Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2832
2832. fundur
bæjarráðs Vestmannaeyja
haldinn á Kirkjubæjarklaustri,
fimmtudaginn 1. nóvember 2007 og hófst hann kl. 23.55
Fundinn sátu:
Páley Borgþórsdóttir, Páll Scheving Ingvarsson, Gunnlaugur Grettisson og Elliði Vignisson.
Fundargerð ritaði: Elliði Vignisson bæjarstjóri.
Dagskrá:
1. 200710058 - Forval vegna
útboðs á ferjusiglingum milli Vestmannaeyja og Bakkafjöru.
Ríkiskaup, fyrir hönd Siglingastofnunar hefur efnt til lokaðs útboðs þar sem
forval verður viðhaft til að velja þátttakendur. Boðin verður út ferja og
rekstur hennar til ferjusiglinga milli Bakkafjöru og Vestmannaeyjarhöfn og er
áætlaður samningstími 15 ár.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að kanna forsendur þátttöku í forvali og
taka þátt í því sé slíkt mögulegt.
Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 00.10
Páley Borgþórsdóttir (sign)
Páll Scheving Ingvarsson (sign)
Gunnlaugur Grettisson (sign)
Elliði Vignisson (sign)