Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2814

20.03.2007

2814. fundur

bæjarráðs Vestmannaeyja

haldinn í fundarsal Ráðhúss,

þriðjudaginn 20. mars 2007 og hófst hann kl. 12.00

Fundinn sátu:

Páley Borgþórsdóttir, Páll Marvin Jónsson, Stefán Óskar Jónasson og Rut Haraldsdóttir,

Fundargerð ritaði: Rut Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs.

Dagskrá:

1. 200703186 - Skýrsla stýrihóps um gerð ferjuhafnar á Bakkafjöru
Megin niðurstöður stýrihópsins eru á þá leið að gerð ferjuhafnar á Bakkafjöru sé góður kostur í samgöngumálum Vestmannaeyinga. Þetta álit sitt byggja meðlimir hópsins á því að engin tæknileg fyrirstaða sé fyrir byggingu ferjuhafnarinnar, öryggi við siglingar verði vel tryggt og kostnaður verði innan hóflegra marka.

Stýrihópurinn lét einnig kanna hvaða samfélagsáhrif Bakkaferja muni hafa í Vestmannaeyjum og nágrannabyggðum og eru þau talin jákvæð fyrir atvinnulíf og frístundaiðkun.

Stærstur hluti þeirra rannsókna sem farið hafa fram á Bakkafjöruverkefninu hefur verið gerður á vegum Siglingastofnunar og þær hafa hlotið hina bestu einkunn hjá danska verkfræði- og ráðgjafafyrirtækinu COWI, sem fengið var til að leggja á þær faglegt mat.


Bæjarráð fagnar fyrirliggjandi niðurstöðum.

Hvað frátafir varðar telur bæjarráð það afar mikilvægt að í þau skipti sem ekki gefur til siglinga til hinnar nýju hafnar í Bakkafjöru verði þjónustan aldrei lakari en í dag, þannig að þá geti hið nýja skip siglt á undir þremur tímum til Þorlákshafnar líkt og í dag. Þá þarf einnig að huga að aðstöðu fyrir farþega hvað þetta varðar svo sem kojum og fleira.




2. 200703146 - Varðar tilmæli ráðuneytisins um að fá óháð ráðgjafafyrirtæki hér á landi til að leggja mat á kostnað við gerð jarðganga á milli lands og Eyja
Fyrir lá bréf frá samgönguráðuneytinu vegna ályktunar bæjarráðs um að óháðu rannsóknafyrirtæki verði falið að leggja mat á þörf fyrir frekari rannsóknir vegna jarðganga milli lands og Eyja og væntanlegum kostnaði af þeim ef svo ber undir.


Fram kemur að skoðun ráðuneytisins sé sú að fyrirliggjandi gögn sem unnin hafa verið m.a. fyrir Vegagerðina og Ægisdyr eigi að duga til þess að leggja mat á kostnað við jarðgangagerð milli lands og Eyja. Engu að síður hefur ráðuneytið ákveðið að beina þeim tilmælum til Vegagerðarinnar að stofnunin hlutist til um að fá óháð ráðgjafafyrirtæki til að leggja mat á kostnað við gerð jarðganga milli lands og Eyja.




3. 200703145 - Upplýsingar um skipið Aqua Jewel
Fyrir lá bréf samgönguráðuneytinu vegna ályktunar bæjarstjórnar þar sem mælst var til þess að ferjan Aqua Jewl yrði leigð eða keypt í stað Herjólfs.

Fram kemur að skipið þyki sérlega óhentugt til siglinga á hinni erfiðu siglingaleið milli lands og Eyja. Það er ekki gegnum akstursskip, líkur er á að það gangi lítið sem ekkert hraðar en Herjólfur, kojur eru fyrir 40 farþega á móti 108 í Herjólfi, lengd skipsins gerir það að verkum að það hálflokar innri höfninni í Vestmannaeyjum í núverandi ferjulægi, jafnfram sem efast er um sjóhæfni skipsins.


Bæjaráð ítrekar það sem áður hefur komið fram að núverandi flutningsgeta Herjólfs svarar engan vegin þörfum Eyjmanna og því öfluga atvinnulífi sem hér er. Ástand mála er þannig að samgöngur og kostnaður við þær hindra Eyjamenn í að nýta sér fyrirliggjandi tækifæri til vaxtar. Því óska bæjaryfirvöld enn á ný eftir því að staða samganga á sjó milli lands og Eyja verði bætt verulega eigi síðar en í lok apríl 2007.



4. 200703187 - 3ja ára áætlun 2008-2010
3ja ára áætlun, ásamt fjárfestingaráætlun fyrir 2008-2010


Bæjarráð vísar 3ja ára áætluninni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

5. 200703149 - Bæjarstjóri skipaður í starfshóp til undirbúnings Surtseyjarsýningar í Þjóðmenningarhúsinu sem gert er ráð fyrir að verði opnuð 1. maí nk.
Bréf frá umhverfisráðuneytinu dags. 12. mars s.l. þar sem fram kemur að hlutverk starfshópsins er að vera Náttúrufræðistofnun Íslands til aðstoðar við framkvæmd sýningarinnar í Þjóðmenningarhúsi sem síðar verður flutt og komið varanlega fyrir í Surtseyjarstofu í Vestmannaeyjum á næsta ári.




6. 200703151 - Menningarsamningur Suðurlands- samstarfssamningur
Bréf frá SASS dags. 12. mars þar sem fjallað er um fyrirhugaðan menningarsamning fyrir Suðurland á milli menntamálaráðuneytisins og sveitarfélaganna á Suðurlandi.


Bæjarráð samþykkir að veita bæjarstjóra umboð til að undirrita samstarfssamning sveitarfélaga á Suðurlandi um menningarmál.

7. 200703143 – XXI. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga



8. 200703169 - Boðun aðalfundar Hitaveitu Suðurlands og dagskrá fundarins

Bæjarráð samþykkir að fulltrúi Vestmannaeyjabæjar á aðalfundinum verði Elliði Vignisson.

9. 200703161 - Breytingar á lagaumhverfi Lánasjóðs sveitarfélaga



10. 200703140 - Umsögn á endurnýjun umsóknar Jóns Inga Guðjónssonar kt. 050246-3769, vegna leyfis fyrir gistiskála, Heiðarvegi 3. Pizza Pro ehf. kt. 460207-1770

Bæjarráð samþykkir erindið svo fremi sem aðrir aðilar sem um málið fjalla geri það einnig.

11. 200703139 - Umsögn vegna endurnýjunar á veitingaleyfi Pizza 67

Bæjarráð samþykkir erindið svo fremi sem aðrir aðilar sem um málið fjalla geri það einnig.

12. 200703185 - Samningamál

Bæjarráð samþykkir leiðréttinguna frá og með deginum í dag.

13. 200703184 - Trúnaðarmál
Niðurfelling fasteignagjalda




14. 200703111 - Liane Rosenblatt frá Valga Town í Eistlandi óskar eftir samstarfi við íslenskt sveitarfélag.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til bæjarstjóra.

15. 200703138 - Fundargerð 741. fundar stjórnar Samband íslenskra sveitarfélaga 23. febrúar 2007. Dagskrá fundarins



16. 200703119 - 97. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands, 6. mars 2007. Dagskrá fundarins



17. 200703120 - 401. fundur stjórnar SASS, 7. mars 2007. Dagskrá fundarins.



18. 200703182 - Fundarg.nefnda lagðar fyrir bæjarráð 2814

Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs nr. 56 frá 7. mars s.l.
Fundargerð fjölskylduráðs nr. 3 frá 14. mars s.l.
Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs nr. 57 frá 14. mars s.l.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13.42


Jafnlaunavottun Learncove