Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2829

09.10.2007

2829. fundur

bæjarráðs Vestmannaeyja

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

þriðjudaginn 9. október 2007 og hófst hann kl. 12.00

Fundinn sátu:

Páley Borgþórsdóttir, Páll Scheving Ingvarsson, Páll Marvin Jónsson og Elliði Vignisson.

Fundargerð ritaði: Rut Haraldsdóttir framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs.

Dagskrá:

1. 200710034 - Skipan í stýrihóp vegna þarfagreiningar á nýju skipi sem sigla á í Bakkafjöru

Bæjarráð samþykkir að Andrés Þorsteinn Sigurðsson yfirhafsögumaður verði fulltrúi Vestmannaeyjabæjar í stýrihóp vegna þarfagreiningar á nýju skipi sem sigla á í Bakkafjöru.

2. 200709144 - Stýrihópur um Bakkafjöruhöfn
Bréf frá samgönguráðuneytinu dags. 11.sept. s.l. um skipan í stýrihóp um Bakkafjöruhöfn.


Fyrir lá bréf undirritað af Kristjáni Möller samgönguráðherra. Þar kemur fram að ráðuneytið hafi ákveðið að bætt verði við tveimur aðilum í stýrihóp vegna undirbúnings hönnunar og framvæmda við gerð Bakkfjöruhafnar. Umræddir aðilar eru Elliði Vignisson bæjarstjóri og Róbert Marshall, aðstoðarmaður samgönguráðherra. Fyrir í stýrihópnum eru Sigurður Áss Grétarsson, forstöðumaður hafnarsviðs Siglingastofnunnar, Hreinn Haraldsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar og Eiríkur Bjarnason, verkfræðingur í samgönguráðuneytinu, sem jafnframt er formaður stýrihópsins. Enn fremur kemur fram í bréfinu að miðað sé við að framkvæmdum ljúki og ný ferja sigli milli lands og Eyja haustið 2010.

Bæjarráð fagnar breytingu á stýrihópnum. Bæjarráð getur hinsvegar ekki samþykkt þá breytingu sem nú er kynnt að ferjan hefji ekki siglingar fyrr en haustið 2010 en hingað til hefur ætíð verið talað um að ferjan hefji siglingar vorið 2010. Bæjarráð beinir því til bæjarstjóra sem er fulltrúi heimamanna í nefndinni að koma þessu til skila til ráðherra og stýrihópsins.

Enn fremur samþykkir bæjarráð að leggja innan fárra daga fram formlegar óskir og kröfur heimamanna um gerð ferjunnar, aðbúnað farþega, verðskrá, fjölda ferða og annað sem eðlilegt er að bæjarráð hlutist til um.





3. 200710033 - Umsögn Vestmannaeyjabæjar vegna tillögu Siglingastofnunar og Vegagerðarinnar að matsáætlun v.Bakkafjöruhöfn, Bakkafjöruveg (254) og grjótnám á Seljalandsheiði í Rangárþingi eystra.
Umsagnarbeiðni frá Skipulagsstofnun dags. 2. okt. sl.


Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við matsáætlun tilgreindra framkvæmda en hvetur Skipulagsstofnun til að vinna eins hratt að þessu verkefni og mögulegt er enda verður ekki hægt að hefja framkvæmdir við úrbætur á samgöngum til Vestmannaeyja fyrr en slíkri vinnu er lokið.




4. 200708008 - Gatnagerðaráætlun 2007
Tilboð vegna lengingu Litlagerðis.
Skv. fundargerði framkvæmda- og hafnarráðs frá 14. sept. sl. óskar ráðið eftir því við bæjarráð að gert verði ráð fyrir kostnaði vegna framlengingar Litlagerðis til vesturs á þessu ári í endurskoðaðri gatnagerðaráætlun/fjárhagsáætlun ársins 2007. Tekjur vegna gatnagerðar- lóðargjalda munu skila sér árið 2008.


Bæjarráð samþykkir að gert verði ráð fyrir þessum kostnaði í endurskoðaðri fjárhagsáætlun.


5. 200709175 - Rekstrarleyfi til sölu gistingar að Kirkjuvegi 10
Bréf frá sýslumanninum í Vestmannaeyjum dags. 25. sept. s.l. vegna umsagnar á endurnýjun umsóknar Braga Ólafssonar vegna RB íbúðargistingar, Kirkjuvegi 10, Vestmannaeyjum.


Bæjarráð samþykkir erindið svo fremi sem aðrir sem um málið fjalla geri það einnig.



6. 200710022 - Umsögn vegna endurnýjunar á umsókn Gísla Vals Einarssonar vegna rekstrarleyfis Hótels þórshamar.
Bréf frá sýslumanninum í Vestmannaeyjum dags. 2. okt. s.l. vegna umsagnar á endurnýjun umsóknar Gísla Vals Einarssonar vegna Hótels Þórshamars, Vestmannabraut 28, Vestmannaeyjum.


Bæjarráð samþykkir erindið svo fremi sem aðrir sem um málið fjalla geri það einnig.



7. 200709147 - Breyting á Lánasjóði sveitarfélaga í hlutafélag í samræmi við lög um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga dags. 17. sept. s.l.




8. 200709204 - Ársþing samtaka sunnlenskra sveitarfélaga 2007- kjörbréf
Bréf frá SASS dags. 24. sept. s.l. vegna ársþings Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.




9. 200709202 - Ráðgjöf vegna Staðardagskrá 21
Bréf frá Landsskrifstofu Staðardagskrár 21 á Íslandi dags. 25. sept. s.l. vegna samkomulags Sambands íslenskra sveitarfélaga og umhverfisráðuneytis um framhald á samstarfi um Staðardagskrá 21 á Íslandi.




10. 200708078 - Samningamál lögð fyrir bæjarráð

Afgreiðsla samningamáls er færð í sérstaka trúnaðarbók.


11. 200710032 - Fundargerð SASS nr. 746 frá 28. sept. s.l.



12. 200710015 - Fundargerðir nefnda lagðar fyrir bæjarráð nr. 2829
Fundargerð fjölskylduráðs nr. 9 frá 19. sept. s.l.
Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs nr. 68 frá 19. sept. s.l.
Fundargerð framkvæmda- og hafnarráðs nr. 30 frá 21. sept. s.l.
Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs nr. 69 frá 3. okt. s.l.




Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 13.01

Páley Borgþórsdóttir (sign)

Páll Scheving Ingvarsson (sign)

Páll Marvin Jónsson (sign)

Elliði vignisson (sign)