Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2815

03.04.2007

2815. fundur

bæjarráðs Vestmannaeyja

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

þriðjudaginn 3. apríl 2007 og hófst hann kl. 12.00

Fundinn sátu:

Páll Scheving Ingvarsson, Páll Marvin Jónsson, Gunnlaugur Grettisson, Elliði Vignisson og Rut Haraldsdóttir,

Fundargerð ritaði: Rut Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs

Dagskrá:

1. 200703238 - Úthlutun byggðakvóta
Bréf frá sjávarútvegsráðuneytinu frá 21. mars sl. þar sem fram kemur að sveitarstjórnum gefst kostur á að sækja um byggðakvóta á grundvelli 10. gr. laga nr.116/2006, með síðari breytingum.


Bæjarráð telur ekki forsendur fyrir umsókn og ítrekar andstöðu sína við fyrirkomulag sem gengur út á að skerða stöðu fyrirtækja á þeim svæðum þar sem fyrirtæki hafa fjárfest og styrkt kvótastöðu sína svo sem í Vestmannaeyjum.

2. 200704008 - Umsókn um áfengisleyfi um borð í Herjólfi


Bæjarráð fagnar erindinu og samþykkir það svo fremi sem aðrir aðilar sem um málið fjalla geri það einnig.


3. 200703239 - Umsókn Stefáns Ólafssonar kt. 310164-2409 um vínveitingaleyfi fyrir Café María.
Bréf frá Sýslumanninum í Vestmannaeyjum dags. 21. mars sl. þar sem óskað er eftir umsögn vegna endurnýjunar á veitingaleyfi fyrir Café María.


Bæjarráð samþykkir erindið svo fremi sem aðrir aðilar sem um málið fjalla geri það einnig.


4. 200703237 - Jöfnunarsjóður sveitarfélaga vegna nýbúafræðslu 2007.
Bréf frá félagsmálaráðuneytinu dags. 21. mars sl. þar sem tilkynnt er um endanlegt framlag vegna nýbúafræðslu á fjárhagsárinu 2007.


Bæjarráð þakkar upplýsingarnar og vísar erindinu til skólamálaráðs.

5. 200703201 - Trúnaðarmál
Höfðun dómsmáls.
6. 200704001 - Fundardagar bæjarstjórnar 2007
Tillaga að fundardögum bæjarstjórnar árið 2007


Fundardagarnir samþykktir með einni breytingu: fyrri umræðu um ársreikninga fer fram þann 17. apríl 2007 og síðari umræða þann 24. apríl 2007.

7. 200703236 - Skipulagsbreyting safnamála

Bæjarráð styður fyrirhugaðar skipulagsbreytingar á starfsemi og störfum safnahúss.

8. 200703212 - 265. fundargerð stjórnar Atvinnuþróunarfélags Suðurlands frá 2. mars 2007.9. 200703289 - Fundarg. nefnda lagðar fyrir bæjarráð 2815
Fundargerð almannavarnanefndar frá 29. mars sl.
Fundargerð framkvæmda-og hafnarráðs frá 29. mars. sl.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13.13