Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2796

10.07.2006

BÆJARRÁÐ

2796. fundur.

Ár 2006, mánudaginn 10. júlí kl. 17.30 var fundur haldinn í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.

Mætt voru: Páley Borgþórsdóttir formaður, Gunnlaugur Grettisson, Páll Scheving og Elliði Vignisson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði Páll Einarsson.

Fyrir var tekið:

1. mál.

Bæjarráð þakkar þeim fjölmörgu sem gáfu vinnu sína og lánuðu aðstöðu til goslokahátíðar. Sérstaklega ber að nefna eigendur krónna í Skvísusundi fyrir þann velvilja að ljá krærnar undir hátíðarhöldin ár eftir ár án endurgjalds.

2. mál.

Bæjarstjóri gerði grein fyrir fundi með starfshópi sem fara á yfir stöðu félagslega húsnæðiskerfisins í Vestmannaeyjum.

Fram kom í máli hans að hann ásamt fjármálastjóra og endurskoðanda Vestmannaeyjabæjar áttu fund með starfshópnum í seinustu viku. Á fundi þessum lýsti starfshópurinn sig reiðubúinn til að veita bænum aðstoð vegna þess vanda sem félagslega húsnæðiskerfið veldur í rekstri sveitafélagsins. Enn fremur kom það fram í máli bæjarstjóra að talsverð eftirspurn er að verða eftir kaupum á íbúðum í eigu Vestmannaeyjabæjar og er það vísir að aukinni trú almennings á vexti sveitafélagsins.

3. mál.

Fyrir lá beiðni frá bæjarstjóra um heimild til lántöku fyrir bæjarsjóð og stofnanir hans skv. innsendum tilboðum. Um er að ræða lántöku í samræmi við fjárhagsáætlun auk breytingar vegna frestunar á sölu hlutabréfa í eigu Vestmannaeyjabæjar.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði KB banka í 250.000.000 lán til 5 ára með möguleika á framlengingu. Vextir eru 5.55% og eru fastir í 5 ár með endurskoðunarákvæði að þeim tíma loknum. . Lántakan er tilkomin vegna ákvörðunar bæjarráðs um frest á sölu hlutabréfa í eigu bæjarins, en að öðru leyti í samræmi við fjárhagsáætlun. Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá lántökunni.

4. mál.

Bæjarráð samþykkir að næstu fundir bæjarstjórnar verði fimmtudagana 27. júlí, 24. ágúst, 21. september, 19. október og 16. nóvember nk. og hefjast þeir kl. 18.00.

5. mál.

Fyrir lá bréf frá umhverfisráðuneytinu dags. 30. júní sl. þar sem kynnt eru drög að frumvörpum til laga um mannvirki og skipulagslög.

Bæjarráð vísar bréfinu til umsagnar umhverfis- og skipulagsráðs.

6. mál.

Fyrir lá bréf frá Hagstofu Íslands dags. 22. júní sl. þar sem fram kemur að Þjóðskrá muni færast til dóms- og kirkjumálaráðuneytis 1. júlí 2006.

Bæjarstjóri upplýsti að hann mun á næstu dögum eiga fund með ráðherra vegna meðal annars þess möguleika að störf í tengslum við þjóðskrá verði flutt til Vestmannaeyja.

Bæjarráð hvetur ráðherra til að íhuga vandlega þann möguleika til hagræðingar sem hægt er að ná með flutningi starfa til Vestmannaeyja. Vestmannaeyjar eru öflugt samfélag með mikinn möguleika til vaxtar. Aðkoma ríkisins sem stærsta atvinnurekanda á Íslandi er mikilvægur þáttur í áframhaldandi uppbyggingu atvinnulífsins.

7. mál.

Fyrir lá bréf frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands dags. 27. júní sl. um styrktarsjóð EBÍ.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá umsókn um styrk til EBÍ skv meðfylgjandi reglum.

8. mál.

Fyrir lá afrit af bréfi Þorkels Húnbogasonar dags. 29. júní sl. til umhverfis- og skipulagsráðs vegna ónæðis af hávaða frá Prófastinum á Gistiheimilinu Heimi.

9. mál.

Fyrir lágu upplýsingar frá Vegagerðinni um slipptöku Herjólfs sem fyrirhuguð er í Danmörku 23. ágúst til 1. september nk. Meðal fyrirhugaðra verkþátta er endurnýjun á öllum gólfefnum, endurnýjun allra stóla í sjónvarpssölum með bíóstólum og ýmislegt fleira.


10. mál.

Fyrir lágu eftirfarandi fundargerðir:

a) Fundargerð framkvæmda- og hafnarráðs frá 27. júní sl.

b) Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 28. júní sl.

c) Fundargerð skólamálaráðs frá 4. júlí sl.

d) Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 24. maí og 21. júní sl.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 18.15.

Páley Borgþórsdóttir (sign.)

Gunnlaugur Grettisson (sign.)

Páll Scheving (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)


Jafnlaunavottun Learncove