Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1239

26.06.1997

Bæjarstjórn

1239. fundur.

Ár 1997, fimmtudaginn 26. júní kl. 18.00 var fundur haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja í Safnahúsinu.

Forseti bæjarstjórnar, Ólafur Lárusson, stjórnaði fundi og fundargerð ritaði Páll Einarsson.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Guðjóns Hjörleifssonar bæjarstjóra.

Fyrir var tekið:

Í upphafi fundar minntist forseti bæjarstjórnar Þorsteins Sigurðssonar með eftirfarandi orðum:

“Þann 19. júní sl. andaðist á Hraunbúðum Þorsteinn Sigurðsson fyrrverandi bæjarfulltrúi. Þorsteinn var bæjarfulltrúi frá 1950 - 1954. Þorsteinn fæddist 14. nóvember 1913 hér í Vestmannaeyjum. Þorsteinn lauk prófi í trésmíði og fékk sveinsbréf 1936 og meistararéttindi hlaut hann 1943 og starfaði hann að húsasmíðum í nokkur ár. Hann var yfirverkstjóri í Hraðfystistöð Vestmannaeyja hjá Einari Sigurðssyni en stofnaði Fiskiðjuna hf. með öðrum 1952. Þorsteinn sat í stjórn Fikimjölsverksmiðujunnar frá 1957 og er framkvæmdastjóri frá 1960 - 1985. Stóð að útgerð Ófeigs með Ólafi Sigurðssyni skipstjóra frá 1947. Þorsteinn var formaður félagsins Agóges og forseti Rótaryklúbbs Vestmannaeyja. Hann var heiðursfélagi í báðum þessum félögum. Auk þessa hafði Þorsteinn mikinn áhuga á ýmsum menningarmálum. Ég vil biðja bæjarfulltrúa að rísa úr sætum og votta hinum látna virðingu sína.”

Bæjarfulltrúar risu úr sætum í virðingu við hinn látna.

Var nú gengið til dagskrár.

1. mál. Fundargerðir skipulagsnefndar.

a) Fundur haldinn 22. maí sl.

Fram kom tillaga frá Guðjóni Hjörleifssyni um að 2. máli fundargerðarinnar yrði vísað aftur til skipulagsnefndar.

Samþ. með 5 atkv., 2 á móti.

Guðmundur Þ. B. Ólafsson og Svanhildur Guðlaugsdóttir óska að bóka: “Greiðum atkvæði á móti þar sem við erum sammála ályktun skipulagsnefndar„.

Aðrir liðir nefndarinnar, 1. mál og 3. - 17. mál, voru síðan samþ. með 7 samhl. atkv.

b) Fundur haldinn 12. júní sl.

Liðir 1 - 11 voru samþ. með 7 samhl. atkv.

2. mál. Fundargerð hafnarstjórnar:

a) Fundur haldinn 30. maí sl.

Liðir 1 - 5 voru samþ. með 7 samhl. atkv.

3. mál. Fundargerðir bæjarráðs:

a) 2395. fundur frá 15. maí sl.

1. liður: Upplesið.

1. liður. Samþ. með 7 samhl. atkv.

b) 2396. fundur frá 21. maí sl.

1. liður: Upplesið

2. liður: Upplesið

3. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

4. liður: Upplesið

5. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

6. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

7. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

8. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

c) 2397. fundur frá 27. maí sl.

1. liður: Upplesið.

2. liður: Upplesið.

3. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

4. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

5. liður: Upplesið.

6. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

7. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

8. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

9. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

10. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

d) 2398. fundur frá 4. júní sl.

1. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

2. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

3. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

4. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

5. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

6. liður: Upplesið.

7. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

8. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

9. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

10. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

11. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

12. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

13. liður: Upplesið.

14. liður: Upplesið.

e) 2399. fundur frá 11. júní sl.

1. liður: Upplesið

2. liður: Upplesið

3. liður: Upplesið

4. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

5. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

6. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

7. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

8. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

9. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

10. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

f) 2400. fundur frá 16. júní sl.

1. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

2. liður: Samþ. með 6 atkv., 1 fjarv.

3. liður: Samþ. með 6 atkv., 1 fjarv.

g) 2401. fundur frá 24. júní sl.

1. liður: Samþ. með 6 atkv., 1 fjarv.

2. liður: Upplesið.

3. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

4. liður: Ályktun bæjarráðs var breytt sem hér segir: “Bæjarráð frestar málinu sbr. 3. mál hér að framan og samþ. að leita eftir fresti á dagsetningu varðandi umrædda umsögn

Samþ. með 7 samhl. atkv.

5. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

6. liður: Upplesið.

7. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

8. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

9. liður: Upplesið.

10. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

11. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

12. liður: Samþ. með 7 samhl. atkv.

13. liður: Upplesið.

4. mál. Kosning forseta bæjarstjórnar og ritara.

a) Ólafur Lárusson fékk 4 atkvæði, 3 seðlar voru auðir, sem forseti bæjarstjórnar.

b) Arnar Sigurmundsson fékk 4 atkvæði, 3 seðlar voru auðir, sem 1. varaforseti bæjarstjórnar.

c) Guðmundur Þ. B. Ólafsson fékk 7 atkvæði sem 2. varaforseti bæjarstjórnar.

d) Fram komu eftirfarandi tilnefningar til ritara bæjarstjórnar:

Aðalmenn: Varamenn:

Elsa Valgeirsdóttir Arnar Sigurmundsson

Ragnar Óskarsson Georg Þór Kristjánsson

Samþ. með 7 samhl. atkv.

5. mál. Kosning í bæjarráð til eins árs:

Fram komu eftirfarandi tilnefningar:

Aðalmenn: Varamenn:

Elsa Valgeirsdóttir Ólafur E. Lárusson

Guðjón Hjörleifsson Arnar Sigurmundsson

Ragnar Óskarsson Guðmundur Þ.B. Ólafsson

Samþ. með 7 samhl. atkv.

6. mál. Kosning í nefndir til eins árs:

Fram komu eftirfarandi tilnefningar:

Brunavarnanefnd:

Aðalmenn:

Birkir Agnarsson, netagerðarmeistari, Bröttugötu 25.

Einar Örn Arnarsson, nemi, Faxastíg 45

Guðmundur Jóhannsson, framkvæmdastjóri, Foldahrauni 30.

Tilnefndur af Brunavarðafélagi Vestmannaeyja:

Ástþór Rafn Pálsson, Heiðarvegi 20.

Varamenn:

Sigurjón Þorkelsson, bifreiðarstjóri, Foldahrauni 41 1a

Guðmundur Ólafsson,verkamaður, Ásavegi 32

Höskuldur Kárason, forstöðumaður, Hrauntúni 41.

Tilnefndur af Brunavarðafélagi Vestmannaeyja:

Jóhann Freyr Ragnarsson, kaupmaður, Illugagötu 15

Íþrótta- og æskulýðsráð:

Aðalmenn:

Ólafur Einar Lárusson, kennari, Vestmannabraut 63a

Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri, Ásavegi 26

Bragi Ingiberg Ólafsson, umdæmisstjóri, Kirkjuvegi 49

Björgvin Eyjólfsson, kennari, Dverghamri 1

Þór Ísfeld Vilhjálmsson, verkstjóri, Hraunslóð 1

Varamenn:

Katrín Harðardóttir, kennari, Kirkjuvegi 80

Elsa Valgeirsdóttir, verkakona, Stóragerði 12

Einar Örn Arnarsson, nemi, Faxastíg 45

Birgir Guðjónsson, netagerðarmaður, Áshamri 6

Katrín Freysdóttir, meðferðarfulltrúi, Hásteinsvegi 55

Menningarmálanefnd:

Aðalmenn:

Unnur Tómasdóttir, kennari, Bröttugötu 29.

Magnús Þór Jónasson, framkvæmdastjóri, Höfðavegi 28

Hjálmfríður R Sveinsdóttir, skólastjóri, Hrauntúni 73

Varamenn:

Októvía Andersen, skrifstofumaður, Bröttugötu 8

Jenný Jóhannsdóttir, húsmóðir, Búastaðabraut 8

Ragnar Óskarsson, kennari, Hásteinsvegi 28

Skoðunarmenn til eins árs:

Aðalmenn:

Sigurður Einarsson, framkvæmdastjóri, Birkihlíð 17

Gísli Geir Guðlaugsson, vélvirki, Birkihlíð 23

Varamenn:

Sigurbjörg Axelsdóttir, kaupmaður, Hátúni 12

Þuríður Helgadóttir, skrifstofustjóri, Hólagötu 44.

Starfskjaranefnd:

Aðalmenn:

Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri, Ásavegi 26

Svanhildur Guðlaugsdóttir, verzlunarstjóri, Kirkjubæjarbraut 3

Tilnefnd af Starfsmannafélagi Vestmannaeyjabæjar:

Þorgerður Jóhannsdóttir, Bessahrauni 8.

Varamenn:

Ólafur Einar Lárusson, kennari, Vestmannabraut 63a.

Georg Þór Kristjánsson, verzlunarstjóri, Bárustíg 13

Tilnefnd af Starfsmannafélagi Vestmannaeyjabæjar:

Bryndís Guðjónsdóttir, starfsmaður leikskóla, Foldahrauni 39e

Sigurður Elíasson, hafnarvörður, Illugagötu 39

Stjórn Bæjarveitna:

Aðalmenn:

Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri, Ásavegi 26, formaður.

Arnar Sigurmundsson, framkvæmdastjóri, Bröttugötu 30

Grímur Gíslason, vélstjóri, Hrauntúni 1

Guðmundur Þ.B. Ólafsson, tómstunda- og íþróttafulltrúi, Hrauntúni 6

Georg Þór Kristjánsson, verzlunarstjóri, Bárustíg 13

Varamenn:

Bragi Ingiberg Ólafsson, umdæmisstjóri, Kirkjuvegi 49

Kristján Gunnar Ólafsson, umboðsmaður, Höfðavegi 33.

Sveinn Tómasson, útsölustjóri, Brekkugötu 15

Ástvaldur Valtýsson, fiskverkandi, Hrauntúni 37

Stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Vestmannaeyjabæjar:

Aðalmaður:

Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri, Ásavegi 26, formaður.

Edda Guðríður Ólafsdóttir, skrifstofustjóri, Bröttugötu 19

Tilnefnd af Starfsmannafélagi Vestmannaeyjabæjar:

Þorgerður Jóhannsdóttir, form. Starfsmfél. Vestm.bæjar, Bessahrauni 8

Varamaður:

Guðný Bjarnadóttir, ljósmóðir, Illugagötu 75

Tilefnd af Starfsmannafélagi Vestmannaeyjakaupstaðar:

Hrefna Baldvinsdóttir, launafulltrúi, Hrauntúni 65.

Valtýr Snæbjörnsson, fv. byggingafulltrúi, Kirkjuvegi 70a

Stjórn Sparisjóðs Vestmannaeyja:

Aðalmenn:

Arnar Sigurmundsson, framkvæmdastjóri, Bröttugötu 30.

Ragnar Óskarsson, kennari, Hásteinsvegi 28.

Varamenn:

Októvía Andersen, skrifstofumaður, Bröttugötu 8.

Hörður Þórðarson, leigubifeiðarstjóri, Búhamri 72

KJÖRSTJÓRNIR VIÐ ALÞINGIS- OG FORSETAKOSNINGAR

Undirkjörstjórnir:

Aðalmenn:

Georg Kristinn Lárusson, sýslumaður, Sólhlíð 17

Atli Aðalsteinsson, skrifstofustjóri, Túngötu 7.

Jón Ingi Hauksson, héraðsdómslögmaður, Vestmannabraut 11

Varamenn:

Ólafur Elísson, lögg. endurskoðandi, Kirkjubæjarbraut 6.

Hörður Óskarsson, fjármálastjóri, Hrauntúni 12.

Jakob J Möller, verkstjóri, Hólagötu 19

Kjördeildir:

1. kjördeild.

Aðalmenn:

Kristín Eggertsdóttir, bókhaldsfulltrúi, Búhamri 21

Ingibjörg Birna Sigursteinsdóttir, skrifstofumaður, Illugagötu 48.

Sigríður Kristín Finnbogadóttir, bankastarfsmaður, Höfðavegi 45.

Varamenn:

Einar Bjarnason, starfsmannastjóri, Áshamri 12.

Þuríður Guðjónsdóttir, húsfreyja, Áshamri 17

Björn Elíasson, kennari, Fjólugötu 1.

2. kjördeild.

Aðalmenn:

Gísli Valtýsson, prentsmiðjustjóri, Höfðavegi 42.

Páll Einarsson, bæjarritari, Illugagötu 23.

Karl Jónsson, fv. lögregluvarðstjóri, Strembugötu 19.

Varamenn:

Kristín Haraldsdóttir, bankastarfsmaður, Sóleyjargötu 3

Kristrún Axelsdóttir, húsmóðir, Smáragötu 1.

Nanna Þóra Áskelsdóttir, bókasafnsfræðingur, Hásteinsvegi 22

Tilnefningar voru samþ. með 7 samhl. atkv.

7. mál. Ársreikningar bæjarsjóðs og stofnana hans 1996:

- síðari umræða-

Svohljóðandi bókun barst:

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska að bóka:

Ársreikningar bæjarsjóðs og stofnana hans vegna ársins 1996 gefa til kynna að heildarstaða Vestmannaeyjabæjar er mjög sterk.

Rekstur bæjarsjóðs skilaði 87 milljónum, gjaldfærð fjárfesting varð 69 milljónir og eignfærð fjárfesting 46 milljónir. Almennt voru málaflokkar innan fjárhagsáætlunar, en breyting varð með yfirtöku grunnskólans þannig að aukinn kostnaður varð í skólamálum en auknar skatttekjur komu á móti.

Skuldastaðan er viðunandi og eru engin lán í vanskilum og ekki greiddir dráttarvextir á árinu.

Helstu framkvæmdir voru í uppbyggingu tölvukerfis bæjarsjóðs, uppgjör vegna byggingar verknámsálmu Framhaldsskólans og kaup á félagsheimilum Þórs og Týs, en sameining félaganna á eflaust eftir að verða mikil lyftistöng fyrir íþróttalíf í Eyjum.

Rekstur hafnarinnar var viðunandi, en árið einkenndist af miklum framkvæmdum og má búast við miklum framkvæmdum á næstu árum.

Rekstur félagslegra íbúða er sem fyrr nokkur baggi á bæjarsjóði. En með skuldbreytingu á lánum vegna Sólhlíðar 19 og myndarlegri uppbyggingu fyrir aldraða þar, má ætla að reksturinn lagist verulega.

Rekstur Bæjarveitna var með ágætum á árinu 1996. Er nú svo komið að frá og með 1. júlí nk. verður unnt að lækka kostnað við hitun íbúðarhúsnæðis með hitaveitu um 30% og rafhitun um 20%.

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins líta björtum augum til framtíðarinnar. Reikningar ársins gefa tilefni til bjartsýni og munum við starfa áfram af ábyrgð og heilindum, bæjarfélaginu til heilla.

Guðjón Hjörleifsson (sign.) Elsa Valgeirsdóttir (sign.), Ólafur E. Lárusson (sign.), Arnar Sigurmundsson (sign.)

Svohljóðandi bókun barst:

Í fyrirliggjandi ársreikningum fyrir árið 1996 sem nú eru til afgreiðslu hjá bæjarstjórn kemur fram að mjög mikil breyting hefur orðið á rekstrinum og hann aukist m.a. með yfirtöku bæjarins á grunnskólunum frá ríki. Allur samanburður á milli ára er mjög varhugaverður og svo mun einnig verða vegna reikninga yfirstandandi árs, en skatttekjur bæjarins aukast umtalsvert með yfirtöku grunnskólanna. Það er hinsvegar vert að benda á samanburðartölur í reikningunum, um þá gífurlega skattaaukningu á bæjarbúa, sem sjálfstæðismenn hafa staðið fyrir allt frá árinu 1990. Við þeirri skattagleði sjálfstæðismanna höfum við bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalistans ítrekað bent á og varað við. Lykiltölur sem fylgja reikningunum staðfesta “gleðskapinn„ svo ekki verður um villst. Sem kunnugt er, þá hafa fasteignatengdir skattar verið stórauknir og nýir lagðir á, í valdatíð sjálfstæðismanna. Fasteignagjöldin hækkuðu á einu bretti um heil 20%, sorppokagjald hækkaði yfir 50%, árlegt 10 millj. holræsagjald er lagt á í skjóli væntanlegs átaks í holræsamálum, sem lítið hefur farið fyrir og síðan vandræðabarnið sorpeyðingargjaldið, sem engin sátt er um, hvorki hjá stjórnendum bæjarins né bæjarbúum. Nefnd hefur verið að störfum um árabil til að flikka uppá ósköpin, en lítið gengið sem von er og meiga þeir sem greiða óskaskatta Sjálfstæðismanna, sitja eftir með sárt ennið. Sorpmál bæjarins er auðvitað kapítuli útaf fyrir sig. Það kostaði bæjarbúa um 57 millj. á seinasta ári samkvæmt fyrirliggjandi reikningum að hirða og eyða úgangnum í bænum og er þá brotajárn, einnotaumbúðir, hirðing frá fyrirtækjum og annað, ekki meðtalið. Skuldir “mengunarlausu„ stöðvarinnar eru samkvæmt reikningunum 180 milljón krónur og á enn eftir að bæta við, þar sem nauðsynleg flokkunarstöð, sem byggja verður svo apparatið gangi, yfir 20 milljón krónum, samkvæmt samþykktu tilboði. Samtals mun þessi “mengunarlausa„ stöð kosta bæjarbúa yfir 200 milljón krónur þegar upp verður staðið. Þegar allt er lagt saman mun úrgangslosun bæjarbúa, kosta bæjarbúa um 67 milljónir á ári, að meðtöldu holræsagjaldinu. Það kostar bæjarbúa um 184 þúsund krónur hvern einasta dag ársins, að losna við úrganginn og er þá hirðing frá fyrirtækjum ekki meðtalin. Í reikningunum kemur fram að nettó skuldir aukast um 36 milljónir milli ára og er vert að taka undir áhyggjur kjörinna endurskoðenda um skuldaaukningu bæjarins undanfarinna ára. Brúttó skuldir voru 393 milljónir í árslok 1993, 503,5 milljónir 1994, 574,7 milljónir 1995 og nú 584 milljónir samkvæmt fyrirliggjandi reikningum. Peningaleg staða bæjarsjóðs, versnar um rúmar 36 milljónir á milli ára og er hún samkvæmt reikningunum neikvæð um 448 milljón krónur. Skuldir veitnanna lækka og er vert að lýsa ánægju sinni með það. Skuldamál veitnanna hafa verið tekin til endurskoðunar nýlega, með skuldbreytingum yfir í hagkvæmari og lengri lán, sem hafa gert það að verkum að svigrúm hefur skapast til lækkunar á gjaldskrá til hitunar á íbúðarhúsnæði. Gæta þarf fyllsta aðhalds, svo þær forsendur, sem eru fyrir aðgerðum bæjaryfirvalda, fyrir lækkun gjaldskrár, bresti ekki.

Við afgreiðslu á ársreikningunum munu undirritaðir bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalistans, sitja hjá við afgreiðslu á reikningi fyrir bæjarsjóð, en samþykkja reikninga stofnana hans, með þeim fyrirvörum sem við höfum fyrr sett fram, við afgreiðslu á gjaldskrám og skattlagningu stofnanna.

Vestmannaeyjum 26. júní 1997

Guðmundur Þ.B. Ólafsson (sign.) Svanhildur Guðlaugsdóttir (sign.)

Var nú gengið til atkvæða:

a) Ársreikningur bæjarsjóðs Vestmannaeyja 1996:
Niðurstöðutölur reksturs:
Sameiginlegar tekjur (nettó) kr. 621.264.186
Rekstrartekjur umfram gjöld kr. 87.088.317
Gjaldfærð fjárfesting (nettó) kr. 68.639.252
Eignfærð fjárfesting (nettó) kr. 45.933.995
Niðurstöðutölur efnahags kr. 1.001.553.723
Eigið fé alls kr. 417.472.968
Samþykkt með 4 atkvæðum, 3 sátu hjá
b) Ársreikningur hafnarsjóðs Vestmannaeyja 1996:
Niðurstöðutölur reksturs:
Rekstrartekjur kr. 120.963.579
Tap ársins kr. 82.591.915
Niðurstöðutölur efnahags kr. 1.013.075.864
Eigið fé alls kr. 800.117.076
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
c) Ársreikningur félagslegra íbúða 1996:
Niðurstöðutölur reksturs:
Rekstrartekjur kr. 16.312.964
Tap ársins kr. 12.568.588
Niðurstöðutölur efnahags kr. 192.396.538
Eigið fé, neikvætt kr. 136.223.863
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
d) Ársreikningur Rafveitu Vestmannaeyja 1996:
Niðurstöðutölur reksturs:
Rekstrartekjur kr. 198.682.591
Hagnaður ársins kr. 8.015.515
Niðurstöðutölur efnahags kr. 332.969.962
Eigið fé alls kr. 281.033.248
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
e) Ársreikningur Hitaveitu Vestmannaeyja 1996:
Niðurstöðutölur reksturs:
Rekstrartekjur kr. 145.182.045
Tap ársins kr. 1.501.169
Niðurstöðutölur efnahags kr. 550.681.470
Eigið fé, neikvætt kr. 77.844.241
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
f) Ársreikningur Vatnsveitu Vestmannaeyja 1996:
Niðurstöðutölur reksturs:
Rekstrartekjur kr. 37.501.461
Hagnaður ársins kr. 12.613.619
Niðurstöðutölur efnahags kr. 285.435.461
Eigið fé alls kr. 275.889.820
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
g) Ársreikningur Sorpeyðingarstöðvar Vestmannaeyja 1996:
Niðurstöðutölur reksturs:
Rekstrartekjur kr. 50.850.713
Hagnaður ársins kr. 1.366.253
Niðurstöðutölur efnahags kr. 141.610.356
Eigið fé, neikvætt kr. 39.095.526
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
h) Ársreikningur Lífeyrissjóðs starfsm. Vestm.bæjar 1996:
Niðurstöðutölur reksturs:
Lækkun á hreinni eign á árinu kr. 304.395
Niðurstöðutölur efnahags kr. 97.474.343
Hrein eign kr. 97.474.343
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

FLEIRA EKKI BÓKAÐ. FUNDI SLITIÐ KL. 20.10.

Elsa Valgeirsdóttir

Arnar Sigurmundsson

Ólafur E. Lárusson

Georg Þór Kristjánsson

Svanhildur Guðlaugsdóttir

Guðmundur Þ. B. Ólafsson

Guðjón Hjörleifsson


Jafnlaunavottun Learncove