Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2805

14.11.2006

2805. fundur.

 

Ár 2006, þriðjudagurinn 14. nóvember kl. 11 var fundur haldinn í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.

 

Mætt voru:  Páley Borgþórsdóttir formaður, Páll Scheving, Páll Marvin Jónsson og Elliði Vignisson bæjarstjóri.

 

Fundargerð ritaði Rut Haraldsdóttir.

 

Fyrir var tekið:

 

 

  1. mál.

Á fund bæjarráðs komu Arnar Sigurmundsson formaður hafnar- og framkvæmdaráðs.  Hann gerði grein fyrir niðurstöðum úr starfi starfshóps um rekstur Bakkafjöruhafnar og lagði fram fundargerðir dagsettar 31. okt og 2. nóvember s.l.

Bæjarráð samþykkir tillögur starfshópsins, en þær gera meðal annars ráð fyrir að stofnað verði opinbert hlutafélag um rekstur Bakkafjöruhafnar og  Vestmannaeyjabær verði eigandi 60% hlutafjár í félaginu og  Rangárþing eystra með 40% hlut. Þegar tillögurnar hafa verið afgreiddar í bæjarstjórn Vestmannaeyja og sveitarstjórn Rangárþings eystra verða þær sendar til Stýrihóps um Bakkafjöru á vegum samgönguráðuneytisins. 

 

  1. mál.

Páll Marvin Jónsson gerði grein fyrir starfi starfshóps, sem vinnur að sameiningu á starfsemi Sóla og Rauðagerðis. Í máli hans kom meðal annars fram að ítarleg rekstrarkönnun hefði sýnt að hagkvæmara sé að reka eldhús í hinum nýja leikskóla en að framreiða mat, sem er aðkeyptur.

Bæjarráð vísar faglegri umræðu um rekstur eldhús til umsagnar skólamálaráðs en samþykkir fyrir sitt leyti að við gerð fjárhagsáætlunar  árið 2007 verði gert ráð fyrir rekstri fulkomins eldhúss í hinum nýja leikskóla og að þar verði eldaður og framreiddur matur.

 

  1. mál.

Bréf frá Vegagerðinni dags. 8. nóvember 2006 þar sem óskað er eftir því að Vestmannaeyjabær verði þátttakandi í þarfagreiningu vegna útboðs á flugi milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja.

Bæjarráð fagnar ákvörðun samgönguyfirvalda um samráð og samvinnu við heimamenn vegna væntanlegs útboðs á flugleiðinni Vestmannaeyjar – Reykjavík og felur bæjarstjóra að koma á fundi með Vegagerðinni vegna þessa máls.

 

 

 

 

 

  1. mál

Fyrir lá bréf frá Skipulagsstofnun með umsögn um eignarnám fasteignar á lóð nr. 16a við Bárustíg ásamt hlutdeild í lóðarréttindum á grundvelli gildandi deiliskipulags og til framkvæmda á því. Skipulagsstofnun telur að skilyrði skipulags- og byggingarlaga um heimild til eignarnáms séu uppfyllt.

Bæjarráð samþykkir að taka Bárustíg 16a, Vestmannaeyjum eignarnámi ásamt hlutdeild í leigulóðarréttindum með tilvísun til heimildar í skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997, sbr. 2. og 3. mgr. 32 gr. og vísar málinu til matsnefndar eignarnámsbóta í samræmi við lög nr. 11/1973 um framkvæmd eignarnáms.

 

  1. mál

Bréf frá Fasteign hf. dags. 27. október 2006 þar sem fram kemur að ákveðið hafi verið að greiða 50% arð til hluthafa af hagnaði ársins 2005. Arður Vestmannaeyjabæjar þegar tekur hefur verið tillit til fjármagnstekjuskatts er 146.914,5 Evrur.

 

  1. mál

Bréf frá Brunabót dags. 26. október 2006 þar sem fram kemur að talið er ólíklegt að ágóðahlutdeild aðildarsveitarfélaga Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands verði jafn há næstu árin og verið hefur s.l. þrjú ár.

 

  1. mál

Bréf frá sýslumanninum í Vestmannaeyjum dags. 7. nóvember 2006 varðandi umsögn um endurnýjun umsóknar Valgeirs Jónassonar vegna rekstrarleyfis fyrir gistiskála við Ofanleitisveg 2, Vestmannaeyjum.

Bæjarráð  samþykkir erindið svo fremi að aðrir aðilar sem um málið fjalla geri það einnig.

 

  1. mál

Samningamál

Bæjarráð samþykkir að óska eftir áliti frá lögmanni Vestmannaeyjabæjar.

 

  1. mál

Trúnaðarmál

Málinu frestað til næsta fundar.

 

  1. mál.

Fyrir lágu eftirfarandi fundargerðir:

 

  1. a) fundur starfshóps um rekstur Bakkafjöruhafnar frá 2. nóvember s.l.

 

  1. b) fundur starfshóps um rekstur Bakkafjöruhafnar frá 2. nóvember s.l.

 

  1. c) fundur í skólamálaráði frá 1. nóvember s.l.

 

  1. d) fundur í umhverfis-og skipulagsráði frá 1. nóvember s.l.

 

  1. e) Fundur í fjölskylduráði frá 8. nóvember s.l.

 

  1. f) Fundur framkvæmda-og hafnarráðs frá 8. nóvember s.l.

 

  1. g) stjórnarfundur Skólaskrifstofu Suðurlands frá 25. október s.l.

 

 

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 12:33

 

 

Páley Borgþórsdóttir (sign.)

Páll Marvin Jónsson (sign)

Páll Scheving (sign)

Elliði Vignisson (sign.)