Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2811
Bæjarráð
- fundur.
Ár 2007, þriðjudaginn 6. febrúar kl. 12.00 var fundur haldinn í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.
Mætt voru: Páley Borgþórsdóttir formaður, Páll Scheving, Páll Marvin Jónsson og Elliði Vignisson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Rut Haraldsdóttir.
Fyrir var tekið:
- mál.
Umræða um sjúkraflug.
Bæjarráð ítrekar það sem áður hefur komið fram um þá ófrávíkjanlegu kröfu sveitarfélagsins, að í Vestmannaeyjum verði á öllum tímum staðsett sjúkraflugvél.
- mál
Afrit af bréfi frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu dags. 22. janúar sl. til lögfræðinga í Vestmannaeyjum varðandi reglugerð nr. 1130/2006 um stjórn lögreglurannsókna, rannsóknardeildar og samvinnu lögreglustjóra við rannsókn opinberra mála.
Bæjarráð ítrekar fyrri bókanir en fagnar því að í bréfi ráðuneytisins kemur fram að ekki verði um skerta starfsemi embættisins í Vestmannaeyjum að ræða og óskar eftir því að við gerð verklagsreglna verði sérstaklega getið um sérstöðu embættisins í Vestmannaeyjum.
- mál.
Fyrir lá tölvupóstur frá sjávarútvegsnefnd Alþingis dags. 30. janúar sl. vegna beiðni um umsögn varðandi breytingar á lögum nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða.
Frumvarp til laga um breytingu nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða – skilgreining á veiðum í atvinnuskyni.
Bæjarráð fagnar frumvarpinu og telur það styrkja fyrirtæki í sjávarútvegi og stuðla að aukinni vernd auðlindarinnar.
Frumvarp til laga um breytingu - úthlutun á byggðarkvóta
Bæjarráð telur það óeðlilegt að flytja aflaheimildir milli byggðarlaga án þess að til komi bætur til þess sveitarfélags þar sem skerðing verður og telur að endurskoða þurfi allar forsendur fyrir styrkjum til stuðnings byggðarlögum vegna samdráttar í sjávarútvegi.
- mál.
Bréf frá félagsmálaráðuneytinu dags. 24. janúar sl. um breytingar á reglum reikningsskila- og upplýsinganefndar um bókhald og ársreikninga. Um er að ræða breytingar á auglýsingu nr. 790/2001 um reikningsskil sveitarfélaga sem miða að því að auka samanburðarhæfi ársreikninga sveitarfélaga.
- mál
Bréf frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu dags. 22. janúar sl. þar sem óskað er eftir umsögn um hjálögð drög að reglugerð um takmarkanir á tóbaksreykingum. Jafnfram er óskað eftir umsögn um hjálögð drög að reglugerð um smásölu tóbaks.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við drög að viðkomandi reglugerð.
- mál.
Bréf frá Hitaveitu Suðurnesja hf. dags. 23. janúar sl. vegna greiðslu á hlutabréfum Sveitarfélagsins Álftanes í HS hf.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá greiðslu vegna hlutafjárkaupanna en hlutur Vestmannaeyjabæjar í kaupunum er 1.856.560 kr.
- mál.
Bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga dags. 22. janúar sl. vegna vaxta lána af eigin fé. Stjórn lánasjóðsins hefur ákveðið að hækka vexti lána með breytilegum vöxtum sem fjármögnuð eru með eigin fé lánasjóðsins úr 4,40% í 4,95% frá og með 1. febrúar 2007.
- mál
Trúnaðarmál
- mál.
Fyrir lágu eftirfarandi fundargerðir:
- Fundargerð skólamálaráðs nr. 177 frá 30. janúar 2007.
- Fundargerð menningar- og tómstundaráðs nr. 36 frá 1. febrúar 2007
- Fundargerð framkvæmda- og hafnarráðs nr. 15 frá 5. febrúar 2007.
- Fundargerð Atvinnuþróunarfélags Suðurlands nr. 263 frá 8. desember 2006.
- Fundargerð Atvinnuþróunarfélags Suðurlands nr. 264 frá 12. janúar 2007.
Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 12.57
Páley Borgþórsdóttir (sign).
Páll Scheving (sign.)
Páll Marvin Jónsson (sign.)
Elliði Vignisson (sign.)