Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2820

30.05.2007

2820. fundur

bæjarráðs Vestmannaeyja

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

miðvikudaginn 30. maí 2007 og hófst kl. 12:00

Fundinn sátu:

Páley Borgþórsdóttir, Páll Scheving Ingvarsson.

Fundargerð ritaði: Rut Haraldsdóttir framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs

Dagskrá:

1. 200705172 - Forkaupsréttur á sölu hlutabréfa ríkissjóðs í HS hf.
Bréf frá Hitaveitu Suðurnesja hf. dags. 22.maí sl. Þar kemur fram að stjórn Hitaveitu Suðurnesja hf. hefur ákveðið að nýta ekki forkaupsrétt fyrir félagið vegna sölu ríkissjóðs á 15,2% hlut sínum til Geysis Green Energy.
2. 200705154 - Samkeppniseftirlitið vegna kvörtunar frá Líkamsræktarstöðinni ehf.
Bréf frá Samkeppniseftirlitinu dags. 15. maí sl. þar sem óskað er eftir upplýsingum um rekstur Vestmannaeyjabæjar á líkamsræktaraðstöðu í íþróttamiðstöð Vestmannaeyja.


Veittur hefur verið frestur til 20. júní til að svara erindinu. Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.

3. 200705167 - Hellulögn við hús Miðstöðvarinnar
Bréf frá Miðstöðinni dags. 23.maí sl. þar sem farið er þess á leit við bæjarráð að klárað verði að helluleggja austan megin við hús Miðstöðvarinnar.


Bæjarráð vísar erindinu til framkvæmda- og hafnarráðs.

4. 200705155 - Umsókn um kaffihúsarekstur í Landlyst

Bæjarráð vísar umsókninni til menningar- og tómstundaráðs.

5. 200705143 - Umsókn um leyfi til áfengisveitinga á Kaffi Skansi

Þar sem umsækjandi er ekki með veitingaleyfi er erindinu frestað.

6. 200705138 - Umsögn um veitingaleyfi

Bæjarráð samþykkir erindið svo fremi sem aðrir sem um málið fjalla geri það einnig. Bæjarráð bendir á að gæta þarf að því að starfsemi í Landlyst fari eftir húsafriðunarlögum og jafnframt að menningar- og tómstundarráð samþykki rekstraraðila í húsið ef af verður.

7. 200705126 - Trúnaðarmál v. innheimtu.8. 200705192 - Fundarg. nefnda lagðar fyrir bæjarráð 2820
Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs nr. 61 frá 16. maí sl.
Fundargerð framkvæmda- og hafnarráðs nr. 21 frá 22. maí sl.
9. 200705147 - 99. fundur heilbrigðisnefndar Suðurlands haldinn þriðjudaginn 15. maí 2007, kl.13,00 að Austurvegi 56, Selfossi.Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13.16

Páley Borgþórsdóttir (sign)

Páll Scheving Ingvarsson (sign)