Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2799
BÆJARRÁÐ
2799. fundur.
Ár 2006, mánudaginn 21. ágúst kl. 17.30 var fundur haldinn í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.
Mætt voru: Páley Borgþórsdóttir formaður, Páll Marvin Jónsson, Páll Scheving og Elliði Vignisson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði Páll Einarsson.
Fyrir var tekið:
1. mál.
Málefni Eignarhaldsfélags Vestmannaeyja hf.
Bæjarráð samþykkir að beita sér fyrir því í samráði við aðra hluthafa í Eignarhaldsfélagi Vestmannaeyja hf. að gera ráðstafanir til þess að leysa félagið upp.
Bæjarráð felur bæjarstjóra framgang málsins.
2. mál.
Fyrir lá bréf frá Eignarhaldsfélaginu Fasteign hf. dags. 2. ágúst sl. þar sem boðað er til hluthafafundar 22. ágúst nk.
Bæjarráð samþykkir að Gunnlaugur Grettisson fari með umboð Vestmannaeyjabæjar á fundinum.
3. mál.
Fyrir lá bréf frá Sigurði Jónssyni dags. 24. júlí sl. þar sem óskað er eftir því að húseign bréfritara að Vestmannabraut 73 verði keypt.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.
4. mál.
Fyrir lá útskrift úr fundargerð fjölskylduráðs frá 16. ágúst sl. varðandi ræstingar á Hraunbúðum.
Bæjarráð samþykkir erindið.
5. mál.
Fyrir lá bréf frá Neyðarlínunni hf. dags. 10. ágúst sl. þar sem kynnt er ársskýrsla fyrir starfsárið 2005.
6. mál.
Fyrir lágu eftirfarandi fundargerðir:
a) Fundargerð fjölskylduráðs frá 16. ágúst sl.
b) Fundargerð 395. stjórnarfundar SASS frá 10. ágúst sl.
Vegna e liðar fyrsta liðar fundargerðar SASS þar sem boðuð er tillaga stjórnar SASS á komandi aðalfundi vill bæjarráð koma eftirfarandi á framfæri:
Bæjarráð lýsir yfir áhyggjum sínum vegna aukins kostnaðar Vestmannaeyjabæjar við rekstur Gaulverjaskóla. Tilgangur Vestmannaeyjabæjar með inngöngu í SASS var ekki þátttaka í samrekstri á sviði skólamála.
Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 18.20.
Páley Borgþórsdóttir (sign.)
Páll Marvin Jónsson (sign)
Páll Scheving (sign)
Elliði Vignisson (sign.)