Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2819

15.05.2007

2819. fundur

Bæjarráðs Vestmannaeyja

haldinn í fundarsal Ráðhúss

þriðjudaginn 15. maí 2007 og hófst hann kl. 12:00

Fundinn sátu:

Páley Borgþórsdóttir formaður, Páll Scheving Ingvarsson, Páll Marvin Jónsson, Elliði Vignisson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði: Páll Einarsson fjármálastjóri

Dagskrá:

1. 200705076 - Kæra Miðstöðvarinnar á mati húseignar sinnar að Tangagötu 12 Vestm.
Bréf frá Miðstöðinni dags. 9. apr. s.l. vegna úrskurðar Yfirfasteignamatsnefndar vegna kæru Miðstöðvarinnar á mati á húseign sinni að Tangagötu 12 Vestm.

Bæjarrá samþykkir að leiðrétta fasteignagjöld á Tangagötu 12 frá 31/12 2005 í samræmi við úrskurð Yfirfasteignamatsnefndar dags. 3. maí 2007.

2. 200704195 - Uppsögn hjá forstöðumanni Athvarfsins apríl 2007
Bæjarráð þakkar viðkomandi fyrir góð störf í þágu sveitarfélagsins.

Með vísan í fyrirliggjandi kjarasamninga samþykkir bæjarráð erindið.

3. 200705025 - Áskorun frá aðalfundi Skógræktarfélagi Vestmannaeyja

4. 200705075 - Trúnaðarmál bæjarráðs
Bréf frá Sigurði E. Vilhelmssyni vegna bókunar á trúnaðarmáli á fundi bæjarráðs þann 17. apríl s.l.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara bréfritara.

5. 200704144 - Áfengisveitingaleyfi - Flugkaffi Vestmannaeyjaflugvelli
Umsókn Garðars Arasonar um áframhaldandi leyfi til áfengisveitinga á veitingastofunni Flugkaffi, Vestmannaeyjaflugvelli.

Bæjarráð samþykkir erindið svo fremi sem aðrir aðilar sem um málið fjalla geri það einnig.

6. 200705043 - Umsögn vegna endurnýjunar á skemmtanaleyfi fyrir VIP Drífandi ehf.

Bæjarráð samþykkir erindið svo fremi sem aðrir aðilar sem um málið fjalla geri það einnig.

7. 200705030 - Umsögn vegna veitingaleyfis fyrir Lundann-veitingahús
Bæjarráð samþykkir erindið svo fremi sem aðrir aðilar sem um málið fjalla geri það einnig.

8. Fyrir lágu drög að samningi við Eftirlitsnefrnd með fjármálum sveitarfélaga um fjárhagslegar aðgerðir og eftirlit tengt fjárhagsáætlun 2007.

Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra að undirrita hann.

9. 200705090 - Trúnaðarmál

10. 200705072 - Fundargerð 743. fundar stjórnar íslenskra sveitarfélaga 27. apríl s.l.

11. 200705078 - Fundargerð stjórnar Atvinnuþróunarfélags Suðurlands nr. 266 frá 27. apríl s.l.

12. 200705032 - Fundargerð stjórnar SASS nr. 403 frá 2. maí s.l.

13. 200705026 - 94. stjórnarfundur Skólaskrifstofu Suðurlands

14. 200705091 - Fundarg. nefnda lagðar fyrir bæjarráð 2819
Fundargerð framkvæmda- og hafnarráðs nr.20 frá 2. maí s.l.
Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs nr. 60 frá 3. maí s.l.
Fundargerð menningar- og tómstundaráðs nr. 41 frá 3. maí s.l.



Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 13:00