Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1237

17.04.1997

BÆJARSTJÓRN

1237. fundur.

Ár 1997, fimmtudaginn 17. apríl kl. 18.00 var fundur haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja í Safnahúsinu.

Forseti bæjarstjórnar Ólafur Lárusson, stjórnaði fundi en fundargerð ritaði Magnús Þorsteinsson.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Guðjóns Hjörleifssonar bæjarstjóra.

Fyrir var tekið:

1. mál.

Fundargerð skipulagsnefndar:

Fundur haldinn 10. apríl sl.

Liðir 1-17 samþykktir með 6 atkvæðum, einn fjarverandi.

Guðjón Hjörleifsson vék af fundi í þessu máli.

2. mál.

Fundargerðir hafnarstjórnar:

a) Fundur haldinn 11. mars sl.

Liðir 1-5 samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

b) Fundur haldinn 14. apríl sl.

Liður 1-5 samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum.

3. mál.

Fundargerðir bæjarráðs:

a) 2389. fundur frá 9. apríl sl.

1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

2. liður: Upplesið.

3. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

b) 2390. fundur frá 15. apríl sl.

1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

2. liður: Tillaga frá Guðmundi Þ.B. Ólafssyni var borin til atkvæða:

“Bæjarráð samþykkir að gengið verði nú þegar frá þeim atriðum sem ófrágengin eru í umræddu samkomulagi og gert verði ráð fyrir þeim breytingum í fjárhagsáætlun. Samkomulagið hefur þegar verið samþykkt af umræddum íþróttafélögum sem og hefur bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkt samkomulagið með atkvæðum allra bæjarfulltrúa.”

Tillagan var felld með 4 atkvæðum gegn 3 atkvæðum.

Svohljóðandi tillaga barst frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. “Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að ljúka frágangi samnings um greiðslur bæjarins fyrir afnot skv. 1. lið í samkomulagi bæjarstjórnar og viðræðunefndar Týs og Þórs 22. október 1996 í samræmi við fjárveitingu í fjárhagsáætlun 1997 nettó og leggja fyrir bæjarráð.”

Ólafur Lárusson, sign.

Guðjón Hjörleifsson, sign.

Elsa Valgeirsdóttir, sign.

Arnar Sigurmundsson, sign.

Tillagan var samþykkt með 4 atkvæðum, 3 á móti.

Svohljóðandi bókun barst frá fulltrúum V-listans.

“Greiðum atkvæði gegn tillögunni þar sem hún gerir ráð fyrir endanlegri upphæð sem bæjaryfirvöld ætla að gera ráð fyrir í umræddum samningi. Með fyrirfram ákveðinni fjárupphæð er verið að koma að viðkomandi samningsgerð með óvenjulegum hætti og allt öðrum en gefið var í skyn þegar samkomulag var undirritað 22. október 1996 um rekstur umræddra íþróttamannvirkja.”

Guðmundur Þ.B. Ólafsson, sign.

Hörður Þórðarson, sign.

Seinni liður 2. máls samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.

3. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

4. liður: Upplesið.

5. liður: Upplesið.

6. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

9. liður: Upplesið.

10. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

11. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

12. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

13. liður: Þegar afgreitt.

14. liður: Þegar afgreitt.

4. mál.

Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs og stofnana hans 1997.

- Síðari umræða -

Svohljóðandi bókun barst frá fulltrúum V-listans.

“Fjárhagsáætlun sú sem nú er til afgreiðslu er alfarið lögð fram og unnin af bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins og á þeirra ábyrgð. Tekjuáætlunin byggist á áður samþykktum álagningarreglum meirihlutans.

Áætlunin gerir ráð fyrir að viðhalda þeim auknu álögum sem bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, hafa lagt á bæjarbúa í meirihlutatíð þess flokks, frá árinu 1990. Uppspretta nýrra og hærri skatta hafa verið helstu úrræði meirihlutans á stjórnarferlinum, í árangurslítilli tilraun við að ná tökum á fjármálum bæjarins. Má þar nefna nýja skatta eins og sorpeyðingargjald og holræsagjald, og samhliða því hafa aðrir fasteignatengdir skattar verið hækkaðir um tugi prósenta. Eins og áður hefur verið bent á munu skattar þeir sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur aukið eða stofnað til, gefa auknar tekjur til bæjarins um tugi milljóna króna á ársgrundvelli, umfram það sem viðgekkst fyrir valdatímabil Sjálfstæðisflokksins, og er þá einungis verið að ræða um fasteignatengda skatta.

Sem fyrr, hafa bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins valið þá leið að hleypa öðrum bæjarfulltrúum ekki að fjárhagsáætlunargerðinni, en leggja hana í heild sinni fram, einir og sér. Í ljósi þessa og þeirrar áherslu, sem tekjuáætlunin gengur út á, þar sem viðhaldið er aukinni skattheimtu á heimilin í bænum og í framhaldi af ofanrituðu, munu undirritaðir bæjarfulltrúar í Vestmannaeyjalistans sitja hjá við afgreiðslu á fjárhagsáætluninni fyrir bæjarsjóð. Við samþykkjum fjárhagsáætlun fyrir stofnanir bæjarins með þeim fyrirvörum sem við höfum áður sett fram.”

Vestmannaeyjum, 17. apríl 1997.

Guðmundur Þ.B. Ólafsson (sign.)

Hörður Þórðarson (sign.)

Svohljóðandi bókun barst:

“Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska bókað við afgreiðslu fjárhagsáætlunarinnar.

Fjárhagsáætlun sem lögð er fram til fyrri umræðu er með hefðbundnum hætti. Bæjarstjóri og bæjarritari hafa rætt við forstöðumenn stofnana um rekstur og hefur sú niðurstaða verið kynnt.

Tekjuáætlun: Útsvarsprósenta verður 11,19%, sem er sú lægsta sem lög heimila og niðurstaða útsvarstekna byggist á uppreikningi áætlaðrar niðurstöðu ársins 1996 eftir breytingu á útsvarsprósentu vegna yfirtöku á rekstri grunnskólanna.

Mestu tekjurnar eru útsvarstekjur og eru þær áætlaðar 623 milljónir króna en þar af fara 43 milljónir í jöfnunarsjóð vegna uppbyggingar grunnskólanna.

Ljóst er að atvinnumál í Eyjum eru í góðu jafnvægi og tekjur hafa aukist einna mest á landinu hér í Eyjum á síðustu 2 árum.

Fasteignaskattur er áætlaður tæpar 92 milljónir.

Ekki er lagður sérstakur skattur á verslunar- og skrifstofuhúsnæði og er Vestmananeyjabær einn fárra kaupstaða sem ekki leggur þann skatt á.

Holræsagjald nemur 9,8 milljónum króna.

Jöfnunarsjóðsframlag og þjónustuframlag er tæpar 25 milljónir.

Heildarniðurstaða í sameiginlegum tekjum er kr. 705.700.000.-

Gjaldfærð fjárfesting: Gjaldfærð fjárfesting bæjarsjóðs er brúttó tæpar 55 milljónir en þar af nemur gatnagerðaráætlun tæpum 16 milljónum og reiknað er með 3 milljónum í gatnagerðargjöld.

Eignfærð fjárfesting: Miklar framkvæmdir verða á árinu, án þess að skuldir verði auknar. Í eignfærðu fjárfestingunni er gert ráð fyrir tæpum 76 milljónum (brúttó). Þessir liðir eru framkvæmdir við Hraunbúðir, þar sem fjölgað verður einbýlum, eldra húsnæði Barnaskóla Vestmannaeyja, þar sem kennslustofum verður fjölgað, framkvæmdir við Listaskóla Vestmannaeyja sem hefur göngu sína í haust, uppbygging Landlystar miðað við að mótframlag komi úr Húsafriðunarsjóði, kaup á íþróttamannvirkjum skv. áður samþykktum samningi ásamt föstu framlagi í félags- og búningsaðstöðu við Hásteinsvöll.

Þá er einnig gert ráð fyrir að selja fasteignir fyrir 9 milljónir króna.

Einnig mun ríkissjóður gera upp við bæjarsjóð vegna framkvæmda við verknámsálmu Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum.

Hjá hafnarsjóði er ber hæst smíði nýs lóðs, dýpkun í Friðarhöfn, kaup á stálþili, tengibraut á Eiðinu, smábátaaðstaða, farmskipakantur og kaup á pallvog.

Há Bæjarveitum Vestmannaeyja eru helstu framkvæmdir hitaveitu nýframkvæmdir í dreifikerfi ásamt hlutdeild í tengingu Tangagötu 1 við vélasal. Helstu framkvæmdir rafveitu eru: Lagning háspennustrengs frá Fiskiðju að FES, og uppbygging spennistöðvar í Vinnslustöð ásamt fjárfestingum í dreifikerfi, bifreiðakaupum og hlutdeild í tengingu Tangagötu 1 við vélasal.

Hjá vatnsveitu verður settur fjarstýribúnaður o.fl. í dælustöð á landi ásamt bifreiðakaupum fyrir starfsmann veitunnar þar.

Lokaorð: Eins og fram kemur í áætluninni er rekstur bæjarsjóðs og stofnana að undanskildu félagslega íbúðakerfinu í mjög góðu jafnvægi og ef fram heldur sem horfir, þá verður hægt að framkvæma töluvert á hverju ári án viðbótarskuldbindinga. Það er ljóst að sú þjónusta sem boðið er upp á af Vestmannaeyjabæ er eins sú besta á landinu og mun meirihluti Sjálfstæðisflokksins halda áfram á sömu braut til þess að gera góðan bæ betri.

Guðjón Hjörleifsson, sign.

Elsa Valgeirsdóttir, sign.

Arnar Sigurmundsson, sign.

Ólafur Lárusson, sign.

1: Fjárhagsáætlun Bæjarsjóðs Vm. 1997:
Niðurstaða reksturs kr. 1.052.867.000
Til eignabreytinga frá rekstri kr. 114.725.000
Gjaldfærður stofnkostnaður (nettó) kr. 52.158.000
Eignfærður stofnkostnaður (nettó) kr. 61.300.000
Gjöld alls kr. 1.071.100.000
Tekjur alls kr. 1.072.367.000
Tekjur umfram gjöld kr. 1.267.000
Niðurstöðutölur fjármagnsyfirlits kr. 88.500.000
Samþ. með 4 atkv. 3 sátu hjá

2: Fjárhagsáætlun Hafnarsjóðs Vm. 1997
Niðurstöðutölur reksturs: Tekjur kr. 117.370.000
Gjöld kr. 101.919.000
Heildarniðurstaða kr. 208.119.000
Samþ. með 7 samhljóða atkvæðum

3: Fjárhagsáætlun Húsnæðisnefndar Vm. 1997
Niðurstöðutölur reksturs: Tekjur kr. 11.600.000
Gjöld kr. 33.716.000
Heildarniðurstaða kr. 52.036.000
Samþ. með 7 samhljóða atkvæðum

4: Fjárhagsáætlun Sorpeyðingarst. Vm. 1997
Niðurstöðutölur reksturs: Tekjur kr. 54.053.000
Gjöld kr. 45.331.000
Heildarniðurstaða kr. 54.053.000
Samþ. með 7 samhljóða atkvæðum

5. Fjárhagsáætlun Fjarhitunar Vm. 1997
Niðurstöðutölur reksturs: Tekjur kr. 157.618.000
Gjöld kr. 122.839.000
Heildarniðurstaða kr. 197.251.000
Samþ. með 7 samhljóða atkvæðum

6. Fjárhagsáætlun Vatnsveitu Vm. 1997
Niðurstöðutölur reksturs: Tekjur kr. 39.110.000
Gjöld kr. 27.563.000
Heildarniðurstaða kr. 39.810.000
Samþ. með 7 samhljóða atkvæðum

7. Fjárhagsáætlun Rafveitu Vm. 1997
Niðurstöðutölur reksturs: Tekjur kr. 206.854.000
Gjöld kr. 180.499.000
Heildarniðurstaða kr. 210.754.000
Samþ. með 7 samhljóða atkvæðum

5. mál.

3ja ára áætlun bæjarsjóðs 1997-1999.

- Síðari umræða -

Gengið var til atkvæða. Áætlunin var samþykkt með 4 atkvæðum, 3 sátu hjá.

Fulltrúar V-listans Guðmundur og Hörður vísa í bókun í fjárhagsáætlun.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 21.00.

Guðmundur Þ.B. Ólafsson

Elsa Valgeirsdóttir

Arnar Sigurmundsson

Ólafur Lárusson

Hörður Þórðarson

Georg Þór Kristjánsson

Guðjón Hjörleifsson


Jafnlaunavottun Learncove