Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2800

04.09.2006

BÆJARRÁÐ

2800. fundur.

Ár 2006, mánudaginn 4. september kl. 17.30 var fundur haldinn í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.

Mætt voru: Páley Borgþórsdóttir formaður, Gunnlaugur Grettisson, Páll Scheving og Elliði Vignisson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði Rut Haraldsdóttir.

Fyrir var tekið:

1. mál.

Fyrir lá bréf frá Stýrihópi um Bakkafjöruhöfn dags. 16. ágúst sl. gerð er grein fyrir væntanlegum störfum hópsins.

Bæjarráð fagnar samstarfsvilja ráðuneytisins vegna framtíðarsamgangna til Vestmannaeyja og felur bæjarstjóra að vera viðræðuaðili um þau verkefni stýrihópsins er snúa að Vestmannaeyjum.

2. mál.

Fyrir lá bréf frá iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu dags. 18. ágúst sl. um vaxtarsamning Suðurlands.

Bæjarráð þakkar upplýsingarnar og felur bæjarstjóra að annast samskipti Vestmannaeyjabæjar við ráðuneytið vegna þessa samnings. Þá samþykkir bæjarráð að gera ráð fyrir 400.000 í endurskoðaðri fjárhagsáætlun vegna ársins 2006 en vísar fjárhagslegum liðum að öðru leiti til gerðar næstu fjárhagsáætlunar.

3. mál.

Fyrir lá bréf frá Björgunarfélagi Vestmannaeyja dags. 22. ágúst sl. um skipan í almannavarnanefnd og ósk um fund með bæjaryfirvöldum um málið.

Bæjarráð þakkar ábendingarnar og felur bæjarstjóra að koma á fundi með bréfritara. Þá samþykkir bæjarráð að gera ráð fyrir tillögu að fullskipaðri almannavarnarnefnd á næsta fundi bæjarstjórnar.

4. mál.

Fyrir lá bréf frá Fulltingi ehf.-lögfræðiþjónustu dags. 24. ágúst sl. þar sem fram koma andmæli Olíudreifingar ehf. vegna afgreiðslu á erindi um framkvæmdir á lóðinni Garðavegur 13.

Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar Umhverfis og skipulagsráðs

5. mál

Fyrir lá bréf frá Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík dags. 24. ágúst sl. þar sem óskað er eftir þátttöku bæjarins í þeim viðburði að slökkt verði á öllum ljósum 28. september nk. kl. 22:00-22:30.

Bæjarráð er jákvætt fyrir þátttöku en vísar erindinu til umsagnar Umhverfis- og skipulagsráðs.

6. mál.

Fyrir lá bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands dags. 24. ágúst sl. þar sem áframsent er erindi vegna mótmæla við skemmtanahaldi og veitingasölu í bakgörðum að Prófastinum og Pizza 67.

Bæjarráð vekur athygli á því að nýsamþykkt ákvæði um opnunartíma vínveitingastaða ná ekki til bakgarða skemmtistaðanna.

7. mál.

Fyrir lá bréf frá Varasjóði húsnæðismála dags. 23. ágúst sl. þar sem starfsemi sjóðsins er kynnt.

Bæjarráð þakkar upplýsingarnar.,

8. mál.

Fyrir lá bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga dags. 28. ágúst sl. þar sem starfsemi sjóðsins er kynnt.

Bæjarráð þakkar upplýsingarnar.,

9. mál.

Fyrir lágu eftirfarandi fundargerðir:

a) fundargerð framkvæmda- og hafnarráðs frá 28. ágúst sl.

b) fundargerð menningar- og tómstundaráðs frá 29. ágúst sl.

Vegna 1. liðs fundargerðarinnar felur bæjarráð bæjarstjóra að leggja fram kostnaðar- og rekstraráætlun vegna slíks knattspyrnuhúss. Þá felur bæjarráð bæjarstjóra einnig að leggja fram tillögu að fjármögnun verkefnisins.

c) fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 30. ágúst sl.

d) fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 23. júní sl.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 18.10

Páley Borgþórsdóttir (sign.)

Gunnlaugur Grettisson (sign)

Páll Scheving (sign)

Elliði Vignisson (sign.)