Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1226

20.06.1996

Bæjarstjórn

1226. fundur.

Ár 1996, fimmtudaginn 20. júní kl.18.00 var fundur haldinn í bæjarstjórn

Vestmannaeyja í Safnhúsinu.

Forseti bæjarstjórnar, Ólafur Lárusson, stjórnaði fundi en fundargerð ritaði Páll

Einarsson.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Guðjóns Hjörleifssonar, bæjarstjóra.

Fyrir var tekið:

1. mál.

Fundargerð byggingarnefndar:

a)

Fundur haldinn 22. maí sl

Liðir 1-11 voru samþ. með 7 samhljóða atkvæðum.

2. mál.

Fundargerð hafnarstjórnar:

a)

Fundur haldinn 4. júní sl.

Liðir 1-4 voru samþ.með 7 samhljóða atkvæðum.

3. mál.

Fundargerðir bæjarráðs:

a)

2352. fundur frá 28. maí sl.

1. liður: Samþ. með 7 samhljóða atkvæðum.

2. liður: Samþ. með 7 samhljóða atkvæðum.

3. liður: Samþ. með 7 samhljóða atkvæðum.

4. liður: Samþ. með 7 samhljóða atkvæðum.

5. liður: Upplesið.

6. liður: Samþ. með 7 samhljóða atkvæðum.

7. liður: Samþ. með 7 samhljóða atkvæðum.

8. liður: Samþ.með 7 samhljóða atkvæðum.

9. liður: Samþ.með 7 samhljóða atkvæðum og verður tekið fyrir sem

5.mál hér síðar á fundinum.

10. liður: Samþ. með 7 samhljóða atkvæðum.

11. liður: Samþ. með 7 samhljóða atkvæðum.

12. liður: Samþ. með 7 samhljóða atkvæðum.

13. liður: Samþ. með 7 samhljóða atkvæðum.

14. liður: Upplesið.

b)

2353. fundur frá 4. júní sl.

1. liður: Samþ. með 7 samhljóða atkvæðum.

2. liður: Samþ. með 7 samhljóða atkvæðum.

3 liður: Samþ. með 7 samhljóða atkvæðum.

4. liður: Samþ. með 7 samhljóða atkvæðum.

5. liður: Upplesið.

6. liður: Samþ. með 7 samhljóða atkvæðum.

7. liður: Samþ. með 7 samhljóða atkvæðum.

8. liður: Samþ. með 7 samhljóða atkvæðum.

c)

2354. fundur frá 10. júní sl.

1. liður: Samþ. með 7 samhljóða atkvæðum.

2. liður: Samþ. með 7 samhljóða atkvæðum.

3. liður: Samþ. með 7 samhljóða atkvæðum.

4. liður: Upplesið.

5. liður: Upplesið.

6. liður: Samþ. með 7 samhljóða atkvæðum.

7. liður: Samþ. með 7 samhljóða atkvæðum.

8. liður: Samþ. með 7 samhljóða atkvæðum.

9. liður: Samþ. með 7 samhljóða atkvæðum.

10. liður :Samþ. með 7 samhljóða atkvæðum.

11. liður:Samþ. með 7 samhljóða atkvæðum.

12. liður: Upplesið.

13. liður: Samþ. með 7 samhljóða atkvæðum.

14. liður: Samþ. með 7 samhljóða atkvæðum.

15. liður:Samþ.með 7 samhljóða atkvæðum.

16. liður: Upplesið.

17. liður: Upplesið.

18. liður: Samþ. með 7 samhljóða atkvæðum.

19. liður: Samþ. með 7 samhljóða atkvæðum.

20. liður: Upplesið.

d)

2355. fundur frá 19. júní sl.

1.liður: Guðmundur Þ.B. Ólafsson tók undir bókanir Ragnars Óskarsonar í málinu

og Georg Þór Kristjánsson tók undir fyrri bókun Ragnars Óskarssonar í bæjarráði.

Samþ.með 7 samhljóða atkvæðum, og verður tekið fyrir sem 4. mál. hér á eftir.

2. liður: Samþ.með 7 samhljóða atkvæðum.

3. liður: Samþ.með 7 samhljóða atkvæðum.

4. liður: Upplesið.

5. liður: Upplesið.

6. liður: Samþ.með 6 atkvæðum,1 fjarverandi.

7. liður: Samþ.með 6 atkvæðum,1 fjarverandi.

8. liður: Upplesið.

9. liður: Samþ.með 7 samhljóða atkvæðum.

10. liður: Samþ.með 7 samhljóða atkvæðum ásamt viðbótarályktun við 3.mál.

fundargerðarinnar: “Bæjarstjórn samþ að gera ráð fyrir fjárveitingu að upphæð

kr. 75.000.- vegna málsins og að gert verði ráð fyrir upphæðinni við endurskoðun

fjárhagsáætlunar ársins 1996.”

4.mál.

Breytingar á bæjarmálasamþykkt fyrir Vestmannaeyjar:

- Fyrri umræða-

Teknar voru fyrir tillögur sbr. 1.mál í fundargerð bæjarráðs frá 19.júni sl.,

2355.fundur.

Samþykkt var með 7 samhljóða atkvæðum að vísa málinu til síðari umræðu

í bæjarstjórn.

Ragnar Óskarsson og Guðmundur Þ.B. Ólafsson gerðu grein fyrir atkvæðum sínum

með vísun í bókun Ragnars Óskarssonar í bæjarráði.

5.mál.

Samningur við félagsmálaráðuneytið um yfirtöku Vestmannaeyjabæjar á málefnum fatlaðra sem reynslusveitafélag.

-Fyrri umræða-

Samþykkt var með 7 samhljóða atkvæðum að vísa samningnun tíl síðari umræðu í

bæjarstjórn, ásamt drögum að samþykkt um þjónustu Vestmannaeyjabæjar við

fatlaða í Vestmannaeyjum.

6.mál.

Ársreikningur bæjarsjóðs og stofnana hans fyrir árið 1995:

-Síðari umræða-

Svohljóðandi bókun barst:

“Ársreikningar bæjarsjóðs fyrir árið 1995, sem nú eru til afgreiðslu í bæjarstjórn

staðfesta það sem bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalistans hafa margsinnis bent á

að fjármálastjórn bæjarins er langt frá því að vera viðunandi.

Skuldir aukast með hverju árinu og voru heildarskuldir bæjarsjóðs og stofnana

hans um seinustu áramót 1842,2 milljón krónur. Þar af voru skuldir bæjarsjóðs

574,7 milljón krónur og höfðu hækkað á einu ári um 71,2 milljónir króna .

Skuldaaukningin hjá bæjarsjóði er enn frekar sláandi þar sem hún kemur í kjölfar

enn meiri skuldaaukningar árið áður. Þá hækkuðu skuldirnar um 110 milljón

krónur. Samtals hafa því skuldir bæjarsjóðs einar og sér, hækkað um 181,2 milljón

krónur á seinustu tveimur árum. Skuldaaukningin er talandi dæmi um það

ráðaleysi sem ríkir hjá meirihlutanum í fjármálum bæjarins . Kjörnir endurskoðendur

hafa bent á hversu alvarlegt ástand ríkir í innheimtumálum bæjarins, sem meðal annars

hefur haft það í för með sér að afskrifa hefur orðið umtalsverðar fjárhæðir, þrátt

fyrir að auðveldalega hefði verið hægt að innheimta þær, ef rétt hefði verið að

verki staðið. Það er ljóst að sjálfstæðismeirihlutinn hefur hvorki efni á né hefur

heimild til, að hafna þeirri samvinnu sem minnihluti bæjarstjórnar hefur margsinnis

boðið uppá við stjórn bæjarins og þá sérstaklega hvað varðar fjármálin. Rekstur

bæjarins er ekkert einkamál meirihlutans, hann er mál allra bæjarbúa.

Í framhaldi af framansögðu munum við sitja hjá við afgreiðslu á ársreikningum

fyrir bæjarsjóð, en samþykkja ársreikninga stofnana hans, að öðru leyti en því að

við mótmælum enn harðlega þeim nýju og auknu sköttum sem sjálfstæðismenn

hafa lagt á í stjórnartíð sinni svo sem holræsisgjald, sorpeyðingarskatt, hækkun á

fasteignasköttum o.fl. í þeim dúr.”

Vestmannaeyjum 20. júní 1996.

Guðmundur Þ.B.Ólafsson (sign.)

Ragnar Óskarsson. (sign.)

Svohljóðandi bókun barst:

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska að bóka:

Ársreikningar bæjarsjóðs og stofnana vegna ársins 1995 leiða ótvírætt í ljós

að markviss vinna meirihluta Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn skilar mjög

góðum árangri í stjórnun og rekstri bæjarfélagsins.

Afgangur af rekstri bæjarsjóðs fyrir fjármagnsliði varð 120 milljónir á árinu 1995,

sem er tölvert betri afkoma en fjárhagsáætlun gerði ráði fyrir.

Niðurstaða rekstrar- og framkvæmdayfirlits er einnig hagstæðari en reiknað var

með í fjárhagsáætlun. Slíkt hefur ekki gerst a.m.k. sl. 15 ár ef rekstrarniðurstaða

hvers árs um sig er borin saman við fjárhagsáætlun bæjarsjóðs á umræddu

tímabili.

Hreint veltufé bæjarsjóðs hækkaði um 23 milljónir og veltufjárhlutfall hækkaði

úr 0,78 í 0,95. Rekstrargjöld sem hlutfall af skattekjum bæjarsjóðs lækkuðu úr

88% í 78%. Þessi góði árangur vekur bjartsýni og sýnir að rekstur bæjarsjóðs

er í góðu jafnvægi.

Jafnframt var á árinu staðið fyrir miklum famkvæmdum eins og fyrr í meirihluta-

tíð sjálfstæðismanna í bæjarstjórn. Meðal annars var lokið við myndarlega

verknámsálmu við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum sem mun verða mikil

lyftistöng fyrir alla verkmenntun í Eyjum.

Enn sem fyrr voru öll lán bæjarsjóðs í skilum og kom því ekki til greiðslu neinna

dráttavaxta. Meirihluti sjálfstæðismanna mun halda áfram á sömu braut, með

ábyrgri gjaldastefnu og hóflegum álögum á bæjarbúa, hagkvæmun rekstri og

metnaðarfullum framkvæmdum.

Guðjón Hjörleifsson. (sign.) Arnar Sigurmundsson (sign.)

Elsa Valgeirsdóttir. (sign.) Ólafur Lárusson (sign.)

Var nú gengið til atkvæða:

a) Ársreikningur bæjarsjóðs Vestmannaeyja 1995:
Niðurstöðutölur reksturs:
Sameiginlegar tekjur (nettó) kr. 532.782.337
Rekstrartekjur umfram gjöld kr. 96.328.414
Gjaldfærð fjárfesting (nettó) kr. 63.094.914
Eignfærð fjárfesting (nettó) kr. 48.340.805
Niðurstöðutölur efnahags kr. 972.708.714
Eigið fé alls kr. 398.021.989
Samþykkt með 4 atkvæðum, 3 sátu hjá.
b) Ársreikningur hafnarsjóðs Vestmannaeyja 1995:
Niðurstöðutölur reksturs:
Rekstrartekjur kr. 111.223.304
Tap ársins kr. 115.808.750
Niðurstöðutölur efnahags kr. 982.482.042
Eigið fé alls kr. 777.235.179
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
c) Ársreikningur félagslegra íbúða 1995:
Niðurstöðutölur reksturs:
Rekstrartekjur kr. 17.507.639
Tap ársins kr. 10.749.746
Niðurstöðutölur efnahags kr. 184.337.445
Eigið fé, neikvætt kr. 123.523.275
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
d) Ársreikningur Rafveitu Vestmannaeyja 1995:
Niðurstöðutölur reksturs:
Rekstrartekjur kr. 189.252.319
Hagnaður ársins kr. 6.043.954
Niðurstöðutölur efnahags kr. 341.228.720
Eigið fé alls kr. 264.012.272
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
e) Ársreikningur Fjarhitunar Vestmannaeyja 1995:
Niðurstöðutölur reksturs:
Rekstrartekjur kr. 114.518.581
Hagnaður ársins kr. 10.143.301
Niðurstöðutölur efnahags kr. 586.295.920
Eigið fé, neikvætt kr. 77.890.691
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
f) Ársreikningur Vatnsveitu Vestmannaeyja 1995:
Niðurstöðutölur reksturs:
Rekstrartekjur kr. 36.784.030
Hagnaður ársins kr. 9.525.891
Niðurstöðutölur efnahags kr. 269.077.158
Eigið fé alls kr. 256.607.014
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
g) Ársreikningur Sorpeyðingarstöðvar Vestmannaeyja 1995:
Niðurstöðutölur reksturs:
Rekstrartekjur kr. 41.286.993
Tap ársins kr. 9.685.572
Niðurstöðutölur efnahags kr. 146.028.433
Eigið fé, neikvætt kr. 39.650.143
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.
h) Ársreikningur Lífeyrissjóðs starfsm. Vestm.bæjar 1995:
Niðurstöðutölur reksturs:
Lækkun á hreinni eign á árinu kr. 180.965
Niðurstöðutölur efnahags kr. 97.778.738
Hrein eign kr. 97.778.739
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl.20.35.

Elsa Valgeirsdóttir

Ólafur Lárusson

Arnar Sigurmundsson

Ragnar Óskarsson

Georg Þór Kristjánsson

Guðmundur Þ.B. Ólafsson

Guðjón Hjörleifsson


Jafnlaunavottun Learncove