Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1245

04.12.1997

BÆJARSTJÓRN

 

 

1245. fundur.

 

Ár 1997, fimmtudaginn 4. desember kl. 18.00 var fundur haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja í Safnahúsinu.

Forseti bæjarstjórnar, Ólafur Lárusson, stjórnaði fundi en fundargerð ritaði Páll Einarsson.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Guðjóns Hjörleifssonar, bæjarstjóra.

Fyrir var tekið:

1. mál.

 

Fundargerðir bæjarráðs:

 

a) 2420. fundur frá 18. nóvember sl.

1. liður: Upplesið.

2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

3. liður: Undir þessum lið barst svohljóðandi tillaga:

“Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir að fela bæjarstjóra að kanna möguleika á að eignaríbúðir að Eyjahrauni 7-12 verði gerðar að leiguíbúðum fyrir aldraða eftir því sem þær losna.

Niðurstöður þessarar könnunar liggi fyrir við gerð fjárhagsáætlunar 1998.”

Elsa Valgeirsdóttir (sign.)

Tillagan var samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

4. liður: Upplesið.

5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

8. liður: Upplesið.

9. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

10. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

b) 2421. fundur frá 2. desember sl.

1. liður: Undir þessum lið barst svohljóðandi bókun:

“Samþykkjum 1. mál að undanskildum þeim liðum sem snúa að auknum álögum Sjálfstæðismanna í valdatíð þeirra, tengdum fasteignum í formi hærri álagningarprósentu í b) lið holræsagjaldi, í d) lið sorphirðu- og sorpeyðingargjöldum, í e) lið og f) lið um sömu gjöld.

Að öðru leyti vísum við í fyrri bókanir okkar og mótmæli gegn auknum álögum tengdum fasteignum frá upphafi árs 1991.”

Guðmundur Þ.B. Ólafsson (sign.)

Ragnar Óskarsson (sign.)

Liðurinn var samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

Guðmundur Þ.B. Ólafsson og Ragnar Óskarsson vísa í ofangreinda bókun við atkvæðagreiðsluna.

2. liður: Upplesið.

3. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

9. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum með þeirri breytingu að 3. setning tillögunnar hljóði svo: “Nú þegar eru til hugmyndir frá 1994 að úrbótum á brautinni ..................”

10. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

11. liður: Undir þessum lið barst svohljóðandi tillaga frá Guðmundi Þ.B. Ólafssyni og Ragnari Óskarssyni, en aðrir bæjarfulltrúar gerðust meðflutningsmenn:

“Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir að láta gera könnun, hvaða varningur er framleiddur á “Vernduðum vinnustöðum” á landinu.

Bæjarstjórn samþykkir að við innkaup á ýmsum rekstrarvörum fyrir Vestmannaeyjabæ og stofnanir hans, skal varningur framleiddur af fötluðum njóta forgangs við innkaup.”

Greinargerð:

Það þarf ekki að fara mörgum orðum um nauðsyn þess að styðja við bakið á þeim sem fötlunar sinnar vegna geta ekki stundað vinnu á hinum almenna markaði. Verndaðir vinnustaðir eru starfræktir víða um land og til að tryggja atvinnu fyrir fatlaða og skapa þeim lífvænlegt umhverfi, þurfa landsmenn að vera meðvitaðir um, hvað málið snýst um. Framleiðsla á vernduðum vinnustöðum hefur sýnt að hún er fyllilega samkeppnisfær við aðra framleiðslu og þá sérstaklega erlenda. Starfsemi Kertaverksmiðjunnar Heimaeyjar er lýsandi dæmi um það. Framleiðslu frá Múlalundi þarf ekki að kynna. Það virðist hinsvegar vera svo, að það hugsa ekki allir um hvað býr að baki þegar innkaup eiga sér stað og hvaða starfsemi er verið að styðja.

Það á að vera forgangsverkefni opinberra aðila að styrkja starfsemi verndaðra vinnustaða.

Þess vegna er tillaga þessi flutt.”

Vestmannaeyjum, 4. desember 1997.

Guðmundur Þ.B. Ólafsson (sign.)

Ragnar Óskarsson (sign.)

Georg Þór Kristjánsson (sign.)

Elsa Valgeirsdóttir (sign.)

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Guðjón Hjörleifsson (sign.)

Ólafur Lárusson (sign.)

Tillagan var samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Liðurinn var síðan samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

12. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

13. liður: Svohljóðandi bókun barst:

“Varðandi 1. og 2. mál lít ég svo á að þau verði tekin upp að nýju er fyrir liggur niðurstaða úttektar á afnotarétti og landnytjum í Vestmannaeyjum.”

Ragnar Óskarsson (sign.)

Guðmundur Þ.B. Ólafsson tók undir bókun Ragnars.

Liðurinn var síðan samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

14. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Fundi var lokað við afgreiðslu á 13. lið og jafnframt í lok fundarins.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 19.45.

Elsa Valgeirsdóttir

Ólafur Lárusson

Georg Þór Kristjánsson

Guðmundur Þ.B. Ólafsson

Ragnar Óskarsson

Arnar Sigurmundsson

Guðjón Hjörleifsson   


Jafnlaunavottun Learncove