Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2833

13.11.2007

2833. fundur

bæjarráðs Vestmannaeyja

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

þriðjudaginn 13. nóvember 2007 og hófst hann kl. 12.00

 

 

Fundinn sátu:

Páley Borgþórsdóttir, Páll Scheving Ingvarsson, Páll Marvin Jónsson og Elliði Vignisson.

 

Fundargerð ritaði:  Rut Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs

 

 

 

Dagskrá:

 

  1. 200711072 - Ráðstöfun 1.400 millj. kr. á aukaframlagi til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2007
    Bréf frá félagsmálaráðuneytinu dags. 21. október sl. þar sem fram kemur úthlutun á aukaframlagi til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2007.



  2. 200711096 - Beiðni frá skólastjórnendum Grunnskóla Vestmannaeyja um heimild til að fá að ráða í stöðu deildarstjóra á unglingastigi.
    Bréf frá Jóni Péturssyni, framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðuslusviðs Vestmanneyja  12. nóvember sl.


    Bæjarráð er efnislega hlynnt erindinu og tekur undir að vandinn sé tímabundinn og skýrist öðru fremur af því álagi sem fylgir umfangsmiklum skipulagsbreytingum í Grunnskóla Vestmannaeyja og framkvæmdum við Barnaskólann. Bæjarráð vísar því erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar og gerir ráð fyrir auknum útgjöldum til að mæta þessum vanda út skólaárið.


  3. 200711121 - Hluthafafundur Eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf. 13. nóvember 2007

    Hluthafafundur Eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf. 13. nóvember 2007. Bæjarfulltrúar eru hvattir til að mæta. Forseti bæjarstjórnar fer með atkvæði bæjarsjóðs á fundinum.
  4. 200711099 - Umsókn um styrk til Nýsköpunarsjóðs námsmanna á næsta starfsári.
    Bréf frá Nýsköpunarsjóði námsmanna dags. 5. nóvember sl. þar sem óskað er eftir því að Vestmannaeyjabær styrki sjóðinn á næsta starfsári um 2.000.000 kr.


    Bæjarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar.



  5. 200711101 - Stofnun Markaðsstofu Suðurlands ehf.


  6. 200708078 - Samningamál lögð fyrir bæjarráð

    Niðurstaðan færð til bókunar í sérstaka samningabók.
  7. 200711048 - 747. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 19/10 2007.


  8. 200711007 - 270. fundur stjórnar Atvinnuþróunarfélags Suðurlands 12/10 2007.


  9. 200711070 - 103. fundur heilbrigðisnefndar Suðurlands haldinn 1/11 2007.


  10. 200711092 - Fundarg. nefnda lagðar fyrir bæjarráð nr. 2833
    Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs nr. 70 frá 24. október sl.
    Fundargerð menningar- og tómstundaráðs nr. 47 frá 29. október sl.
    Fundargerð framkvæmda- og hafnarráðs nr. 32 frá 5. nóvember sl.
    Fundargerð skólamálaráðs nr. 188 frá 6. nóvember sl.
    Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs nr. 71 frá 7. nóvember sl.



Fleira ekki bókað.  Fundi slitið kl.  13.10

 

 

Páley Borgþórsdóttir (sign)

Páll Scheving Ingvarsson (sign)

Páll Marvin Jónsson (sign)

Elliði Vignisson (sign)