Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2801
BÆJARRÁÐ
2801. fundur.
Ár 2006, mánudaginn 18. september kl. 16.30 var fundur haldinn í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.
Mætt voru: Páley Borgþórsdóttir formaður, Páll Marvin Jónsson, Páll Scheving og Elliði Vignisson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði Rut Haraldsdóttir.
Fyrir var tekið:
1. mál.
Fyrir lá uppkast af kröfubréfi vegna krafna Vestmannaeyjabæjar vegna ólögmæts samráðs olíufélaganna.
Í fyrirliggjandi uppkasti að kröfubréfi kemur fram að krafa Vestmannaeyjabæjar á hendur olíufélögunum nemur kr. 28.712.465 sem er sá afsláttur sem reikna má með að Vestmannaeyjabær hefði fengið af keyptu eldsneyti frá maí 1997 til loka árs 2001 ef ekki hefði verið um samráð að ræða.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti kröfugerðina og felur bæjarstjóra áframhaldandi framgang málsins.
2. mál.
Beiðni frá Visku, fræðslu- og símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja um 200.000 kr. kostnaðarþátttöku vegna fjárfestinga í tölvubúnaði í fjölkennslustofum.
Bæjarráð samþykkir 200.000 króna kostnaðarþátttöku og vísar því til endurskoðaðrar fjárhagsáætlunar.
3. mál.
Fyrir lá bréf frá Sambandi íslenskra sveitafélaga þar sem tilkynnt er um hlut sveitarfélagsins í vöxtum af sameiginlegum innlánsreikningi. Fram kemur að kr. 1.431.655 sem er hlutur Vestmannaeyjabæjar hafa verið lagðar inn á reikning sveitarfélagsins.
4. mál.
Fyrir lá bréf frá Fjársýslu ríkisins vegna uppgjörs á staðgreiðslu til sveitarfélaga eftir álagningu útsvars 2006 v/tekna 2005.
5. mál
Fyrir lá fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 6. september.
6. mál.
Fyrir lá umsókn vegna endurnýjunar leyfis til áfengisveitinga frá Jóni Inga Guðjónssyni fyrir hönd Pizza 67.
Bæjarráð samþykkir erindið svo framarlega sem aðrir aðilar sem um málið fjalla geri það einnig. Vegna umsagnar erindis Heilbrigðiseftirlits Suðurlands vekur bæjarráð enn á ný athygli á því að nýsamþykkt ákvæði um opnunartíma vínveitingastaða ná ekki til bakgarða skemmtistaðanna.
7. mál.
Fyrir lá erindi frá Guðrúnu Kristmannsdóttur þar sem hún óskar eftir því að íbúð hennar að Áshamri 69 1-a verði innleyst og að hún fái að kaupa hana á frjálsum markaði.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að eiga viðræður við bréfritara um málið.
8. mál.
Fyrir lá bréf frá félagsmálaráðuneytinu þar sem staðfest er samþykkt um breytingu á samþykkt um stjórn Vestmannaeyjabæjar og fundarsköp bæjarstjórnar, nr. 630/2004.
9. mál.
Fyrir lá undirritað afrit af samningi bæjarstjórnar Vestmannaeyjabæjar og eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga um fjárhagslegar aðgerðir og eftirlit. Enn fremur er óskað eftir því að sex mánaða uppgjör A-hluta Vestmannaeyjabæjar verði sent nefndinni.
Fleira ekki bókað.
Páley Borgþórsdóttir (sign.)
Páll Marvin Jónsson (sign)
Lúðvík Bergvinsson (sign)
Elliði Vignisson (sign.)