Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2810
Bæjarráð
2810. fundur.
Ár 2007, mánudaginn 22. janúar kl. 12.00 var fundur haldinn í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.
Mætt voru: Páley Borgþórsdóttir formaður, Páll Scheving, Páll Marvin Jónsson og Elliði Vignisson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Rut Haraldsdóttir.
Fyrir var tekið:
- mál.
Afrit af bréfi frá lögfræðingum í Vestmannaeyjum til Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra, dags. 11. janúar 2007 þar sem þeir lýsa áhyggjum sínum af breytingum á rekstri embættis lögreglustjóra í Vestmannaeyjum.
Bæjarráð tekur undir sjónarmið þau sem fram koma í bréfinu og ítrekar fyrri bókanir vegna þessa máls.
- mál.
Umræða um gjaldskrárbreytingar Eimskips vegna aðgengi að þjóðvegi Vestmannaeyinga.
Bæjarráð leggst alfarið gegni boðuðum gjaldskrárbreytingum og harmar það skilningsleysi, sem því miður virðist ríkja hvað varðar þjóðveg Eyjamanna, Herjólf.
- mál
Bréf frá félagsmálaráðuneytinu dags. 29. desember 2006 vegna uppgjörs framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga 2006 og áætlanir um úthlutun framlaga á árinu 2007.
- mál.
Fyrir lá tilboð í bréf Vestmannaeyjabæjar í Íslandslaxi hf.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að selja hlut Vestmannaeyjabæjar í Íslandslaxi skv. fyrirliggjandi tilboði frá Samherja.
- mál.
Bréf frá félagsmálaráðuneytinu dags. 10. janúar 2007 vegna hækkunnar á tekju- og eignamörkum vegna félagslegra leiguíbúða. Miðað er við hækkun á neysluverðsvísitölu frá 1. janúar 2006 – 1. janúar 2007. Samkvæmt gögnum frá Hagstofu Íslands nemur hækkunin 6,95%.
Bæjarráð vísar málinu til fjölskyldu- og fræðslusviðs.
- mál.
Útskrift úr Lögbirtingarblaði nr. 95/2006 þar sem fram kemur tilkynning um skiptalok á Fortíðinni ehf. (áður Skúlason ehf.). Engar eignir fundust í búinu og var skiptum í því lokið 19. október 2006. Vestmannaeyjabær átti almenna kröfu í búinu að upphæð kr. 6.000.000 án vaxta og kostnaðar.
Þar sem hér er um óinnheimtanlega kröfu að ræða samþykkir bæjarráð að afskrifa skuldina.
7.mál.
Bréf frá SASS dags. 8. janúar 2007 vegna námskeiðs fyrir sveitarstjórnarmenn sem verður haldið á Selfossi 2., 3., og 9 febrúar nk.
- mál.
Trúnaðarmál.
- mál.
Fyrir lágu eftirfarandi fundargerðir:
- Fundargerð fjölskylduráðs frá 10. janúar 2007.
- Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs nr. 53 frá 10. janúar 2007
- Fundargerð framkvæmda- og hafnarráðs nr. 14 frá 11. janúar 2007.
- Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 8. desember 2006
- Fundargerð SASS nr. 399 frá 10. janúar 2007.
- Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands nr. 95 frá 9. janúar 2007.
Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 13.00
Páley Borgþórsdóttir (sign).
Páll Scheving (sign.)
Páll Marvin Jónsson (sign.)
Elliði Vignisson (sign.)