Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2835

12.12.2007

2835. fundur

bæjarráðs Vestmannaeyja

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

miðvikudaginn 12. desember 2007 og hófst hann kl. 12:00

Fundinn sátu:

Páley Borgþórsdóttir, Páll Scheving Ingvarsson, Páll Marvin Jónsson og Elliði Vignisson,

Fundargerð ritaði: Rut Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs

Dagskrá:

1. 200708079 - Fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2008
Umræða um fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans fyrir árið 2007.Bæjarráð vísar fjárhagsáætluninni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

2. 200702050 - Þjónustusamningur vegna málefna fatlaðra
Minnisblað frá bæjarstjóra og framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs dags 10. desember sl. vegna samnings við félagsmálaráðherra um málefni fatlaðra.


Vestmannaeyjabær hefur verið með þjónustusamning við ríkið um rekstur málaflokks fatlaðra frá 1997. Síðasti þjónustusamningur sem var til 4ra ára rann út síðustu áramót og enn hafa ekki náðst samningar um rekstur málaflokks fatlaðra milli Vestmannaeyjabæjar og félagsmálaráðuneytisins. Mikið ber á milli rekstrarkostnaðar Vestmannaeyjabæjar vegna þessa mikilvæga málaflokks og framlags ráðuneytisins. Núverandi framlög ríkisins vegna þessa málaflokks gera ráð fyrir niðurskurði á þjónustu langt umfram það sem Vestmannaeyjabær telur forsendur fyrir. Vestmannaeyjabær hefur ekki vilja til að skerða þjónustu við fatlaða og vill fremur vinna að því að ná markmiðum ráðuneytisins í málefnum fatlaðra og efla núverandi þjónustu. Því telur bæjarráð ekki lengur forsendur fyrir frekari viðræðum. Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera félagsmálaráðherra grein fyrir þessari afstöðu og hefja tafarlaust vinnu við að ríkið taki á ný við rekstri málaflokks fatlaðra.

3. 200712038 - Markaðsstofa Suðurlands (MS) óskar eftir samstarfssamningi við Vestmannaeyjabæ.
Bréf frá Markaðsstofu Suðurlands dags. 30. nóvember sl. þar sem fram kemur að stefnt er að rekstri MS í byrjun næsta árs af fullum krafti. Reiknað er með að gera samstarfssamninga við sveitarfélög og ferðaþjónustufyrirtæki.


Samkvæmt fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir árið 2008 hyggst Vestmannaeyjabær verja 9.378.000 til markaðs- og ferðamála. Bæjarráð telur ekki forsendur til að auka það framlag en felur MTV og ferða- og markaðsfulltrúa að kanna forsendur fyrir samstarfi við Markaðsstofu Suðurlands innan þess fjárhagsramma.


4. 200712036 - Reglugerð um lögreglusamþykktir.
Bréf frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu dags. 29. nóvember sl.


Bæjarráð samþykkir að fresta málinu til næsta fundar bæjarráðs.

5. 200712053 - Beiðni um umsögn vegna umsóknar um tækifærisleyfi á dansleik á vegum nemendafélags FÍV
Bréf frá sýslumanninum í Vestm. vegna umsóknar um tækifærisleyfi.


Bæjarráð samþykkir erindið svo fremi sem aðrir sem um málið fjalla geri það einnig.

6. 200712054 - Fundargerðir nefnda lagðar fyrir bæjarráð nr. 2835
Fundargerð framkvæmda- og hafnarráðs nr. 34 frá 07. desember sl.
Fundargerðir Náttúrustofu Suðurlands frá 31. janúar sl., 2. apríl sl., 16. október sl., 06. desember sl.
Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 14.02

Páley Borgþórsdóttir (sign)

Páll Scheving Ingvarsson (sign)

Páll Marvin Jónsson (sign)

Elliði Vignisson (sign)