Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2807

11.12.2006

2807. fundur.

Ár 2006, mánudaginn 11. desember kl. 17 var fundur haldinn í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.

Mættir voru: Gunnlaugur Grettisson, Páll Marvin Jónsson, Páll Scheving og Elliði Vignisson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði Páll Einarsson

Fyrir var tekið:

1. mál.

Umræða um fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans fyrir árið 2007.

Bæjarráð vísar áætluninni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

2. mál.

Samanburður á tilboðum frá tryggingafélögunum TM, Sjóvá og VÍS vegna tilboðs í tryggingar Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2007.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ganga til samninga við TM, sem átti lægsta tilboð.

3. mál.

Á fund bæjarráðs kom Jón Pétursson framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar og gerði grein fyrir tillögu sinni um breytingu á starfi rekstrarstjóra Hraunbúða í stöðu deildarstjóra öldrunarmála með yfirumsjón með allri þjónustu málefna aldraðra.

Í máli hans koma fram að hér er um að ræða hagræðingu þar sem verkefni sem áður tilheyrðu störfum sem nú hafa verið lögð niður flytjast á viðkomandi stöðu án frekari útgjalda eða breytinga á núverandi launum rekstrarstjóra. Þá benti framkvæmdastjórinn einnig á einföldun á stjórnkerfi sem fylgir ákvörðun þessari. Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti viðkomandi breytingu og þar með að draga fyrri ákvörðun frá 22. sept. 2005 til baka.

Páll Scheving óskar að bóka að hann taki afstöðu til málsins á næsta fundi bæjarstjórnar.

4. mál.

Bréf frá Jóni Péturssyni, framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar varðandi fund fjölskylduráðs dags. 4. nóvember 2006 þar sem lögð var til ný skipun í þjónustuhóp aldraðra.

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti viðkomandi breytingu enda er hún í samræmi við lög um málefni aldraðra nr. 125/1999.

5. mál.

Samningamál

6. mál.

Innsend erindi vegna samstarfs um rekstur líkamsræktarsalar í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyjabæjar í kjölfar auglýsinga sem birtar voru þann 16. og 23. nóvember s.l.

Einungis eitt erindi barst og er þar um að ræða bréf frá Nautilus dags. 20. nóv. 2006. Bæjarráð metur tilboð Nautilus hagstætt fyrir Vestmannaeyjabæ og í samræmi við eftirfarandi mál í fundargerðum MTV: 2. mál 29.08 2006, 5. mál 26.06, 2006, 13. mál 10.05. 2006, 1. mál 29.03. 2006, 3. mál 13. okt. 2006, 3. mál 23. ágúst 2005, sem og eldri afgreiðslur ráðsins.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að skrifa undir samstarfssamning við Nautilus um rekstur líkamsræktarsalar Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja miðað við fyrirliggjandi forsendur.

Páll Scheving óskar að bóka: “Tel jákvætt að fyrirtæki hafi áhuga á að hefja rekstur í Vestmannaeyjum en ég mun greiða atkvæði gegn þessu því ég tel að tölurnar í þessu tilboði feli í sér niðurgreiðslur bæjarsjóðs á samkeppnisrekstri.”

Meirihluti bæjarráðs óskar bókað “Fulltrúa V-lista er það ljóst að unnið hefur verið að málefnum líkamsræktarsalar í mörg ár með það fyrir sjónarmiði að losa Vestmannaeyjabæ út úr samkeppnisrekstri. Engar tillögur hafa nokkur sinni borist frá fulltrúum V-listans um það hvaða aðrar leiðir en að fela þriðja aðila reksturinn í samstarfi við Vestmannaeyjabæ eru færar.”

7. mál

Bréf frá iðnaðar-og viðskiptaráðuneytinu dags. 21.nóv. 2006 um skipan Vestmannaeyjabæjar sem aðila að stjórn vaxtarsamnings Suðurlands og Vestmannaeyja.

Bæjarráð samþykkir að Elliði Vignisson bæjarstjóri verði fulltrúi Vestmannaeyjabæjar í stjórn vaxtarsamnings Suðurlands og Vestmannaeyja.

8. mál

Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 28. nóv. 2006 um ákvörðun sveitarstjórnar um útsvarsprósentu fyrir árið 2007.

Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2007 gerir Vestmannaeyjabær ekki ráð fyrir breytingum á útsvarsprósentu. Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma viðeigandi upplýsingum til Sambands íslenskra sveitarfélaga.

9. mál

Bréf frá umhverfis- og framkvæmdasviði Vestmannaeyjabæjar dags. 27. nóv. 2006 varðandi tillögu um sorpeyðingargjöld og gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs í Vestmannaeyjum vegna ársins 2007.

Í bréfinu kemur fram að vinnuhópur innan ráðsins hafi unnið tillögur að nýrri gjaldskrá fyrir Sorpeyðingarstöð Vestmannaeyja sem miðað er við að taki gildi í ársbyrjun 2007.

Samkvæmt tillögunum er gert ráð fyrir eftirfarandi gjaldskrá árið 2007:

Sorphreinsunar- og pokagjald: 7.084 kr.

Sorpeyðingargjald á íbúð: 11.510 kr.

Grunngjald á lögaðila: 15.000 kr.

Auk þess verði innheimt sérstakt magngjald fyrir mismunandi gjaldskrárflokka hjá fyrirtækjum, stofnunum og öðrum lögaðilum skv. mælingum.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu fyrir sitt leyti.

10. mál

Bréf frá iðnaðarnefnd Alþingis dags. 22. nóv. 2006 vegna umsagnar um frumvarp til laga um Landsvirkjun, 364. mál.

11. mál

Bréf frá Þórði Svanssyni dags. 30. nóv. 2006 varðandi félag um Tyrkjaránssetur í Vestmannaeyjum. Óskar félagið eftir stuðningi og góðri samvinnu við bæjaryfirvöld og stofnanir Vestmannaeyjabæjar að því er starfsemi félagsins varðar.

Bæjarráð þakkar upplýsingar þær sem fram koma í bréfinu og beinir erindinu til MTV.

12. mál

Fyrir lá bréf frá Golfklúbbi Vestmannaeyja dags. 11. des. þar sem óskað er eftir viðræðum við bæjaryfirvöld um samstarfs við slátt, umhirðu, o.fl. á golfvelli og opnum svæðum bæjarins.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.

13. mál.

Fyrir lá samningur við ÍBV íþróttafélag um framlengingu á fyrirliggjandi samningum um rekstur Týsheimilis og rekstur íþróttavalla til ársins 2012.

Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

14. mál.

Fyrir lágu eftirfarandi fundargerðir:

a. 11. fundargerð framkvæmda- og hafnarráðs dags. 27.nóv. 2006.

b. Fundargerð fjölskylduráðs dags. 29. nóv.2006.

c. 50. fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs dags. 29. nóv. 2006.

d. 33. fundargerð menningar- og tómstundaráðs dags. 30. nóv. 2006.

e. Fundargerð stjórnar Náttúrustofu Suðurlands dags. 30. nóv. 2006.

f. Fundargerð stjórnar Náttúrustofu Suðurlands dags. 26.sept. 2006

g. Fundargerð stjórnar Náttúrustofu Suðurlands dags. 15.maí 2006

h. Fundargerð menningar- og tómstundaráðs dags. 7. des. 2006.

i. 174. fundargerð skólamálaráðs dags. 7. des. 2006.

j. 398. fundargerð stjórnar SASS dags. 22. nóv. 2006.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl.19:02

Gunnlaugur Grettisson (sign.)

Páll Scheving (sign.)

Páll Marvin Jónsson (sign.)