Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1233
BÆJARSTJÓRN
1233. fundur.
Ár 1996, þriðjudaginn 10. desember kl. 16.00 var haldinn aukafundur í bæjarstjórn Vestmannaeyja í fundarsal Ráðhússins.
Forseti bæjarstjórnar, Ólafur Lárusson, stjórnaði fundi og fundargerð ritaði Páll Einarsson.
Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Guðjóns Hjörleifssonar, bæjarstjóra.
Fyrir var tekið:
1. mál.
Samningur milli Vestmannaeyjabæjar og félagsmálaráðuneytisins um yfirtöku sveitarfélagsins á málefnum fatlaðra.
Fyrirliggjandi samningsdrög voru samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum og var bæjarstjóra falið að undirrita samninginn.
2. mál.
Bréf frá Íþróttafélaginu Þór.
Bréfið er dagsett 5. desember sl. og þar kemur fram að aðalfundur félagsins hefði samþykkt samkomulag Þórs og Týs við bæjarstjórn Vestmannaeyja.
3. mál.
Álagning gjalda fyrir árið 1997.
Svohljóðandi tillaga var lögð fyrir um álagningu gjalda fyrir árið 1997:
"Álagning útsvars, fasteignagjalda, holræsagjalds og sorpeyðingargjalda árið 1997:
a) Bæjarstjórn samþykkir að útsvar fyrir árið 1997 verði 11,19% með fyrirvara um breytingar á lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Álagning frá árinu 1996 verður óbreytt, eða 8,4%, en að auki bætast 2,79% við vegna yfirtöku grunnskólans og lækkar hluti ríkisins í staðgreiðslu á móti.
b) Bæjarstjórn samþykkir að fasteignaskattur fyrir árið 1997 breytist á fasteignum, lóðum, lendum og hlunnindum sem nemur breytingu á fasteignamati þann 1. desember 1996.
Fasteignaskattur af húsnæði verði eftirfarandi hlutfall af endurstofnverði þeirra samkvæmt lögum um tekjustofna sveitarfélaga nr.90/1990, með síðari breytingum.
1) Íbúðir og íbúðarhús, útihús og mannvirki á bújörðum, sem tengd eru landbúnaði og sumarbústaðir: 0,4%.
2) Allar aðrar fasteignir: 1,35 %.
c) Sérstakur skattur á skrifstofu- og verslunarhúsnæði verður ekki lagður á, en heimilt er að leggja á skatt allt að 1,25 %.
d) Holræsagjald, 0,09 % af fasteignamati húsa og lóða, skv. reglugerð.
Heimild til undanþágu er í samræmi við i) lið hér á eftir.
e) Bæjarstjórn samþykkir að lagt verði óbreytt sorpeyðingargjald á hverja íbúð, kr. 5.000.-, og að sorphirðu- og sorppokagjald verði kr. 2.000.- á hverja íbúð.
Heimild til undanþágu er í samræmi við i) lið hér á eftir.
.
f) Bæjarstjórn felur stjórn Bæjarveitna að gera tillögu um sorpbrennslu - og sorpeyðingargjöld fyrirtækja.
g) Gjalddagar fasteignagjalda á skulu vera tíu þ.e. 15. jan., 15. feb., 15.mars, 15. apríl, 15.maí, 15. júní, 15. júlí, 15. ágúst, 15. sept., 15. okt.
Dráttarvextir reiknast af gjaldföllnum fasteignagjöldum 30 dögum eftir gjalddaga.
h) Bæjarstjórn samþykkir að veittur verði 5% staðgreiðsluafsláttur af fasteignagjöldum, holræsagjöldum og sorpgjöldum skv. b), d), og e) liðum hér að ofan, séu þau að fullu greidd eigi síðar en 15. febrúar 1997.
i) Bæjarstjórn samþykkir að fella niður fasteignagjöld og holræsagjöld ellilífeyrisþega, sem njóta tekjutryggingar, af eigin íbúð, sem þeir búa í.
Ennfremur samþykkir bæjarstjórn með tilliti til 4. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga, að fella niður fasteignaskatt ellilífeyrisþega af eigin íbúð, sem þeir búa í, á eftirfarandi hátt.
1) Fyrir einstakling:
Brúttótekjur 1996 allt að 1065 þús. kr. 100% niðurf.
Brúttótekjur 1996 allt að 1260 þús. kr. 70% niðurf.
Brúttótekjur 1996 allt að 1430 þús. kr. 30% niðurf.
2) Fyrir hjón, sem bæði eru ellilífeyrisþegar:
Brúttótekjur 1996 allt að 1280 þús. kr. 100% niðurf.
Brúttótekjur 1996 allt að 1549 þús. kr. 70% niðurf.
Brúttótekjur 1996 allt að 1755 þús. kr. 30% niðurf.
Við mat á niðurfellingu fasteignaskatts af eigin íbúð 75% öryrkja, sem þeir búa í, skal hafa hliðsjón af fyrrgreindum reglum.
3) Sorphirðu-/sorpeyðingargjald og holræsagjald verði fellt niður eða lækkað í samræmi við ofangreindar reglur hvað varðar eigin íbúð ellilífeyrisþega og 75% öryrkja, sem þeir búa í.
j) Að fasteignaskattur af nýjum húseignum falli niður í allt að tvö ár eftir útgáfu fokheldisvottorðs."
Svohljóðandi bókun barst:
“Bókun frá bæjarfulltrúum Vestmannaeyjalistans:
Með tillögum sem nú eru lagðar fram við álagningu gjalda fyrir árið 1997, er Sjálfstæðisflokkurinn að viðhalda þeim auknu álögum sem lagðar hafa verið á bæjarbúa í meirihlutatíð Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1990. Nýir skattar hafa verið lagðir á, sorpeyðingargjald og holræsagjald, samhliða því sem aðrir fasteignatengdir skattar hafa verið hækkaðir um tugi prósenta. Eins og fyrr hefur verið bent á munu þeir skattar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur aukið eða stofnað til, auka tekjur bæjarsjóðs um tugi milljóna króna á ársgrundvelli og er þá einungis verið að ræða um fasteignatengda skatta.
Þá ber að harma að einu úrræði meirihlutans skuli felast í aukinni skattheimtu á bæjarbúa. Við afgreiðslu á tillögum um álagningu gjalda fyrir árið 1997 munum við samþykkja tillögurnar í a, c, g, h, I og j lið, en greiða atkvæði á móti öðrum liðum tillögunnar, að undanskildum fyrri hlut b liðar, sem við samþykkjum, en greiðum atkvæði á móti hærri álagningarprósentu.”
Vestmannaeyjum, 10. desember 1996.
Guðmundur Þ.B. Ólafsson (sign.)
Svanhildur Guðlaugsdóttir (sign.)
Tillagan var samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum en Guðmundur Þ.B. Ólafsson og Svanhildur Guðlaugsdóttir vísa í bókun hér að ofan þar sem afstaða þeirra til einstakra liða kemur fram.
Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 16.40.
Elsa Valgeirsdóttir
Svanhildur Guðlaugsdóttir
Guðmundur Þ.B. Ólafsson
Ólafur Lárusson
Auróra G. Friðriksdóttir
Guðjón Hjörleifsson
Georg Þór Kristjánsson