Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1243

21.10.1997

BÆJARSTJÓRN

1243. fundur.

Ár 1997, þriðjudaginn 21. október var haldinn aukafundur í bæjarstjórn Vestmannaeyja í fundarsal Ráðhússins kl. 16.00.

Fyrsti varaforseti bæjarstjórnar, Arnar Sigurmundsson stjórnaði fundi en fundargerð ritaði Guðjón Hjörleifsson.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Guðjóns Hjörleifssonar bæjarstjóra.

Fyrir var tekið:

1. mál.

Fyrir lá bréf frá Verkakvennafélaginu Snót dags. 16. október sl., þar sem staðfest er samþykki Snótar á kjarasamningi milli Verkakvennafélagsins Snótar og Vestmannaeyjabæjar frá 17. september sl. og jafnframt er vísað til þess að kjarasamningar taki gildi séu þeir ekki felldir innan 4ra vikna frá undirskrift. Staðfestingu á nefndum kjarasamningi var frestað á fundi bæjarstjórnar 9. október sl. og ákveðið að fela bæjarstjóra að ræða frekar vð fulltrúa Snótar. Af bréfi Snótar og samtali við formann félagsins má ráða að niðurstaða er komin í málið að hálfu Snótar.

Í framhaldi af bréfi þessu kom fram eftirfarandi tillaga:

“Í framhaldi af fyrirliggjandi kjarasamningi aðila og bréfi Verkakvennafélagsins Snótar samþykkir bæjarstjórn Vestmannaeyja kjarasamning milli Verkakvennafélagsins Snótar og Vestmannaeyjabæjar sem undirritaður var þann 17. september sl.”

Vestmannaeyjum, 21. október 1997.

Guðjón Hjörleifsson.

Nokkrar umræður urðu um tillöguna og málið í heild sinni á fundinum.

Síðan óskaði Ragnar Óskarsson eftir að svohljóðandi dagskrártillaga yrði tekin til afgreiðslu án umræðna.

Tillaga

“Bæjarstjórn samþykkir að greiða laun í samræmi við túlkun Verkakvennafélagsins Snótar á launaflokkaröðun m.t.t. námskeiða. Jafnframt felur bæjarstjórn bæjarstjóra f.h. bæjarstjórnar að undirrita samkomulag við Verkakvennafélagið Snót varðandi málið.”

Ragnar Óskarsson (sign.)

Guðmundur Þ.B. Ólafsson (sign.)

Georg Þór Kristjánsson (sign.)

Ragnar óskaði eftir nafnakalli við afgreiðslu tillögunnar.

Dregið var um röð bæjarfulltrúa og dróst nafn Stefán Geirs fyrst.

Stefán Geir Gunnarsson sagði nei og gerði grein fyrir atkvæði sínu.

Arnar Sigurmundsson sagði nei og gerði grein fyrir atkvæði sínu.

Elsa Valgeirsdóttir sagði nei og gerði grein fyrir atkvæði sínu.

Georg Þór Kristjánsson sagði já og gerði grein fyrir atkvæði sínu.

Guðjón Hjörleifsson sagði nei og gerði grein fyrir atkvæði sínu.

Guðmundur Þ.B. Ólafsson sagði já með vísan til tillögunnar og málflutning sinn á fundinum.

Ragnar Óskarsson sagði já og gerði grein fyrir atkvæði sínu.

Tillagan var felld með 4 atkvæðum gegn þremur.

Að því loknu var tillaga Guðjóns Hjörleifssonar borin upp. Hún var samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Jafnframt var bæjarstjóra falið að ræða við formann Snótar um framhald málsins.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 17.00.

Elsa Valgeirsdóttir

Ragnar Óskarsson

Georg Þór Kristjánsson

Guðmundur Þ.B. Ólafsson

Stefán Geir Gunnarsson

Arnar Sigurmundsson

Guðjón Hjörleifsson


Jafnlaunavottun Learncove