Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2802

02.10.2006

BÆJARRÁÐ

2802. fundur.

Ár 2006, mánudaginn 2. október kl. 17.30 var fundur haldinn í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.

Mætt voru: Páley Borgþórsdóttir formaður, Gunnlaugur Grettisson, Páll Scheving og Elliði Vignisson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði Rut Haraldsdóttir.

Fyrir var tekið:

1. mál.

Fyrir lá skýrsla starfshóps heilbrigðisráðuneytisins um stöðu sjúkraflugs í Vestmannaeyjum.

Niðurstaða skýrslunar staðfestir grun Vestmannaeyjabæjar um að verulegar vanefndir hafi verið á framkvæmd samnings um sjúkraflug til Vestmannaeyja af hálfu Landsflugs. Í ljósi þess hve alvarlegar afleiðingar slíkar vanefndir geta haft fyrir líf og heilsu þeirra sem nota þurfa þjónustuna, samþykkir bæjarráð að fara fram á það við heilbrigðisráðuneytið að samningi við Landsflug um sjúkraflug verði tafarlaust rift og felur bæjarstjóra framgang málsins.

2. mál.

Fyrir lá bréf frá stýrihóp um Bakkafjöruhöfn dags. 18. september s.l. um möguleika á samrekstri hafnanna, í Vestmannaeyjum og Bakkafjöru.

Bæjarstjóri gerði grein fyrir því að þegar hefði verið boðað til samráðsfundar með fulltrúum Rangárþings eystra en fundurinn fer fram fimmtudaginn 15. október. Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri og formaður framkvæmda-og hafnarráðs annist viðræður við Rangárþing eystra vegna þessa máls.

3. mál.

Fyrir lá bréf frá félagsmálaráðuneytinu dags. 22. sept. s.l. vegna reglna um ráðstöfun 700 millj. kr. aukaframlags 2006 vegna íbúafækkunar.

Bæjarráð þakkar upplýsingarnar.

4. mál.

Fyrir lá bréf frá 22. september um að hluthafafundur í Eignarhaldsfélagi Vestmannaeyja verði haldinn 4. október næstkomandi.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að gæta hagsmuna bæjarins á fundinum.

5. mál.

Fyrir lá bréf frá Bergi M. Sigmundssyni dags. 23. september s.l. þar sem mótmælt er banni við því að leggja bifreiðum við Bárustíg.

Bæjarráð þakkar bréfritara upplýsingarnar en minnir á að ákvörðun um bann við bifreiðalögn við Bárustíg er samkvæmt tillögum umferðarnefndar og hefur þegar verið rökstudd af umhverfis- og skipulagsráði.

6. mál

Fyrir lá bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 20. september um kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga vegna sjúkrahúss.

Bæjarráð þakkar upplýsingarnar.

7. mál.

Fyrir lágu eftirfarandi fundargerðir:

a) 396. stjórnarfundur SASS frá 6. september s.l.

b) 90 fundur heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 18. september s.l.

c) 259. fundur Atvinnuþróunarfélags Suðurlands frá 30. júní s.l.

d) 260. fundur Atvinnuþróunarfélags Suðurlands frá 18. ágúst s.l.

e) 47. fundur umhverfis-og skipulagsráðs frá 20. september s.l.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 18.20

Páley Borgþórsdóttir (sign.)

Gunnlaugur Grettisson (sign)

Páll Scheving (sign)

Elliði Vignisson (sign.)