Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1248
BÆJARSTJÓRN
1248. fundur.
Ár 1998, föstudaginn 27. febrúar kl. 16.00 var haldinn aukafundur í bæjarstjórn Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.
Forseti bæjarstjórnar, Ólafur Lárusson, stjórnaði fundi en fundargerð ritaði Páll Einarsson.
Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Guðjóns Hjörleifssonar, bæjarstjóra.
Fyrir var tekið:
Áður en gengið var til dagskrár minntist Ólafur Lárusson, forseti bæjarstjórnar, Sigurðar Guttormssonar, með svohljóðandi orðum:
“Sigurður Guttormsson fæddist 15.ágúst 1906 í Hamragerði Eiðaþinghá. Hann lést
10. febrúar 1998. Var hann bæjarfulltrúi 1947 - 1950, varabæjarfulltrúi 1943 - 1944, og 1946.
Sigurður fluttist ungur til Vestmannaeyja. Starfaði hann í útibúi Íslandsbanka
frá 1923. Hann varð bankaritari í útibúi Útvegsbanka Íslands, síðar skrifstofustjóri.
Lét af störfum 1949 og fluttist til Reykjavíkur skömmu síðar og hóf störf
í Útvegsbankanum þar. Hætti 1966 eftir 40 ára bankastörf. Hann var einn af
stofnendum félagsins Akóges í Vestmannaeyjum, formaður 1934. Sigurður tók fast sæti í bæjarstjórn 1947 er Árni Guðmundsson lét af störfum vegna
veikinda.”
Bað forseti bæjarfulltrúa að rísa úr sætum og votta hinum látna virðingu sína.
1. mál.
Fundargerð umhverfis- og heilbrigðisnefndar:
a) Fundur haldinn 26. febrúar sl.
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
2. mál.
Fundargerð skipulagsnefndar:
a) Fundur haldinn 26. febrúar sl.
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
3. mál.
Fundargerð stjórnar Bæjarveitna:
a) Fundur haldinn 18. febrúar sl.
Guðmundur Þ.B. Ólafsson gerði grein fyrir því að hann og Ragnar Óskarsson myndu sitja hjá í 2. máli fundargerðarinnar með vísan í bókanir og fyrri afstöðu.
Liðurinn var samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.
Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 16.20.
Elsa Valgeirsdóttir
Guðmundur Þ.B. Ólafsson
Ólafur Lárusson
Arnar Sigurmundsson
Ragnar Óskarsson
Georg Þór Kristjánsson
Guðjón Hjörleifsson