Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1232
BÆJARSTJÓRN
1232. fundur.
Ár 1996, fimmtudaginn 28. nóvember kl. 18.00 var fundur haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja í Safnahúsinu.
Forseti bæjarstjórnar, Ólafur Lárusson, stjórnaði fundi en fundargerð ritaði Páll Einarsson.
Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Guðjóns Hjörleifssonar, bæjarstjóra.
Fyrir var tekið:
Leitað var afbrigða til þess að taka endurskoðaða fjárhagsáætlun 1996 sem 3. mál hér á eftir og einnig að taka fundargerð félagsmálaráðs frá 25. nóvember sl. á dagskrá, og þá undir 5. máli 2375. fundar bæjarráðs.
Var það samþykkt.
1. mál.
Fundargerðir bæjarráðs:
a) 2372. fundur frá 7. nóvember sl.
1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
b) 2373. fundur frá 12. nóvember sl.
1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
2. liður: Upplesið.
3. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
6. liður: Upplesið.
7. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
8. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
9. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
10. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
11. liður: Upplesið.
12. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
13. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
14. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
15. liður: Undir þessum lið barst svohljóðandi tillaga:
“Í framhaldi af fundargerð landnytjanefndar frá 30. október sl., 3. mál og bréfum frá Bjarna Sighvatssyni og Ólafi Ólafssyni samþykkir bæjarstjórn Vestmannaeyja að kjósa 5 manna nefnd til að yfirfara alla túnsamninga á Heimaey og skila bæjarstjórn skýrslu um málið innan 3ja mánaða. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn Vestmannaeyja að fresta afgreiðslu seinni hluta 2. máls fundargerðar landnytjanefndar frá 30. október sl.
Bæjarstjórn veitir nefndinni heimild í samráði við bæjarstjóra að leita sérfræðiaðstoðar ef þurfa þykir.
Eftirtaldir aðilar skipi nefndina:
Jóhann Pétursson, lögmaður
Ólafur Ólafsson, bæjartæknifræðingur
Hlynur Gunnarsson, byggingafulltrúi
Stefán G. Gunnarsson, formaður landnytjanefndar
Georg Kr. Lárusson, sýslumaður
Vestmannaeyjum, 28. október 1996.
Guðjón Hjörleifsson (sign.)
Grímur Gíslason (sign.)
Elsa Valgeirsdóttir (sign.)
Ólafur Lárusson (sign.)
Hörður Þórðarson (sign.)
Guðmundur Þ.B. Ólafsson (sign.)
Georg Þór Kristjánsson (sign.)
Tillagan var samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Liðurinn var að öðru leyti samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum.
16. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
c) 2374. fundur frá 14. nóvember sl.
1. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
2. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
d) 2375. fundur frá 19. nóvember sl.
1. liður: Upplesið.
2. liður: Upplesið.
3. liður: Upplesið.
4. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
5. liður: Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
Jafnframt var tekin fyrir fundargerð félagsmálaráðs frá 25. nóvember sl.
Fundargerðin var borin upp í tvennu lagi.
Liðir 1-5 voru samþykkir með 7 samhljóða atkvæðum.
Liður 6 var samþykktur með 5 atkvæðum, 2 á móti.
Guðmundur Þ.B. Ólafsson og Hörður Þórðarson gerðu grein fyrir atkvæði sínu með vísan til umræðunnar á fundinum og bókana fulltrúa Vestmannaeyjalistans í félagsmálaráði.
2. mál.
Breyting á bæjarmálasamþykkt fyrir Vestmannaeyjar:
- Fyrri umræða -
Tekið var fyrir 3. mál 2373. fundar bæjarráðs. Samþykkt var með 7 samhljóða atkvæðum að vísa því til síðari umræðu í bæjarstjórn.
3. mál.
Endurskoðun fjárhagsáætlunar bæjarsjóðs 1996:
Svohljóðandi bókun barst:
“Við afgreiðslu á fjárhagsáætlun ársins bentu bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalistans á, í bókun, að áætlanagerð Sjálfstæðismanna væri mjög ónákvæm svo varlega að orði væri komist og í litlu samræmi við niðurstöðu á rekstri viðkomandi ára.
Sú tillaga sem hér er lögð fram af Sjálfstæðismönnum til endurskoðunar á fjárhagsáætlun árinsins staðfestir svo ekki verður um villst að áætlunargerðin hefur brugðist hrapalega.
Það er ánægjulegt að tekjur aukast án þess að álagningarforsendum hafi verið breytt. Reksturinn fer langt fram úr áætlun, eða um 32,5 millj. kr., svo og gjaldfærður kostnaður sem fer um 6,9 milljónum kr. fram úr áætlun.
Fjárhagsáætlun ársins var alfarið unnin af Sjálfstæðismönnum og á þeirra ábyrgð.
Í framhaldi af ofanrituðu munu undirritaðir bæjarfulltrúar sitja hjá við afgreiðslu á tillögum um endurskoðun á fjárhagsáætluninni að öðru leyti en því sem við höfum þegar samþykkt.”
Guðmundur Þ.B. Ólafsson (sign)
Hörður Þórðarson (sign)
Liðurinn var samþykktur með 4 atkvæðum, 3 sátu hjá.
Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 19.30.
Elsa Valgeirsdóttir
Grímur Gíslason
Georg Þór Kristjánsson
Guðmundur Þ.B. Ólafsson
Hörður Þórðarson
Ólafur Lárusson
Guðjón Hjörleifsson