Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2803

16.10.2006

BÆJARRÁÐ

2803. fundur.

Ár 2006, mánudaginn 16. október kl. 17.30 var fundur haldinn í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.

Mætt voru: Páley Borgþórsdóttir formaður, Páll Scheving, Páll Marvin Jónsson og Elliði Vignisson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði Rut Haraldsdóttir.

Fyrir var tekið:

1. mál.

Umræða um stöðu flugsamgangna milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja.

Bæjarráð fagnar samningum við Flugfélag Íslands um þjónustu á flugleiðinni Vestmannaeyjar – Reykjavík. Skjót viðbrögð Sturlu Böðvarssonar og ríkisstjórnar allrar eru þeim til sóma og viðurkenning á þeim vanda sem Eyjamenn hafa glímt við hvað samgöngur varðar.

2. mál.

Bæjarstjóri gerði grein fyrir starfi stýrihóps um Bakkafjöru.

Í máli bæjarstjóra kom fram að starf stýrihóps væri á áætlun. Undirbúningur uppgræðslu er nú þegar hafinn og er reiknað með að uppgræðslan sjálf hefjist í apríl. Þá hefur áhættugreining vegna skipaleiðar og athugun á þróun byggðar þegar verið sett í gang. Þarfagreiningu vegna skips er einnig að ljúka og þar er unnið út frá þeim forsendum að skipið geti borið allt að 250 farþega og 50 bíla. Þá kom og fram í máli bæjarstjóra að reiknað væri með að skipið myndi sigla allt að 6 ferðir á dag og þannig geta flutt 1500 farþega og 300 bíla á dag.

Bæjarráð þakkar upplýsingarnar.

3. mál

Fyrir lá uppkast af bréfi til stýrihóps um Bakkafjöru vegna samráðshóps Vestmannaeyjabæjar og Rangárþings eystra um rekstur ferjulægis í Bakkafjöru.

Í bréfinu kemur fram að stofnaður hafi verið þriggja manna starfshópur vegna reksturs Bakkafjöruhafnar. Starfshópur þessi skal skila tillögum um rekstrarform til sveitarstjórna eigi síðar en 1. nóvember næstkomandi. Starfshópinn skipa Ólafur Kristinsson hafnarstjóri Vestmannaeyjahafnar, Arnar Sigurmundsson formaður framkvæmda- og hafnarráðs og Ágúst Ingi Ólafsson skrifstofustjóri Rangárþings eystra.

Bæjarráð þakkar upplýsingarnar.

4. mál.

Fyrir lá árshlutauppgjör Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans miðað við 30. júní 2006.

Bæjarráð þakkar upplýsingarnar.

5. mál.

Fyrir lá erindi Vestmannaeyjabæjar til fjárlaganefndar.

Bæjarráð þakkar upplýsingarnar.

6. mál.

Fyrir lá innheimtubréf frá frá lögmannsstofunni Lögmál dags. 03. október s.l. vegna kröfu frá Landsflugi ehf. vegna kostnaðar við leiguflug í maí 2006.

Í kröfu þessari er farið fram á greiðslu 491.908 kr. vegna þátttöku í kostnaði tveggja fluga þar sem Landsflug leigði vélar af öðru flugfélagi. Krafan byggir á meintum samningum við fyrrverandi bæjarstjóra.

Bæjarráð telur ekki forsendu fyrir greiðslu þessarar kröfu og felur lögmanni bæjarins að gæta hagsmuna Vestmannaeyjabæjar vegna hennar.

7. mál.

Fyrir lá beiðni frá Neytendasamtökunum dags. 03. október s.l. varðandi styrkveitingu vegna ársins 2007.

Ekki er gert ráð fyrir slíkum framlögum í fjárhagsáætlun og því getur bæjarráð ekki orðið við erindinu.

8. mál.

Fyrir lá tilboð til Vestmannaeyjabæjar um samstarf/samvinnu um uppbyggingu atvinnulífs í Vestmannaeyjum frá fyrirtækinu Markis, Industrial Development Center í Danmörku, undirritað af Sigurjóni Haraldssyni.

Vestmannaeyjabær hefur nú gengið til samstarfs við Atvinnuþróunarfélag Suðurlands og sér því ekki ástæðu til frekari samninga um slíka þjónustu að svo stöddu.

9. mál.

Fyrir lágu drög að næstu sex fundum bæjarstjórnar

Fundur Mánaðard. Dagur Tími
1381 19. okt ´06 Fimmtudagur 18.00
1382 16. nóv ‘06 Fimmtudagur 18.00
1383 14. des ’06 Fimmtudagur 18.00
1384 28. des ‘06 Fimmtudagur 18.00
1385 25. jan ‘07 Fimmtudagur 18.00
1386 22. feb ´07 Fimmtudagur 18.00
1387 22. mar ‘07 Fimmtudagur 18.00
1388 26. apr ’07 Fimmtudagur 18.00

10. mál.

Fyrir lágu eftirfarandi fundargerðir:

a) Fundur fjölskylduráðs frá 04. október s.l.

b) 48. fundur umhverfis-og skipulagsráðs frá 11. október s.l.

c) Fundur í MTV frá 12. október s.l.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 19.11

Páley Borgþórsdóttir (sign.)

Páll Marvin Jónsson (sign)

Páll Scheving (sign)

Elliði Vignisson (sign.)