Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2816

17.04.2007

2816. fundur

bæjarráðs Vestmannaeyja

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

þriðjudaginn 17. apríl 2007 og hófst kl. 12.00

 

 

Fundinn sátu:

Páley Borgþórsdóttir, Páll Scheving Ingvarsson, Páll Marvin Jónsson, Elliði Vignisson og Rut Haraldsdóttir,

 

Fundargerð ritaði:  Rut Haraldsdóttir framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs

 

 

 

Dagskrá:

 

 1. 200704079 - Ársreikningur Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans fyrir árið 2006

  Á fundinn mætti Ómar Bjarnason löggiltur endurskoðandi Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans ásamt Ásu Ingibergsdóttur viðskiptafræðingi og starfsmanni Deloitte og Magnús Þorsteinsson aðalbókari Vestmannaeyjabæjar. Einnig sátu fundinn skoðunarmenn Vestmannaeyjabæjar, þeir Hörður Óskarsson og Jón Hauksson.
  Bæjarráð þakkar þeim sem unnu að gerð reikninganna fyrir góð störf. Jafnframt vísar bæjarráð reikningunum til fyrri umræðu í bæjarstjórn síðdegis í dag þann 17. apríl.

  Ennfremur vekur bæjarráð athygli á umtalsverðum batamerkjum í rekstri sem eru tilkomin vegna aukinna tekna og aðhalds í rekstri.

 2. 200704026 - Kjör í fulltrúaráð Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélags Íslands.
  Bréf frá Brunabót dags. 30. mars sl. þar sem fram kemur að skv. 9. gr. laga 68/1994 skulu kaupstaðir og héraðsnefndir, sem fulltrúa eiga í fulltrúaráði EBÍ, tilnefna einn mann og annan til vara í fulltrúaráð félagsins.


  Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.
 3. 200704024 - Verðlagsábendingar vegna sölu grunnskóla á mat til nemenda.
  Bréf frá Neytendastofu dags. 30. mars sl. þar sem óskað er eftir upplýsingum um þá skilmála sem gilda um verðlagningu vegna sölu grunnskóla á mat til nemenda.


  Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra.
 4. 200704009 - Tilkynning um eignarhlut í Lánasjóði sveitarfélaga ohf.
  Bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga dags. 28. mars sl. þar sem fram kemur eignarhlutur Vestmannaeyjabæjar í sjóðnum. 5. 200702155 - Rekstrarframlög vegna rekstrarhalla félagslegra íbúða 2006
  Bréf frá Varasjóði húsnæðismála dags. 29. mars sl. vegna úthlutunar rekstrarframlaga vegna félagslegra íbúða. 6. 200704051 - Trúnaðarmál

 7. 200704091 – Samningsumleitanir vegna skuldar Áhugafélagsins Hússins við Glitni.

  Bæjarráð samþykkir að ljúka greiðslu vegna ábyrgða í tengslum við Áhugafélagið Húsið með greiðslu kr. 1.160.826
 8. 200704065 - Fundargerð 742. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga 22. mars 2007


 9. 200704071 - Fundargerðir nefnda lagðar fyrir bæjarráð 2816
  framkvæmda-og hafnarráðs nr.18 frá 29.mars sl.
  Fundarg. almannavarnarnefndar frá 29. mars sl.
  Fundarg. umhverfis-og skipulagsráðs nr.58 frá 4.apr.sl.
  Fundarg. framkvæmda-og hafnarráðs nr.19 frá 4. apr.sl.Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   13.54

 

Páley Borgþórsdóttir (sign)

Páll Scheving Ingvarsson (sign)

Páll Marvin Jónsson (sign)

Elliði Vignisson (sign)