Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1184

10.02.0094

BÆJARSTJÓRN

1184. fundur.

Ár 1994, fimmtudaginn 10. febrúar kl. 18.00 var fundur haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja í Safnahúsinu.

Forseti bæjarstjórnar, Bragi I. Ólafsson, stjórnaði fundi og fundargerð ritaði Páll Einarsson.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Guðjóns Hjörleifssonar, bæjarstjóra.

Fyrir var tekið:

1. mál.

Fundargerð hafnarstjórnar:

a) Fundur haldinn 4. febrúar sl.

Fundargerðin var samþ. með 9 samhl. atkv.

2. mál.

Fundargerðir bæjarráðs:

a) 2242. fundur frá 31. janúar sl.

1. liður: Samþ. með 9 samhl. atkv.

2. liður: Samþ. með 9 samhl. atkv.

3. liður: Samþ. með 9 samhl. atkv.

4. liður: Samþ. með 9 samhl. atkv.

5. liður: Upplesið.

6. liður: Upplesið.

7. liður: Samþ. með 7 atkv., 2 sátu hjá.

8. liður: Samþ. með 7 atkv., 2 sátu hjá.

9. liður: Samþ. með 9 samhl. atkv.

10. liður: Undir þessum lið barst svohljóðandi tillaga:

"Bæjarstjórn samþykkir að tilnefna í skólanefndir Framhaldsskólans og Stýrimannaskólans þar sem svar við fyrirspurn bæjarins liggur fyrir frá menntamálaráðuneytinu."

Sigurður Einarsson (sign.)

Georg Þór Kristjánsson (sign.)

Ólafur Lárusson (sign.)

Sveinn R. Valgeirsson (sign.)

Októvía Andersen (sign.)

Bragi I. Ólafsson (sign.)

Tillagan var samþ. með 6 atkv., 3 á móti.

Svohljóðandi bókun barst:

"Við teljum fráleitt út frá gildandi lögum og reglugerð um Framhaldsskóla að kjósa nýjar skólanefndir á þessum fundi. Þess vegna leggjumst við gegn því. Við teljum augljóst að kjósa eigi í skólanefndirnar að afloknum sveitarstjórnarkosningum í vor.

Í framhaldi af því munum við leita eftir úrskurði félagsmálaráðuneytisins í málinu og setjum því fyrirvara um kjör nýrra skólanefnda þar til sá úrskurður liggur fyrir. Því lítum við á tilnefningar nú sem bráðabirgðatilnefningar sem aðeins gilda fram að sveitarstjórnarkosningum."

Vestmannaeyjum, 10. feb. 1994.

Ragnar Óskarsson (sign.)

Guðmundur Þ.B. Ólafsson (sign.)

Kristjana Þorfinnsdóttir (sign.)

Fram komu eftirfarandi tilnefningar:

Skólanefnd Framhaldsskólans:

Aðalmenn: Varamenn:

Októvía Andersen Rut Haraldsdóttir

Sigurður Einarsson Hjalti Kristjánsson

Höskuldur Kárason Þuríður Guðjónsdóttir

Skólanefnd Stýrimannaskólans:

Aðalmenn: Varamenn:

Þórður Rafn Sigurðsson Gísli Jónasson

Stefán Geir Gunnarsson Gísli Valur Einarsson

Bergvin Oddsson Ágúst Bergsson

Meirihluti bæjarstjórnar tilnefndi með vísan í bókun hér að framan.

Tilnefningarnar voru samþ. með 9 samhl. atkv.

Liðurinn var síðan samþ. með 9 samhl. atkv.

11. liður: Samþ. með 9 samhl. atkv.

12. liður: Samþ. með 9 samhl. atkv.

b) 2243. fundur frá 7. febrúar.

1. liður: Ragnar Óskarsson tók undir bókanir Guðmundar Þ.B. Ólafssonar í bæjarráði.

Liðurinn var samþ. með 9 samhl. atkv.

2. liður: Ragnar Óskarsson tók undir bókanir Guðmundar Þ.B. Ólafssonar í bæjarráði.

Liðurinn var samþ. með 9 samhl. atkv.

3. liður: Upplesið.

4. liður: Upplesið.

5. liður: Upplesið.

6. liður: Upplesið.

7. liður: Samþ. með 9 samhl. atkv.

8. liður: Samþ. með 9 samhl. atkv.

9. liður: Samþ. með 6 atkv., 2 sátu hjá, 1 fjarv.

10. liður: Upplesið.

11. liður: Samþ. með 9 samhl. atkv.

12. liður: Samþ. með 9 samhl. atkv.

13. liður: Samþ. með 9 samhl. atkv. að taka 1. mál fundargerðarinnar til afgreiðslu.

Svohljóðandi tillaga barst frá Guðmundi Þ.B. Ólafssyni og Kristjönu Þorfinnsdóttur:

"Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir að fela stjórn Bæjarveitna að vinna áfram að málefnum endurvarps sjónvarps með örbylgju fyrir Heimaey og leggi fram tillögur um valkosti, rekstrarfyrirkomulag og kostnaðaráætlun fyrir bæjarráðsfund 28. febrúar n.k., áður en bæjarstjórn tekur endanlega afstöðu til þess hvort og þá hvernig framkvæmdum skuli háttað."

Vestmannaeyjum, 10. febrúar 1994.

Guðmundur Þ.B. Ólafsson (sign.)

Kristjana Þorfinnsdótitr (sign.)

Ragnar Óskarsson (sign.)

Ragnar Óskarsson gerðist meðflutningsmaður að tillögunni.

Tillagan var samþ. með 9 samhl. atkv.

Undir þessum lið barst svohljóðandi tillaga frá Ragnari Óskarssyni:

"Bæjarstjórn Vestmannaeyja ítrekar áskorun sína á yfirstjórn ríkisútvarpsins að ákveðna nú þegar að miðstöð fyrirhugaðs svæðisútvarps fyrir Suðurland verði í Vestmannaeyjum."

Greinargerð

Nú eru liðin tæplega 12 ár frá því að svæðisútvarp fyrir Norðurland tók til starfa á Akureyri. Þegar það gerðist var um það rætt að með tímanum yrði sett á stofn svæðisútvarp í hinum landsfjórðungunum.

Árið 1992 þegar þess var minnst að 10 ár voru liðin frá því að svæðisútvarp þeirra Norðlendinga tók til starfa kom fram að næsta svæðisútvarp yrði sett á stofn á Suðurlandi.

Umræða um svæðisútvarp fyrir Suðurland með miðstöð í Vestmannaeyjum hefur verið allnokkur mörg undanfarin ár. Hér eru aðstæður hinar bestu og tæknibúnaður ýmis konar fyrir hendi til þess að unnt sé að setja á fót útvarp af því tagi sem tillagan gerir ráð fyrir. Héðan úr Vestmannaeyjum kom og fyrst fram áhugi á að sinna hinu mikilvæga hlutverki um svæðisútvarp fyrir Suðurland.

Ofangreind tillaga er flutt til þess að ýta enn og aftur við þessu brýna framfaramáli og að undirstrika að nýju við yfirstjórn ríkisútvarpsins þann áhuga sem og það frumkvæði sem bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum hafa haft í þessu máli.

Vestmannaeyjum, 10. febrúar 1994.

Ragnar Óskarsson (sign.)

Guðmundur Þ.B. Ólafsson (sign.)

Kristjana Þorfinnsdóttir (sign.)

Tillagan var samþ. með 9 samhl. atkv.

Guðmundur Þ.B. Ólafsson og Kristjana Þorfinnsdóttir gerðust meðflutningsmenn að tillögunni.

Liðurinn var síðan samþ. með 9 samhl. atkv.

14. liður: Kristjana Þorfinnsdóttir og Ragnar Óskarsson tóku undir bókanir fulltrúa Alþýðuflokks og Alþýðubandalags í félagsmálaráði.

Liðurinn var síðan samþ. með 9 samhl. atkv.

15. liður: Samþ. með 8 atkv., 1 fjarv.

Fundargerðin var síðan samþ. með 8 atkv., 1 fjarv.

16. liður: Samþ. með 8 atkv., 1 fjarv.

17. liður: Samþ. með 8 atkv., 1 fjav.

18. liður: Upplesið.

3. mál.

Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs og stofnana hans 1994:

- Fyrri umræða -

Svohljóðandi bókun barst:

"Ég mun við fyrri umræðu ekki taka efnislega afstöðu til fyrirliggjandi áætlunar. Afstaða mín mun koma fram við endanlega afgreiðslu við seinnu umræðu."

Ragnar Óskarsson (sign.)

Guðmundur Þ.B. Ólafsson vísaði til bókana sinna við framlagningu tillagnanna í bæjarrráði.

Því næst var gengið til atkvæðagreiðslu:

1. Fjárhagsáætlun Bæjarsjóðs Vm. 1994
Niðurstaða reksturs kr. 717.219.000
Til eignabreytinga frá rekstri kr. 98.030.000
Gjaldfærður stofnkostnaður (nettó) kr. 54.426.000
Eignfærður stofnkostnaður (nettó) kr. 43.400.000
Gjöld alls kr. 734.615.000
Tekjur alls kr. 734.819.000
Tekjur umfram gjöld kr. 204.000
Niðurstöðutölur fjármagnsyfirlits kr. 70.817.000
Samþykkt með 9 atkv. að vísa áætluninni til síðari umræðu.
2. Fjárhagsáætlun Hafnarsjóðs Vm. 1994
Niðurstöðutölur reksturs: tekjur kr. 117.536.000
gjöld kr. 82.517.000
Heildarniðurstaða kr. 246.462.000
Samþykkt með 9 atkv. að vísa áætluninni til síðari umræðu.
3. Fjárhagsáætl. Húsnæðisnefndar Vm. 1994
Niðurstöðutölur reksturs: tekjur kr. 17.543.000
gjöld kr. 24.760.000
Heildarniðurstaða kr. 36.160.000
Samþykkt með 9 atkv. að vísa áætluninni til síðari umræðu.
4. Fjárhagsáætl. Sorpeyðingarst. Vm. 1994
Niðurstöðutölur reksturs: tekjur kr. 38.706.000
gjöld kr. 30.306.000
Heildarniðurstaða kr. 38.706.000
Samþykkt með 9 atkv. að vísa áætluninni til síðari umræðu.
5. Fjárhagsáætlun Fjarhitunar Vm. 1994
Niðurstöðutölur reksturs: tekjur kr. 151.974.000
gjöld kr. 121.527.000
Heildarniðurstaða kr. 203.758.000
Samþykkt með 9 atkv. að vísa áætluninni til síðari umræðu.
6. Fjárhagsáætlun Vatnsveitu Vm. 1994
Niðurstöðutölur reksturs: tekjur kr. 40.832.000
gjöld kr. 21.068.000
Heildarniðurstaða kr. 55.403.000
Samþykkt með 9 atkv. að vísa áætluninni til síðari umræðu.
7. Fjárhagsáætlun Rafveitu Vm. 1994
Niðurstöðutölur reksturs: tekjur kr. 185.561.000
gjöld kr. 167.907.000
Heildarniðurstaða kr. 204.344.000
Samþykkt með 9 atkv. að vísa áætluninni til síðari umræðu.

4. mál.

3ja ára áætlun bæjarsjóðs, 1994 - 1996.

- Fyrri umræða -

Svohljóðandi bókun barst:

"Ég mun við fyrri umræðu ekki taka efnislega afstöðu til fyrirliggjandi áætlunar. Afstaða mín mun koma fram við endanlega afgreiðslu við seinni umræðu."

Ragnar Óskarsson (sign)

Guðmundur Þ.B. Ólafsson ítekaði bókanir sínar í bæjarráði.

Áætluninni var vísað til síðari umræðu með 9 samhl. atkv.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 20.30.

Ólafur Lárusson

Georg Þór Kristjánsson

Kristjana Þorfinnsdóttir

Októvía Andersen

Guðmundur Þ.B. Ólafsson

Ragnar Óskarsson

Sigurður Einarsson

Bragi I. Ólafsson

Sveinn R. Valgeirsson

Guðjón Hjörleifsson


Jafnlaunavottun Learncove