Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2830

23.10.2007

2830. fundur

bæjarráðs Vestmannaeyja

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

þriðjudaginn 23. október 2007 og hófst hann kl. 12.00

Fundinn sátu:

Páley Borgþórsdóttir, Páll Scheving Ingvarsson, Gunnlaugur Grettisson og Elliði Vignisson.

Fundargerð ritaði: Rut Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs

Dagskrá:

1. 200710070 - Stofnfjárbréf í Sparisjóði Vestmannaeyja

Bæjarráð ræddi um ásókn fjárfesta í að komast yfir stofnbréf í Sparisjóði Vestmannaeyja. Bæjarráð lítur á það sem skyldu Vestmannaeyjabæjar að gæta hagsmuna samfélagsins í þessari umræðu og styður stjórn Sparisjóðsins og stofnfjáreigendur í því að einskis verði látið ófreistað við að tryggja sem best framtíðarstöðu samfélagsins í Vestmannaeyjum, Sparisjóðs Vestmannaeyja, viðskiptamanna sjóðsins og þeirra gríðarlegu hagsmuna sem felast í öflugum samfélagssjóði.

Með þetta í huga felur bæjarráð bæjarstjóra að falast eftir kaupum á 5% hlut í stofnfé sjóðsins.




2. 200710041 - Umsögn vegna endurnýjunar umsóknar Karls Helgasonar v/ Topppizzur ehf. Heiðarvegi 10.
Bréf frá sýslumanninum í Vestmannaeyjum dags. 8. okt. sl. þar sem óskað er umsagnar Vestmannaeyjabæjar vegna endurnýjunar á umsókn Karls Helgasonar vegna Topppizzur ehf.


Bæjarráð samþykkir erindið svo fremi sem aðrir sem um málið fjalla geri það einnig.



3. 200710057 - Fundur stjórnar SASS nr. 406 frá 3. október 2007



4. 200710056 - Fundur heilbrigðisnefndar Suðurlands nr. 102 frá 2. október 2007



5. 200710077 – Fundargerðir nefnda lagðar fyrir bæjarráð nr. 2830
Fundargerð skólamálaráðs nr. 187 frá 9. október sl.
Fundargerð Lífeyrissjóðs starfsmanna Vestmannaeyjabæjar frá 27. apríl sl., 27. júlí sl. og 15. október sl.




Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 12.59

Páley Borgþórsdóttir (sign)

Páll Scheving Ingvarsson (sign)

Gunnlaugur Grettisson (sign)

Elliði Vignisson (sign)