Páll Einarsson.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Guðjón Hjörleifssonar, bæjarstjóra.

Fyrir var tekið:

1. mál.

Fundargerð bæjarráðs:

a) 2434. fundur frá 11. mars sl.

1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

3. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

6. liður: Verður tekið fyrir á lokuðum fundi í lok fundarins.

7. liður: Upplesið.

8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

9. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

10. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

11. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

2. mál.

Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs og stofnana hans 1998.

- Síðari umræða -

Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri, gat þeirra breytinga sem fyrir lágu á fjárhagsáætlun ársins 1998 frá fyrri umræðu.

Var nú gengið til atkvæða:

1: Fjárhagsáætlun Bæjarsjóðs Vm. 1998:

Niðurstaða reksturs kr. 1.124.640.000
Til eignabreytinga frá rekstri kr. 123.559.000
Gjaldfærður stofnkostnaður (nettó) kr. 66.436.000
Eignfærður stofnkostnaður (nettó) kr. 57.000.000
Gjöld alls kr. 1.158.517.000
Tekjur alls kr. 1.158.640.000
Tekjur umfram gjöld kr. 123.000
Niðurstöðutölur fjármagnsyfirlits kr. 119.181.000
Samþykkt með 4 atkvæðum, 3 sátu hjá.
2: Fjárhagsáætlun Hafnarsjóðs Vm. 1998
Niðurstöðutölur reksturs: Tekjur kr. 123.000.000
Gjöld kr. 108.137.000
Heildarniðurstaða kr. 236.907.000
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
3: Fjárhagsáætlun Húsnæðisnefndar Vm. 1998
Niðurstöðutölur reksturs: Tekjur kr. 11.167.000
Gjöld kr. 31.017.000
Heildarniðurstaða kr. 64.517.000
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
4: Fjárhagsáætlun Sorpeyðingarst. Vm. 1998
Niðurstöðutölur reksturs: Tekjur kr. 57.646.000
Gjöld kr. 49.947.000
Heildarniðurstaða kr. 66.778.000
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
5. Fjárhagsáætlun Fjarhitunar Vm. 1998
Niðurstöðutölur reksturs: Tekjur kr. 138.472.000
Gjöld kr. 123.871.000
Heildarniðurstaða kr. 151.394.000
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
6. Fjárhagsáætlun Vatnsveitu Vm. 1998
Niðurstöðutölur reksturs: Tekjur kr. 41.593.000
Gjöld kr. 28.772.000
Heildarniðurstaða kr. 41.593.000
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

7. Fjárhagsáætlun Rafveitu Vm. 1998

Niðurstöðutölur reksturs: Tekjur kr. 210.023.000
Gjöld kr. 187.620.000
Heildarniðurstaða kr. 210.283.000
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Svohljóðandi bókun barst:

“Fjárhagsáætlun sú sem nú er til afgreiðslu er alfarið lögð fram og unnin af bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins og á þeirra ábyrgð. Tekjuáætlunin byggist á áður samþykktum álagningareglum meirihlutans.

Áætlunin gerir ráð fyrir því að viðhalda þeim auknu álögum sem bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa lagt á bæjarbúa í meirihlutatíð sinni frá árinu 1990. Nýir skattar svo sem sorpeyðingargjald og holræsagjald hafa verið lagðir á, í stjórnartíð sjálfstæðismanna og aðrar álögur hafa stórhækkað, svo sem fasteignaskattar á íbúðarhúsnæði og húsnæði tengt landbúnaði sem hækkaðir voru um 20% umfram hækkanir fasteignamats, fasteingaskattur á annað húsnæði var hækkaður um 58% umfram fasteignamatsstofn og sorppokagjaldið var hækkað um 54% umfram verðlagsþróun. Fyrirtækin hefðu borgað fyrir 58% hækkunina 38 milljón krónur í stað 60 milljóna nú og heimilin hefðu borgað rúmar 33 milljónir í stað 40 milljóna króna nú, miðað við sömu verðlagsforsendur. Samtals nemur þessi hækkun fasteignaskatta 29 milljónum króna sem öll er umfram þróun fasteignamats. Það er til lítils að hæla sér af því að ekki skuli lagður á sérstakur skattur á verslunar- og skrifstofuhúsnæði, þegar fasteignatengdir skattar á allt húsnæði í bænum hafa verið hækkaðir um milljónatugi umfram þróun fasteignamats. Uppspretta nýrra og hærri skatta hafa verið helstu úrræði meirihlutans á stjórnarferlinum, í árangurslítilli tilraun við að ná tökum á fjármálum bæjarins. Þeir skattar sem bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa aukið eða stofnað til, gefa auknar tekjur til bæjarins um 57 milljónir króna á ársgrundvelli. Holræsagjaldið mun nema 10,8 milljónum á þessu ári, sorphreinsunargjaldið mun nema 9,9 milljónum á heimilin í bænum og 7,5 milljónum á fyrirtækin eða samtals 17,4 milljón krónur og fasteignaskattar verða 29 milljón króna hærri en ella eins og áður er getið.

Holræsagjaldið hefur verið lagt á síðan árið 1995 og hefur gefið um 10 milljónir króna á ári, eða samtals 40 milljón krónur að þessu ári meðtöldu. Samkvæmt fyrirliggjandi tillögu að þriggja ára áætlun mun holræsagjaldið verða innheimt áfram, þrátt fyrir að ekki sé gert ráð fyrir sérstöku átaki í fráveitu- og holræsamálum, sem meirihlutinn lagði fram sem forsendu fyrir upptöku á þessum nýja skatti á bæjarbúa. Holræsagjaldið mun samkvæmt fyrirliggjandi tillögum renna áfram til almenns reksturs bæjarins og því ljóst að um viðvarandi skatt verður að ræða ef Sjálfstæðisflokkurinn fer með meirihlutastjórn bæjarfélagsins að afloknum næstu kosningum.

Skuldir bæjarins halda enn áfram að aukast, samkvæmt fyrirliggjandi tillögum að fjárhagsáætlun svo og er einnig gert ráð fyrir áframhaldandi aukningu skulda á næstu árum samkvæmt fyrirliggjandi tillögu meirihlutans að þriggja ára áætlun.

Sem fyrr, hafa bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins valið þá leið að hleypa öðrum bæjarfulltrúum ekki að áætlanagerðunum, en leggja þær hinsvegar í heild sinni fram, einir og sér. Í framhaldi af ofanrituðu, og í ljósi þeirrar áherslu, sem tekjuáætlunin gengur út á, þar sem viðhaldið er aukinni skattheimtu á bæjarbúa, og með vísan í bókun okkar við afgreiðslu á álagningu gjalda fyrir árið 1998, munu undirritaðir bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalistans sitja hjá við afgreiðslu á fjárhagsáætluninni fyrir bæjarsjóð, en samþykkja fjárhagsáætlunina fyrir stofnanir bæjarins, með þeim fyrirvörum sem við höfum áður sett fram við afgreiðslu á gjaldskrám og skattlagningu stofnana.”

Vestmannaeyjum 12. mars 1998.

Guðmundur Þ.B. Ólafsson (sign.)

Ragnar Óskarsson (sign.)

Svohljóðandi bókun barst:

Svohljóðandi bókun barst:

"Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska bókað við afgreiðslu fjárhagsáætlunar"

Fjárhagasáætlun sú sem lögð er fram er unnin með hefðbundnum hætti. Bæjarstjóri og bæjarritari hafa rætt við forstöðumenn stofnana um rekstur og hefur sú niðurstaða verið kynnt.

Tekjuáætlun: Áfram verður lægsta úsvarsprósenta hér í Eyjum sem er sú lægsta á landinu. Tekjur af útsvari byggjast á áætlaðri niðurstöðu útsvarstekna árið 1997 miðað við eðlilegar hækkanir launa á árinu

Fasteignaskattur er áætlaður 100 milljónir króna og holræsagjald er áætlað 10,8 milljónir króna.

Rekstur/niðurstaða: Rekstur bæjarsjóðs og stofnana hans er í miklu jafnvægi að undanskildu félagslega íbúðakerfinu sem var byggt upp án tillits til hvernig staðið skuli að niðurgreiðslu lána.

Þó hafa breytingar meirihlutans vegna Sóhlíðar 19, létt vaxtabyrðina um 4 milljónir á ári.

Aðhalds hefur verið gætt í rekstri hjá bæjarsjóði og stofnunum hans.

Eignfærðar fjárestingar: Miklar framkvæmdir verða á árinu. Lokið er við framkvæmdir á eldra húsnæði Barnaskólans, innanhúsbreytingar á Hraunbúðum þar sem meðal annars einbýlum verður fjölgað, föndurherbergi stækkað og starfsmannaaðstaða bætt.

Stefnt er að því að bjóða út framkvæmdir við Íþróttamiðstöðina fljótlega og einnig að bjóða út utanhússklæðningu og gluggaskipti á Listaskólanum.

Hjá Hafnarsjóði ber hæst endurbygging viðlegurýmis í Friðarhöfn, verklok vegna nýs og glæsilegs Lóðs, ásamt kaupum á austurslippnum ofl.

Hjá Bæjarveitum verða lagnir hjá Rafveitu endurnýjaðar á Hvítingavegi og Brekastíg, ásamt því að byggð verður upp ný spennistöð við FES.

Hjá vatnsveitu verður þak á miðlunartanki við Löngulág lagfært.

Gjaldfærðar fjárfestingar: Gjaldfærðar fjárfestingar eru brúttó upp á tæpar 70 milljónir og ber þar hæst auk getnagerðaráætlunar, brunavarnir í Safnahúsi og búnaðarkaup á Hraunbúðum vegna framkvæmdanna sem unnið er að nú og eru að verða tilbúnar.

Lokaorð: Rekstur Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans að undanskildu félagslega íbúðakerfinu er í jafnvægi á þessu kjörtímabili. Vestmannaeyjabær og stofnanir hans eru traust fyrirtæki á fjármagnsmarkaði eins og fram kemur í vaxtaskilmálum, sem fást í dag í þeim útboðum sem gerð hafa verið.

Vestmannaeyjabær hefur ekki greitt yfirdráttarvexti né dráttarvexti frá því september 1990 þegar farið var í skuldbreytingar á miklum vanskilum sem voru til staðar þegar meirihluti Sjálfstæðisflokksins tók við árið 1990.

3. mál.

3ja ára áætlun bæjarsjóðs 1998-2000.

- Fyrri umræða -

Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri, hafði framsögn um áætlunina og rakti helstu niðurstöður og forsendur.

Samþykkt var með 7 samhljóða atkvæðum að vísa áætluninni til síðari umræðu.

Í lok fundarins var tekið fyrir 6. mál 2434. fundar bæjarráðs og fundi lokað.

Liðurinn var samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 19.30.

Elsa Valgeirsdóttir

Ólafur Lárusson

Grímur Gíslason

Ragnar Óskarsson

Guðmundur Þ.B. Ólafsson

Georg Þór Kristjánsson

Guðjón Hjörleifsson


Jafnlaunavottun Learncove