Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2804
BÆJARRÁÐ
2804. fundur.
Ár 2006, mánudaginn 30. október kl. 17.30 var fundur haldinn í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.
Mætt voru: Páley Borgþórsdóttir formaður, Páll Scheving, Páll Marvin Jónsson og Elliði Vignisson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði Páll Einarsson.
Fyrir var tekið:
1. mál.
Umræða um fjárhagsáætlun vegna ársins 2007.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir vinnulagi við gerð fjárhagsáætlunar vegna ársins 2007. Gert er ráð fyrir því að fyrri umræða verði á fundi bæjarstjórnar 14.desember og síðari umræða 28. desember.
2. mál.
Bréf frá stjórn Útvegsbændafélags Vestmannaeyja dags. 25. október 2006 varðandi Skipalyftu Vestmannaeyja.
Bæjarráð þakkar erindið og ítrekar það sem áður hefur komið fram að Vestmannaeyjabær er í samráði og samvinnu við eigendur Skipalyftunnar hf. að vinna málið eins hratt og vel og mögulegt er.
3. mál.
Bréf frá Landsneti dags. 12. október 2006 þar sem þakkað er bréf frá bæjarstjóra varðandi viðbragðsáætlun vegna bilunar á sæstreng til Vestmannaeyja.
Í bréfi Landsnets kemur fram að þeir hafi nú þegar hafið undirbúning að vinnslu útboðsgagna og annars undirbúnings er tengist sæstreng til Vestmannaeyja. Enn fremur kemur fram að öryggisstjóri Landsnets hafi fengið boð um að hefjast handa við gerð viðbúnaðaráætlunar sem virkja megi ef til þess kemur að strengurinn bili. Bæjarráð þakkar þessar upplýsingar.
4. mál
Bréf frá Brunabót dags. 19. október 2006, varðandi úthlutun úr styrktarsjóði EBÍ 2006.
5. mál
Samingamál
6. mál.
Fyrir lágu eftirfarandi fundargerðir:
a) Fundur í MTV frá 26. október s.l.
b) 8. fundur framkvæmda- og hafnarráðs frá 20. október s.l.
c) 92. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 19. október s.l.
d) 262. fundur Atvinnuþróunarfélags Suðurlands frá 19. október s.l.
Vegna b liðar 8. máls í fundargerð Atvinnuþróunarfélagsins vill bæjarráð lýsa yfir áhuga sínum á að hýsa aukinn hluta starfsemi Atvinnuþróunarfélagsins í Vestmannaeyjum. Í því samhengi lýsir bæjarráð sig tilbúið að leggja félaginu til húsnæði að kostnaðarlausu að því gefnu að félagið flytji aukinn hluta starfseminnar til Vestmannaeyja.
Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 18.15
Páley Borgþórsdóttir (sign.)
Páll Marvin Jónsson (sign)
Páll Scheving (sign)
Elliði Vignisson (sign.)