Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2797

24.07.2006

BÆJARRÁÐ

2797. fundur.

Ár 2006, mánudaginn 24. júlí kl. 17.30 var fundur haldinn í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.

Mætt voru: Páley Borgþórsdóttir formaður, Gunnlaugur Grettisson, Páll Scheving og Elliði Vignisson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði Páll Einarsson.

Fyrir var tekið:

1. mál.

Fyrir lá bréf frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu dags. 17. júlí sl. þar sem kynnt er skýrsla starfshóps sem skipaður var til að gera úttekt á stöðu sjúkraflugs. Óskað er eftir því að farið verði með skýrsluna sem trúnaðarmál og að athugasemdir, ef einhverjar eru, berist ráðuneytinu fyrir 21. júlí.

Ennfremur lágu fyrir athugasemdir bæjarstjóra við skýrslunni.

Bæjarráð tekur undir athugasemdir bæjarstjóra við skýrslu starfshóps sem skipaður var til að gera úttekt á stöðu sjúkraflugs. Þá ítrekar bæjarráð þá skýru kröfu að sjúkravél sé öllum stundum staðsett á Vestmannaeyjaflugvelli.

2. mál.

Fyrir lá staða reksturs bæjarsjóðs og stofnana hans miðað við 30. júní sl. og samanburður við fyrra ár.

3. mál.

Fyrir lá samningur milli bæjarstjórnar Vestmannaeyja og Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga um fjárhagslegar aðgerðir og eftirlit.

Samningur sá er hér liggur fyrir er að mestu leyti samhljóða þeim sem bæjarráð samþykkti á síðasta ári og gefið hefur góða raun. Bæjarráð felur því bæjarstjóra að undirrita samninginn.

4. mál.

Rætt var um starfslok framkvæmdastjóra hjá Vestmannaeyjabæ.

Bæjarráð samþykkir að auglýsa nú þegar stöðu framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs og framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs. Þá felur bæjarráð bæjarstjóra að ganga frá starfslokum við framkvæmdastjóra.

5. mál.

Fyrir lá erindi um gerð minnisvarða á Þrælaeiði í tengslum við aldarafmæli síma á Íslandi.

Bæjarráð fagnar fyrirhugaðri framkvæmd og óskar eftir kostnaðartölum vegna þátttöku í gerð minnisvarðans. Að öðru leiti vísar bæjarráð erindinu til umhverfis- og skipulagsráðs.

6. mál.

Fyrir lá bréf frá félagsmálaráðuneytinu dags. 18. júlí sl. þar sem óskað er upplýsinga um málefni innflytjenda hjá einsökum sveitarfélögum.

Bæjarráð vísar bréfinu til fjölskylduráðs

7. mál.

Fyrir lá bréf frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, dags. 10. júlí sl., þar sem kynntur er úrskurður matsnefndar eignarnámsbóta vegna Bárustígs 16b.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá greiðslu vegna kostnaðar af starfi matsnefndar kr. 450.000 sem og greiðslum til eignarnámsþola kr. 4.800.000 í eignarnámsbætur og 250.000 auk virðisaukaskatts í kostnað vegna reksturs matsmáls.

8. mál.

Fyrir lá bréf frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélagi Íslands, dags. 10. júlí, þar sem fram kemur að ágóðahlutdeild bæjarins er kr. 18.058.500 á árinu 2006.

9. mál.

Fyrir lá bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, dags. 13. júlí sl., um aðalfund sem haldinn verður 7. og 8. september nk.

Bæjarráð óskar eftir tilnefningum fulltrúa til setu á aðalfundinum á næsta fundi bæjarstjórnar.

10. mál.

Fyrir lá bréf frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga, dags. 12. júlí sl., um aðalfund sem haldinn verður 7. og 8. september nk.

Bæjarráð óskar eftir tilnefningum fulltrúa til setu á aðalfundinum á næsta fundi bæjarstjórnar.

11. mál.

Fyrir lá bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 6. júlí sl., um Landsþing sem haldið verður 27. og 29. september nk.

12. mál.

Fyrir lá bréf frá Femínistafélagi Íslands, dags. 12. júlí sl., þar sem óskað er eftir styrk vegna átaksins "Karlmenn segja NEI við nauðgunum" um næstu verslunarmannahelgi.

Bæjarráð vísar erindinu til fjölskylduráðs.

13. mál.

Fyrir lágu eftirfarandi fundargerðir:

a) Fundargerð fjölskylduráðs frá 19. júlí sl.

b) Fundargerð menningar- og tómstundarráðs frá 20. júlí sl.

c) Fundargerð stjórnar Náttúrustofu Suðurlands frá 19. júlí sl.

d) Fundargerð félagsfundar Atvinnuþróunarfélags Suðurlands frá 26. apríl sl.

e) Fundargerð stjórnar Atvinnuþróunarfélags Suðurlands frá 19. maí sl.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 18.17.

Páley Borgþórsdóttir (sign.)

Gunnlaugur Grettisson (sign)

Páll Scheving (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)