Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1241
BÆJARSTJÓRN
1241. fundur.
Ár 1997, fimmtudaginn 4. september kl. 18.00 var fundur haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja í Safnahúsinu.
Forseti bæjarstjórnar, Ólafur Lárusson, stjórnaði fundi en fundargerð ritaði Páll Einarsson.
Neðangreindir fulltrúar sátu fundinn auk Guðjóns Hjörleifssonar, bæjarstjóra.
Fyrir var tekið:
1. mál.
Fundargerð skipulagsnefndar:
a) Fundur haldinn 14. ágúst sl.
Ragnar Óskarsson fór fram á að 2. mál fundargerðarinnar yrði borið upp sérstaklega.
2. mál var samþ. með 5 atkv., 2 á móti.
Svohljóðandi bókun barst:
“Greiði atkvæði á móti afgreiðslu í 2. máli sérstaklega á þeirri forsendu að ég tel óeðlilegt að taka einn þátt útúr er varðar skipulag á miðbæjarsvæðinu á sama tíma og skipulagsnefnd er að vinna að heildarskipulagi á því svæði.”
Guðmundur Þ.B. Ólafsson (sign.)
Samþykkt var að vísa 5. máli aftur til skipulagsnefndar með 7. samhljóða atkvæðum.
Fundargerðin var síðan að öðru leyti samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
2. mál.
Fundargerð hafnarstjórnar:
a) Fundur haldinn 6. ágúst sl.
Liðir 1-6 voru samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.
3. mál.
Fundargerðir bæjarráðs:
a) 2407. fundur frá 29. júlí sl.
1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
2. liður: Upplesið.
3. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Fram kom að í a) og c) lið var óskað eftir endurnýjun á veitingaleyfi og í b) lið var óskað eftir endurnýjun á vínveitingaleyfi.
4. liður: Upplesið.
5. liður: Samþykkt með með 7 samhljóða atkvæðum.
6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
b) 2408. fundur frá 12. ágúst sl.
1. liður: Upplesið.
2. liður: Svohljóðandi breytingartillaga barst frá Ragnari Óskarssyni:
“Bæjarstjórn samþykkir að vísa erindi Jóhanns til umsagnar skipulagsnefndar og umhverfisnefndar.”
Ragnar Óskarsson (sign.)
Tillagan var felld með 4 atkvæðum, 3 með.
Liðurinn var síðan samþykktur með 5 atkvæðum, 2 sátu hjá.
3. liður: Upplesið.
4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
6. liður: Upplesið.
7. liður: Upplesið.
c) 2409. fundur frá 26. ágúst sl.
1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
2. liður: Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 fjarverandi.
3. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæði.
4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Ragnar Óskarsson sat hjá við afgreiðslu 1. máls a) liðar.
5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
7. liður: Upplesið.
d) 2410. fundur frá 2. september sl.
1. liður: Guðmundur Þ.B. Ólafsson tók undir bókun Ragnars Óskarssonar í málinu.
Liðurinn var samþykktur með 6 atkvæðum, 1 á móti.
2. liður: Upplesið.
3. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Er hér var komið óskaði Guðmundur Þ.B. Ólafsson eftir því að 3. mál 2409. fundar bæjarráðs yrði tekið til umræðu aftur og varð forseti við því.
Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 21.20.
Elsa Valgeirsdóttir
Arnar Sigurmundsson
Guðmundur Þ.B. Ólafsson
Ragnar Óskarsson
Georg Þór Kristjánsson
Ólafur Lárusson
Guðjón Hjörleifsson