Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2798
BÆJARRÁÐ
2798. fundur.
Ár 2006, þriðjudaginn 1. ágúst kl. 17.30 var fundur haldinn í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.
Mætt voru: Páley Borgþórsdóttir formaður, Gunnlaugur Grettisson, Páll Scheving og Elliði Vignisson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði Viktor S. Pálsson.
Fyrir var tekið:
1. mál.
Bæjarstjóri gerir grein fyrir viðræðum sínum við dómsmálaráðherra vegna flutnings opinberra starfa til landsbyggðarinnar.
Í máli bæjarstjóra kom fram að ráðherra hefði tekið hugmyndum heimamanna um flutning starfa og verkefna á vegum ráðuneytisins til Vestmannaeyja vel, en um leið ítrekað að frumkvæðið verði að vera heimamanna. Í því ljósi samþykkir bæjarráð að mynda þriggja manna starfshóp sem fara skal yfir þær stofnanir, störf og verkefni sem falla undir dóms- og kirkjumálaráðuneyti og flytja má til Vestmannaeyja. Í hópnum situr Gunnlaugur Grettisson sem fulltrúi Vestmannaeyjabæjar og óskað er eftir því að sýslumannsembætti Vestmannaeyja og dóms- og kirkjumálaráðuneyti skipi einnig hvor sinn aðilann í starfshópinn.
Bæjarstjóra er falin framganga málsins.
2. mál.
Fyrir lá erindi frá Þresti B. Johnsen, f.h. Drífanda, dags. 28. júlí sl., vegna óska um að loka fyrir umferð bifreiða milli Bárustígs 1 og 2, laugar- og sunnudaginn 5. og 6. ágúst nk. milli kl. 13.00 og 20.00.
Bæjarráð bendir umsækjenda á að það er á valdi lögreglustjóra að loka götum fyrir umferð sem og útgáfa leyfa vegna skemmtana, sbr. 48. gr. lögreglusamþykktar fyrir Vestmannaeyjar, útiskemmtana jafnt og tónleikahalds. Vestmannaeyjabær er hins vegar umsagnaraðili í slíku máli og samþykkir erindið svo fremi sem aðrir aðilar sem um málið fjalla geri það einnig.
Þá bendir bæjarráð einnig á samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 09. 05. 2006 þar sem Grétari Jónatanssyni f.h. Bjössabars ehf. var veitt leyfi til afnota af lóð á horni Miðstrætis og Bárustígs til þriggja ára svo fremi sem lóðinni yrði ekki úthlutað til byggingar. Í því ljósi er samþykkt bæjarráðs háð skriflegu samþykki rétthafa á umræddri lóð.
3. mál.
Fyrir lá beiðni frá Björgvini Rúnarssyni, f.h. Fagstofunnar, kt. 490106-0570, þar sem óskað er eftir vínveitingarleyfi fyrir Veitingastaðinn Lanterna, dagana 3. til 8. ágúst nk.
Bæjarráð samþykkir erindið svo framarlega sem aðrir aðilar sem um málið fjalla geri það einnig.
4. mál.
Fyrir lá bréf frá sýslumanninum í Vestmannaeyjum, dags. 28. júlí sl., þar sem leitað er eftir umsögn Vestmannaeyjabæjar vegna umsóknar Guðmundar Karls Helgasonar, um rekstrarleyfi fyrir veitingarstofu/greiðasölu, Topppizzur, 2. hæð, Heiðarvegi 10, Vestmannaeyjum.
Bæjarráð samþykkir erindið svo framarlega sem aðrir aðilar sem um málið fjalla geri það einnig.
5. mál.
Fyrir lá erindi frá Vínbúðinni í Vestmannaeyjum, dags. 28. júlí sl., vegna breytts opnunartíma búðarinnar.
Bæjarráð samþykkir erindið.
6. mál.
Fyrir lá erindi frá Guðmundi Karli Helgasyni, vegna umsóknar um leyfi til áfengisveitinga.
Bæjarráð samþykkir erindið svo framarlega sem aðrir aðilar sem um málið fjalla geri það einnig.
7. mál.
Fyrir lá beiðni frá Þórði Snæ Júlíussyni til að setja upp sölubás við innkeyrslu fyrir utan þjóðhátíðarsvæðið í Herjólfsdal.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.
8. mál.
Fyrir lá beiðni frá Eyjatölvum, umboðsaðila Og Vodafone í Vestmannaeyjum, um afnot af Baldurshagalóðinni, næst verslun fyrirtækisins.
Bæjarráð samþykkir erindið.
9. mál.
Fyrir lá erindi frá Eini Ingólfssyni, f.h. Ísjakans, þar sem hann óskar eftir lengdum opnunartíma fyrir verslunina yfir þjóðhátíðina frá kl. 03.00 til 06.00.
Bæjarráð er hlynnt erindinu en bendir umsækjenda á að það er á valdi lögreglustjóra að veita nætursöluleyfi.
10. mál.
Fyrir lá erindi frá ÍBV-íþróttafélagi, dags. 31. júlí sl., þar sem leitað var eftir leyfi til að veita áfengi í tjaldi sem staðsett verður í Herjólfsdal á meðan þjóðhátíðin fer fram.
Bæjarráð samþykkir erindið svo framarlega sem aðrir aðilar sem um málið fjalla geri það einnig.
11. mál.
Fyrir lá til kynningar fundargerð framkvæmda- og hafnarráðs, nr. 4 frá 31. júlí sl.
Vegna 1. máls samþykkir bæjarráð erindið og samþykkir að gera ráð fyrir 18,5 milljónum í aukafjárveitingu til Þjónustumiðstöðvar Vestmannaeyja í endurskoðaðri fjárhagsáætlun ársins 2006.
Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 18.15.
Páley Borgþórsdóttir (sign.)
Gunnlaugur Grettisson (sign)
Páll Scheving (sign.)
Elliði Vignisson (sign.)