Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1246
Bæjarstjórn
1246. fundur.
Ar 1997, þriðjudaginn 30. desember kl. 16.00 var fundur haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja í Safnahúsinu.
Fyrsti varaforseti bæjarstjórnar, Arnar Sigurmundsson, stjórnaði fundi en fundargerð ritaði Páll Einarsson.
Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Guðjóns Hjörleifssonar, bæjarstjóra.
Fyrir var tekið:
Í upphafi fundar var leitað afbrigða til þess að taka fundargerð 2424. fundar bæjarráðs frá 30. desember á dagskrá.
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
1. mál.
Fundargerðir bæiarráðs:
a) 2422. fundur frá 10. desember sl.
1 . liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum. 2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum. 3.liður: Upplesið. 4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum. 5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum. 6.liður: Upplesið. 7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum. 8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
b) 2423. fundur frá 19. desember sl.
1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum. 2. liður: Upplesið.
Guðmundur Þ.B. Ólafsson tók undir bókun Ragnars Óskarssonar í þessu máli. 3. liður: Upplesið.
4. liður: Upplesið.
5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum og var málinu jafnframt vísað til umsagnar skipulagsnefndar.
6.liður: Upplesið.
7. liður: Upplesið. Undir þessum lið barst svohljóðandi tillaga:
"Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að afla nánari upplýsinga um yfirlýsingu um ~ármálaleg samskipti ríkis og sveitarfélaga."
Guðmundur Þ.B. Olafsson (sign.)
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
8. liður: Upplesið.
9. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum. 10. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum. 1 1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
12. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum með svohljóðandi viðauka við ályktun bæjarráðs: "og vísar 3. og 7. máli til gerðar ~árhagsáætlunar.
13. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum. 14. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
c) 2424. fundur frá 30. desember.
l.liður: Upplesið. 2. liður: Upplesið.
3. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum. 4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum. 5.liður: Upplesið.
6. liður: Undir þessum lið barst svohljóðandi tillaga: "Legg til að deiliskipulag fyrir orlofs- og sumarbúastaðahverfi að Ofanleiti, Vestmannaeyjum, verði samþykkt."
Guðjón Hjörleifsson (sign.)
Beðið var um fundarhlé og var það veitt.
Liðurinn var samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum. Tillagan var síðan samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
7. liður: Undir þessum lið barst svohljóðandi bókun:
"Bæjarstjórn Vestmannaeyja stendur nú í lok árs frammi fyrir því að taka afstöðu til tillögu Sjálfstæðismanna um að taka lán að upphæð um 80.000.000 kr. til þess að freista þess að láta enda ~árhagsáætlunar ná saman. Í ofangreindri lántöku er ekki tekið tillit til ofgreiddra útsvara v. áranna 1996 og 1997.
Framúrkeyrslur á ábyrgð meirihluta bæjarstjórnar eru allverulegar þrátt fyrir það að liðum eins og t.d. framkvæmdum við félags- og búningsaðstöðu kr. 10.000.000 sé frestað til næsta árs. Þá vekur sérstaka athygli að framúrkeyrsla vegna Listaskóla nemur um 19.000.000 kr. en upphafleg áætlun gerði ráð fyrir kr. 6.000.000 í eignfærðan kostnað.
Þær "lagfæringar" sem meirihluti bæjarstjórnar nú leggur fyrir bæjarstjórn bera glöggt merki um slælega fjármálastjórn bæjarfélagsins og eru ekki til þess fallnar að bæta fjárhagsstöðu Vestmannaeyjabæjar.
Við munum því sitja hjá við atkvæðagreiðslu um breytingar á ~árhagsáætlun ársins 1997."
Beðið var um fundarhlé og var það veitt. Svohljóðandi bókun barst:
" Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska bókað:
Mun meiri framkvæmdir og tækjakaup í Barnaskóla og Listaskóla leiða óhjákvæmilega til aukaútgjalda fyrir Bæjarsjóð á þessu ári. Með þessum framkvæmdum er verið að ~árfesta til framtíðar í uppbyggingu skólahúsnæðis í Vestmannaeyjum.
Þá leiða nýir kjarasamningar við grunnskólakennara til aukaútgjalda sem ekki var gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun Bæjarsjóðs 1997.
Þetta eru helstu breytingar á útgjaldaliðum hjá Bæjarsjóði á þessu ári. Langflestir aðrir útgjaldaliðir eru samkvæmt áætlun. Tekjur vegna staðgreiðslu verða undir áætlun af ástæðum sem Bæjarstjórn Vestmannaeyja gat ekki ráðið við.
Hörmum það skilningsleysi á ~ármálum bæjarins sem fram kemur í bókun V-lista manna þar sem fyrir liggur að nú þegar er búið að endurgreiða 40 milljónir vegna staðgreiðsluuppgjörs síðasta árs samkvæmt samkomulagi við ~ármálaráðuneytið sem samþykkt var með atkvæðum allra bæjarfulltrúa fyrr á fundinum."
Guðjón Hjörleifsson (sign) Elsa Valgeirsdóttir (sign)
Edda Ólafsdóttir (sign) Arnar Sigurmundsson (sign)
Beðið var um fundarhlé og var það veitt. Svohljóðandi bókun barst:
" Bókun Sjálfstæðismanna staðfestir það sem kemur fram í bókun okkar hér að framan að 80.000.000 kr. lántaka er til að láta enda ná saman í ~árhagsáætlun en ekki til að endurgreiða ofgreitt útsvar til ríkissjóðs.
Að öðru leyti bendum við á að lántaka nú speglar að sjálfsögðu slælega ~ármálastjórn Sjálfstæðismanna og skilning þeirra á ~ármálum bæjarfélagsins."
Ragnar Oskarsson (sign) Guðmundur Þ.B. Ólafsson (sign)
Liðurinn var síðan samþykktur með 4 atkvæðum, 3 sátu hjá.
8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum. 9. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum. 10. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
1 1 . liður: Undir þessum lið barst svohljóðandi tillaga:
" Tillaga v. 6. máls í fundargerð stjórnar Bæjarveitna 22/12, 97:
Bæjarstjórn samþykkir að fresta ákvörðun um að fela einkafyrirtæki rekstur Sorpu fyrr en fyrir liggur úttekt á stöðinni bæði hvað viðhald og aðra rekstrarþætti stöðvarinnar varðar.
Að slíkri úttekt lokinni skal leggja mat á hvort reksturinn verði falinn einkafyrirtæki. Ef slík ákvörðun verður tekin skal bjóða reksturinn út."
Guðmundur Þ. B. Olafsson (sign) Ragnar Óskarsson (sign)
Tillagan var felld með 5 atkvæðum, 2 með.
Óskað var eftir því að 6. mál fundargerðarinnar yrði borið upp sérstaklega og var 6. mál samþykkt með 5 atkvæðum, 2 á móti.
Guðmundur Þ.B. Ólafsson og Ragnar Óskarsson greiddu atkvæði með vísan í ofangreinda tillögu og bókanir um málið. Fundargerðin að öðru leyti var síðan samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
12. liður: Fram kom tillaga um að bæjarstjórn samþykkti fundargerðir skipulagsnefndar frá 12. nóvember og 11. desember sl.
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
13. liður: Fram kom tillaga um að bæjarstjórn samþykki fundargerð hafnarstjórnar frá 12. desember sl.
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 19.55.
Elsa Valgeirsdóttir Guðmundur Þ.B. Ólafsson Arnar Sigurmundsson Ragnar Óskarsson
Georg Þór Kristjánssson Guðjón Hjörleifsson ~dda Ólafsdóttir