Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2834

05.12.2007

2834. fundur

bæjarráðs Vestmannaeyja

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

miðvikudaginn 5. desember 2007 og hófst hann kl. 12;00

 

 

Fundinn sátu:

Páley Borgþórsdóttir, Páll Scheving Ingvarsson, Páll Marvin Jónsson og Elliði Vignisson,

 

Fundargerð ritaði:  Rut Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs

 

 

 

Dagskrá:

 

 1. 200712016 - Tillaga vegna álagningar gjalda fyrir árið 2008

  Álagningar gjalda árið 2008:

  Fyrir liggur svohljóðandi tillaga vegna álagningar gjalda árið 2008:

  "Álagning útsvars, fasteignagjalda, holræsagjalda og sorpeyðingargjalda árið 2008:

  a) Bæjarstjórn samþykkir að útsvar fyrir árið 2008 verði 13,03% sbr. 23. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga, sbr. 6. gr. laga nr. 144/2000.

  b) Fasteignaskattur af húsnæði verði eftirfarandi hlutfall af fasteignamati þeirra samkvæmt II. kafla laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995, með síðari breytingum, og reglugerð um fasteignaskatt nr. 945/2000.

  Íbúðir og íbúðarhús, útihús og mannvirki á bújörðum, sem tengd eru landbúnaði og sumarbústaðir: 0,42 %.
  2. Allar aðrar fasteignir: 1,55 %.

  c) Holræsagjald af fasteignamati húsa og lóða skv. reglugerð.
  1. Íbúðir og íbúðahús, útihús og mannvirki á bújörðum sem tengd eru landbúnaði og sumarbústaðir: 0,20%.
  2. Allar aðrar fasteignir: 0,30%.
  3. Heimild til undanþágu er í samræmi við h) lið hér á eftir.

  d) Bæjarstjórn samþykkir að lagt verði sorpeyðingargjald á hverja íbúð, kr. 11.510.- og að sorphirðu- og sorppokagjald verði kr. 7.084.- á hverja íbúð.
  1. Heimild til undanþágu er í samræmi við h) lið hér á eftir.

  e) Sorpbrennslu– og sorpeyðingargjöld fyrirtækja samkvæmt samþykktri gjaldskrá um meðhöndlun úrgangs sem tók gildi þann 1. janúar 2007.

  f) Gjalddagar fasteignagjalda skulu vera tíu þ.e. 15. feb., 15. mars, 15. apríl, 15. maí, 15. júní, 15. júlí, 15. ágúst, 15. sept., 15. okt., 15. nóv.
  1. Dráttarvextir reiknast af gjaldföllnum fasteignagjöldum 30 dögum eftir gjalddaga.

  g) Bæjarstjórn samþykkir að veittur verði 5% staðgreiðsluafsláttur af fasteignagjöldum, holræsagjöldum og sorpgjöldum skv. b), c), og d) liðum hér að ofan, séu þau að fullu greidd eigi síðar en 15. febrúar 2008.

  h) Bæjarstjórn samþykkir að fella niður fasteignagjöld og holræsagjöld ellilífeyrisþega, sem njóta tekjutryggingar, af eigin íbúð, sem þeir búa í.

  Ennfremur samþykkir bæjarstjórn með tilliti til 4. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga, að fella niður fasteignaskatt ellilífeyrisþega af eigin íbúð, sem þeir búa í, á eftirfarandi hátt.
  1. Fyrir einstakling:
  a. Brúttótekjur 2007 allt að 2.244 þús. kr. 100% niðurf.
  b. Brúttótekjur 2007 allt að 2.654 þús. kr. 70% niðurf.
  c. Brúttótekjur 2007 allt að 3.015 þús. kr. 30% niðurf.
  2. Fyrir hjón, sem bæði eru ellilífeyrisþegar:
  a. Brúttótekjur 2007 allt að 2.699 þús. kr. 100% niðurf.
  b. Brúttótekjur 2007 allt að 3.262 þús. kr. 70% niðurf.
  c. Brúttótekjur 2007 allt að 3.699 þús. kr. 30% niðurf.

  Við mat á niðurfellingu fasteignaskatts af eigin íbúð 75% öryrkja, sem þeir búa í, skal hafa hliðsjón af fyrrgreindum reglum.

  3. Sorphirðu-/sorpeyðingargjald, holræsagjald og lóðarleiga verði fellt niður eða lækkað í samræmi við ofangreindar reglur hvað varðar eigin íbúð ellilífeyrisþega og 75% öryrkja, sem þeir búa í. “


  Bæjarráð samþykkir tillöguna.


 2. 200712017 - Vatnslögn til Vestmannaeyja
  Afrit af bréfi frá Hitaveitu Suðurnesja hf. dags. 28. nóv.sl. til fjármálaráðuneytisins vegna vatnslagnar til Vestmannaeyja.


  Bæjarráð ítrekar mikilvægi þess að sem fyrst verði ráðist í lagningu nýrrar vatnslagnar til Vetmannaeyja.

 3. 200711175 - Áhrif aflasamdráttar í þorski á fjárhag sveitarfélaga.
  Skýrsla frá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands nóv. 2007 vegna áhrifa aflasamdráttar í þorski á fjárhag sveitarfélaga.


  Bæjarráð ítrekar það sem fram kemur í skýrslu Vífils Karlssonar og Guðnýjar Önnu Vilhelmsdóttur um mikilvægi þorskveiða fyrir Vestmannaeyjar og staðbundin efnahagsleg áhrif 30% kvótaskerðingar, sem unnin var fyrir Atvinnuþróunarfélag Suðurlands að beiðni bæjarstjóra. Helstu niðurstöður eru þær að staðbundin efnahagsleg áhrif 30% þorskkvótaskerðingar á Vestmannaeyjar nema alls um 3.3. milljörðum króna á næsta ári.


 4. 200712018 - Bakkafjöruhöfn, Bakkafjöruvegur (254) og efnistaka vegna framkvæmda á Seljalandsheiði og úr Markarfljótsaurum. Ákvörðun um tillögu að matsáætlun.
  Afrit af bréfi frá Skipulagsstofnun dags. 28. nóv. sl. til VSÓ Ráðgjafar ehf. vegna ofangreindra þátta. 5. 200712001 - Upplýsingar vegna fjárhagsáætlunargerðar 2008
  Bréf frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga dags. 27. nóv. sl. vegna framlaga aðildarsveitarfélaganna til SASS, AÞS, HES og SKS á næsta ári. 6. 200712004 - Fasteignafélag sveitarfélaga
  Bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga dags. 28. nóv. sl. vegna umræðu um kosti þess og galla að sveitarfélög á Íslandi stofnuðu með sér félag, sem séð gæti um hönnun, byggingu og rekstur fasteigna sveitarfélaganna. 7. 200711200 - Upplýsingar um framlög sveitarfélaga á Suðurlandi til Atvinnuþróunarfélags Suðurlands á árinu 2008
  Bréf frá Atvinnuþróunarfélagi Suðurlands dags. 21. nóv. sl. 8. 200711133 - Tillaga sem lögð var fyrir aðalfund Atvinnuþróunarfélag Suðurlands vegna væntanlegs Háskólafélags Suðurlands ehf.
  Bréf frá Atvinnuþróunarfélagi Suðurlands frá 8. nóv. sl.


  Fyrir liggur að starfshópur um eflingu háskóla- og rannsóknastarfsemi í Vestmannaeyjum hefur fjallað um þátttöku í stofnun Háskólafélags Suðurlands ehf. og lagt til að áfram verði unnið að eflingu háskólastarfsemi í Vestmannaeyjum innan Setursins.

  Vestmannaeyjabær mun því ekki taka þátt í stofnun Háskólafélags Suðurlands ehf.

   


 9. 200712007 - Kráin ehf 651007-2160 - umsókn um rekstrarleyfi

  Bæjarráð samþykkir erindið svo fremi sem aðrir sem um málið fjalla geri það einnig.


 10. 200711131 - Umsögn vegna endurnýjunar umsóknar Sigurmundar G. Einarssonar kt. 260957-2449 vegna Café Kró (Guðmunda ehf.)

  Bæjarráð samþykkir erindið svo fremi sem aðrir sem um málið fjalla geri það einnig.


 11. 200711204 - Umsögn vegna endurnýjunar umsóknar Svanhildar Guðlaugsdóttur v/Skýlið ehf.

  Bæjarráð samþykkir erindið svo fremi sem aðrir sem um málið fjalla geri það einnig.


 12. 200712005 - Kjörbréf á félagafund Atvinnuþróunarfélags Suðurlands haldinn 19. des 2007.
  Bréf frá Atvinnuþróunarfélagi Suðurlands dags. 27. nóv. sl.


  Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá kjörbréfinu.
 13. 200711193 - Efni: Ályktanir ársþings SASS um skipulags- og umhverfismál.
  Bréf frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga dags. 13. nóv. sl. 14. 200711172 - Efni: Ályktanir ársþings SASS um velferðarmál.
  Bréf frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga dags. nóv. sl. 15. 200711203 - Stuðningur við Snorraverkefnið sumarið 2008
  Bréf frá Snorraverkefninu dags. 9. nóv. sl. þar sem óskað er eftir stuðningi við verkefnið.


  Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.
 16. 200711174 - 45. sambandsþing UMFÍ haldið á Þingvöllum 20. og 21. október 2007
  Bréf frá Ungmennafélagi Íslands dags. 14. nóv. sl. þar sem fram kemur að 45. sambandsþing UMFÍ fagnar þeirri miklu uppbyggingu á íþróttamannvirkjum sem hefur verið um allt land og hvetur til markvissrar fegrunar á umhverfi þeirra, sem og eldri mannvirkja. 17. 200712002 - Fundargerð 748. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 16. nóvember 2007


 18. 200711132 - 407. fundur stjórnar SASS 31. október 2007


 19. 200712003 - 408. fundur stjórnar SASS 21. október 2007


 20. 200711208 - Fundarg. nefnda lagðar fyrir bæjarráð nr. 2834
  Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs nr. 72 frá 23. nóv. sl.
  Fundargerð framkvæmda- og hafnarráðs nr. 33 frá 22. nóv. sl.
  Fundargerð menningar- og tómstundaráðs nr. 48 frá 26. nóv. sl.
  Fundargerð fjölskylduráðs nr. 13 frá 28. nóv. sl.Fleira ekki bókað.  Fundi slitið kl.   13.27

 

Páley Borgþórsdóttir (sign)

Páll Scheving Ingvarsson (sign)

Páll Marvin Jónsson (sign)

Elliði Vignisson (sign)