Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2824
2824. fundur
Bæjarráðs Vestmannaeyja
haldinn í fundarsal Ráðhúss,
þriðjudaginn 31. júlí 2007 og hófst hann kl. 12.00
Fundinn sátu:
Páley Borgþórsdóttir, Páll Scheving Ingvarsson, Páll Marvin Jónsson, Gunnlaugur Grettisson og Elliði Vignisson.
Fundargerð ritaði: Rut Haraldsdóttir framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs.
Dagskrá:
- 200707346 - Framtíðarsamgöngur við Vestmannaeyjar
Bæjarráð tók til umfjöllunar ákvörðun ríkisstjórnar um framtíðarsamgöngur á sjó við Vestmannaeyjar.
Fyrir liggur sú ákvörðun ríkisstjórnar að ekki skuli unnið að framgangi jarðganga til Vestmannaeyja, heldur skuli komið upp ferjulægi í Bakkafjöru sem samkvæmt samgönguáætlun á að vera tilbúin árið 2010.
Í ljósi ákvörðunar ríkisstjórnar um framtíðarsamgöngur á sjó við Vestmannaeyjar er mat bæjarráðs að sigling nýs Herjólfs í Bakkafjöru verði byggðarþróun og ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum til framdráttar og lýsir fullum vilja til að vinna að framgangi þessa samgöngumáta þar sem ríkisstjórn hefur nú ákveðið að ekki verði af framkvæmdum við jarðgöng. Það er þó mat bæjarráðs að nauðsynlegt sé að hafnarmannvirkið í Bakkafjöru verði þannig úr garði gert að frátafir á ferjusiglingum þangað verði ekki meiri en nú er í siglingum Herjólfs til Þorlákshafnar. Bæjarráð telur mjög mikilvægt að skilningur samgönguyfirvalda sé sá hinn sami.
Bæjarráð leggur ríka áherslu að framkvæmdum við gerð ferjuhafnar í Bakkafjöru og smíði nýs Herjólfs verði flýtt eins og kostur er þannig að hægt verði að hefja siglingar milli Eyja og Bakkahafnar árið 2009.
Bæjarstjóra er falið að koma þessari ályktun til samgönguyfirvalda.
- 200707347 - Skýrsla VST "Road tunnel vonnection: Pre feasibility assessment"
Bæjarráð hefur farið yfir skýrsluna og fengið ítarlega kynningu á efni hennar frá höfundum.
Að teknu tilliti til efnis skýrslunnar og kynningu hennar er fram hefur farið þá er það mat bæjarráðs að mikilvægt sé að afla frekari þekkingar á jarðfræði svæðisins. Því óskar bæjarráð eftir því að ríkisstjórn efni þau loforð sem öll framboð gáfu í aðdraganda síðustu alþingiskosninga og hafnar verði rannsóknir á jarðlögunum á hafsvæðinu milli lands og Eyja og á fyrirhuguðu gangnasvæði.
- 200707325 - Opnunartími vínbúðar ÁTVR þjóðhátíð 2007.
Bréf frá ÁTVR dags. 24. júlí sl. þar sem óskað er eftir því að gefið verði út nýtt starfsleyfi án skilyrða um opnunartíma á þjóðhátíð Vestmannaeyja.
Bæjarráð samþykkir að gefa út nýtt starfsleyfi til ÁTVR þar sem sérstakar takmarkanir um opnunartíma verslunar ÁTVR á þjóðhátíð eru felldar út.
- 200707310 - Forkaupsréttur Vestmannaeyjabæjar á Áshamri 3E.
Bæjarráð samþykkir að falla frá forkaupsrétti sínum að fasteigninni Áshamri 3E.
- 200707292 - Endurnýjun rekstrarleyfis á gistiheimilinu Hvíld.
Bæjarráð samþykkir erindið svo fremi sem aðrir sem um málið fjalla geri það einnig.
- 200707245 - Endurnýjun á rekstrarleyfi veitingastaðarins Tvisturinn.
Bæjarráð samþykkir erindið svo fremi sem aðrir sem um málið fjalla geri það einnig.
- 200707345 - Samningamál
- 200707340 - Fundarg. nefnda lagðar fyrir bæjarráð nr. 2824
Fundargerð framkvæmda- og hafnarráðs nr. 25 frá 24.júlí sl.
Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs nr. 65 frá 25. júlí sl.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13.00
Páley Borgþórsdóttir
Páll Scheving Ingvarsson
Páll Marvin Jónsson
Gunnlaugur Grettisson
Elliði Vignisson