Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1249
BÆJARSTJÓRN
1249. fundur.
Ár 1998, fimmtudaginn 5. mars kl. 18.00 var fundur haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja í Safnahúsinu.
Forseti bæjarstjórnar, Ólafur Lárusson, stjórnaði fundi en fundargerð ritaði Páll Einarsson.
Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Guðjóns Hjörleifssonar, bæjarstjóra.
Fyrir var tekið:
1. mál.
Fundargerðir skipulagsnefndar:
a) Fundur haldinn 21. janúar sl.
Liðir 1-7 voru samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.
b) Fundur haldinn 19. febrúar sl.
Liðir 1-15 voru samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.
2. mál.
Fundargerð hafnarstjórnar:
a) Fundur haldinn 24. febrúar sl.
Liðir 1-7 voru samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.
3. mál.
Fundargerðir bæjarráðs:
a) 2430. fundur frá 10. febrúar sl.
1. liður: Upplesið.
2. liður: Upplesið.
3. liður: Upplesið.
4. liður: Upplesið.
5. liður: Upplesið.
6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
9. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
10. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
11. liður: Upplesið.
12. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
13. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Guðmundur Þ.B. Ólafsson tók undir bókun Ragnars Óskarssonar í málinu.
14. liður: Upplesið.
b) 2431. fundur frá 17. febrúar sl.
1. liður: Svohljóðandi frávísunartillaga barst við tillögu Ragnars Óskarssonar í málinu:
“Leggjum til að tillögu Ragnars Óskarssonar verði vísað frá og bæjarstjóra sem jafnframt er formaður stjórnar Þróunarfélagsins, og fulltrúi í undirbúningsnefnd um stofnun fjárfestingafélags í Vestmannaeyjum og í stjórn Útgerðarfélags Vestmannaeyja hf. verði falið að koma með tillögu til bæjarráðs um aðkomu Vestmannaeyjabæjar eða stofnana hans að málinu, þegar fyrir liggur hvort stofnað verði Fjárfestingafélag Vestmannaeyja, en töluverðar líkur eru á því að svo verði á næstunni.”
Arnar Sigurmundsson (sign.)
Guðjón Hjörleifsson (sign.)
Helgi Ágústsson (sign.)
Ólafur Lárusson (sign.)
Svohljóðandi tillaga barst:
“Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir að bæjarsjóður Vestmannaeyja komi tímabundið in með hlutafé í fyrirhugað almenningshlutafélag á sviði sjávarútvegs í Vestmannaeyjum. Gert verði ráð fyrir útgjöldum vegna þessa við seinni umræðu um fjárhagsáætlun.”
Greinargerð
Ekki þarf að fara mörgum orðumum nauðsyn þess að treysta stoðir atvinnulífsins í Vestmannaeyjum. Því ber að fagna öllum tilraunum sem gerðar eru í því skyni. Nýstofnað almenningshlutafélag “Útgerðarfélag Vestmannaeyja” er eitt dæmi um slíka tilraun. Okkur finnst sjálfsagt að Vestmannaeyjabær taki þátt í tilrauninni með því að leggja fram eitthvert fé, tímabundið, til hlutafélagsins. Það væri gott fordæmi og þannig gæti Vestmannaeyjabær ýtt undir þátttöku í ofangreindu almenningshlutafélagi. Af þeim ástæðum er ofangreind tillaga flutt.
Vestmannaeyjum, 5. mars 1998.
Ragnar Óskarsson (sign.)
Guðmundur Þ.B. Ólafsson (sign.)
Fyrst var gengið til atkvæða um frávísunartillöguna.
Var hún samþykkt með 4 atkvæðum, 3 á móti.
Síðan var gengið til atkvæða um málið.
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Guðmundur Þ.B. Ólafsson tók undir bókanir Ragnars Óskarssonar í málinu.
Því næst var gengið til atkvæða um tillögu Ragnars Óskarssonar og Guðmundar Þ.B. Ólafssonar hér að framan.
Tillagan var felld með 5 atkvæðum, 2 með.
2. liður: Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 fjarverandi.
3. liður: Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 fjarverandi.
4. liður: Upplesið.
5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
6. liður: Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 fjarverandi.
7. liður: Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 fjarverandi.
8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
c) 2432. fundur frá 25. febrúar sl.
1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
2. liður: Upplesið.
3. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
5. liður: Georg Þór Kristjánsson tók undir bókun Ragnars Óskarssonar í málinu.
Svohljóðandi bókun barst frá Guðmundi Þ.B. Ólafssyni:
“Ég bendi á að bréfritari beinir spurningum sínum til bæjarráðs en ekki landnytjanefndar. Bæjarráð hlýtur að svara erindinu í samræmi við innihald þess. Að öðru leyti tek ég undir bókun Ragnars Óskarssonar.”
Liðurinn var síðan samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.
6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
9. liður: Var afgreitt á síðasta fundi bæjarstjórnar.
10. liður: Upplesið.
d) 2433. fundur frá 3. mars sl.
1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
3. liður: Málinu var vísað til bæjarráðs til fullnaðarafgreiðslu með 7 samhljóða atkvæðum.
4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
6. liður: Upplesið.
7. liður: Upplesið.
8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
9. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
10. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
11. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
12. liður: Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 fjarverandi.
13. liður: Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 fjarverandi.
14. liður: Upplesið.
4. mál.
Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs og stofnana hans 1998:
- Fyrri umræða -
Bæjarstjóri fylgdi áætuninni úr hlaði, gerði grein fyrir forsendum og helstu niðurstöðum.
Var nú gengið til atkvæða:
1: Fjárhagsáætlun Bæjarsjóðs Vm. 1998: | |||||||||||||||
Niðurstaða reksturs | kr. | 1.124.640.000 | |||||||||||||
Til eignabreytinga frá rekstri | kr. | 123.559.000 | |||||||||||||
Gjaldfærður stofnkostnaður (nettó) | kr. | 66.436.000 | |||||||||||||
Eignfærður stofnkostnaður (nettó) | kr. | 57.000.000 | |||||||||||||
Gjöld alls | kr. | 1.158.517.000 | |||||||||||||
Tekjur alls | kr. | 1.158.640.000 | |||||||||||||
Tekjur umfram gjöld | kr. | 123.000 | |||||||||||||
Niðurstöðutölur fjármagnsyfirlits | kr. | 119.181.000 | |||||||||||||
Samþ. með 7 samhljóða atkvæðum að vísa þessum niðurstöðum til síðari umræðu. | |||||||||||||||
2: Fjárhagsáætlun Hafnarsjóðs Vm. 1998 | |||||||||||||||
Niðurstöðutölur reksturs: Tekjur | kr. | 123.000.000 | |||||||||||||
Gjöld | kr. | 108.137.000 | |||||||||||||
Heildarniðurstaða | kr. | 236.907.000 | |||||||||||||
Samþ. með 7 samhljóða atkvæðum að vísa þessum niðurstöðum til síðari umræðu. | |||||||||||||||
3: Fjárhagsáætlun Húsnæðisnefndar Vm. 1998 | |||||||||||||||
Niðurstöðutölur reksturs: Tekjur | kr. | 11.167.000 | |||||||||||||
Gjöld | kr. | 28.017.000 | |||||||||||||
Heildarniðurstaða | kr. | 61.517.000 | |||||||||||||
Samþ. með 7 samhljóða atkvæðum að vísa þessum niðurstöðum til síðari umræðu. | |||||||||||||||
4: Fjárhagsáætlun Sorpeyðingarst. Vm. 1998 | |||||||||||||||
Niðurstöðutölur reksturs: Tekjur | kr. | 57.646.000 | |||||||||||||
Gjöld | kr. | 49.947.000 | |||||||||||||
Heildarniðurstaða | kr. | 66.778.000 | |||||||||||||
Samþ. með 7 samhljóða atkvæðum að vísa þessum niðurstöðum til síðari umræðu. | |||||||||||||||
5. Fjárhagsáætlun Fjarhitunar Vm. 1998 | |||||||||||||||
Niðurstöðutölur reksturs: Tekjur | kr. | 138.472.000 | |||||||||||||
Gjöld | kr. | 123.871.000 | |||||||||||||
Heildarniðurstaða | kr. | 151.394.000 | |||||||||||||
Samþ. með 7 samhljóða atkvæðum að vísa þessum niðurstöðum til síðari umræðu. | |||||||||||||||
6. Fjárhagsáætlun Vatnsveitu Vm. 1998 | |||||||||||||||
Niðurstöðutölur reksturs: Tekjur | kr. | 41.593.000 | |||||||||||||
Gjöld | kr. | 28.772.000 | |||||||||||||
Heildarniðurstaða | kr. | 41.593.000 | |||||||||||||
Samþ. með 7 samhljóða atkvæðum að vísa þessum niðurstöðum til síðari umræðu. | |||||||||||||||
7. Fjárhagsáætlun Rafveitu Vm. 1998 | |||||||||||||||
Niðurstöðutölur reksturs: Tekjur | kr. | 210.023.000 | |||||||||||||
Gjöld | kr. | 187.620.000 | |||||||||||||
Heildarniðurstaða | kr. | 210.283.000 | |||||||||||||
Samþ. með 7 samhljóða atkvæðum að vísa þessum niðurstöðum til síðari umræðu. | |||||||||||||||
Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 20.40.
Arnar Sigurmundsson
Guðmundur Þ.B. Ólafsson
Ragnar Óskarsson
Georg Þór Kristjánsson
Ólafur Lárusson
Helgi Ágústsson
Guðjón Hjörleifsson