Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2795
Bæjarráð
2795. fundur.
Ár 2006, mánudaginn 26. júní kl. 17.30 var fundur haldinn í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.
Mætt voru: Páley Borgþórsdóttir formaður, Páll Marvin Jónsson, Páll Scheving og Elliði Vignisson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði Viktor S. Pálsson.
Fyrir var tekið:
1. mál.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir viðræðum við Landsflug og fundi sem hann átti í samgönguráðuneytinu um flugsamgöngur milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur. Fram kom í máli hans að á vegum Landsflugs er ekki fyrirhuguð nein breyting á sætaframboði á flugleiðinni Vestmannaeyjar – Reykjavík þrátt fyrir ríkan vilja Vestmannaeyjabæjar til þess.
Bæjarráð lýsir yfir þungum áhyggjum af litlu sætaframboði á flugleiðinni Vestmannaeyjar – Reykjavík og telur ljóst að ferðaþjónusta og bæjarfélagið allt líður mjög fyrir núverandi stöðu mála. Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma á fundi með þingmönnum suðurkjördæmis vegna þessa máls enda ljóst að núverandi staða er algerlega óviðundandi.
2. mál.
Fyrir lá ákvörðun um uppsögn á samkomulagi milli Vestmannaeyjabæjar og Tryggingarmiðstöðvarinnar, vegna trygginga fyrir bæjarfélagið.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að segja upp gildandi samningi milli Vestmannaeyjabæjar og Tryggingamiðstöðvarinnar og óska eftir tilboðum í tryggingar Vestmannaeyjabæjar.
3. mál.
Fyrir lá bréf frá Birni Bjarnasyni, dómsmálaráðherra, dags. 12. júní sl., vegna óska bæjaryfirvalda um viðræður við ráðherra á flutningi þjóðskrár og almannaskráningar til Vestmannaeyja.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að kynna fyrir dómsmálaráðherra hugmyndir um flutning opinberra starfa til Vestmannaeyja, enda ljóst að umtalsverð þjóðhagsleg hagkvæmni er af slíku.
4. mál.
Fyrir lá bréf frá Bændasamtökum Íslands, vegna kynningar á félaginu.
5. mál.
Fyrir lá bréf frá Hönnu Maríu Siggeirsdóttur, dags. 8. júní sl., þar sem hún segir sig úr stjórn Kertaverksmiðjunnar Heimaeyjar.
Í ljósi þess að nýsamþykkt lög um vinnumarkaðsaðgerðir leiða til verulegra breytinga á rekstrarumhverfi Kertaverksmiðju samþykkir bæjarráð að fresta tilnefningu í stjórn.
6. mál.
Fyrir lá boðun til 20. landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldið verður á Akureyri dagana 27. til 29. september nk.
7. mál.
Fyrir lá bréf frá sýslumanninum í Vestmannaeyjum, dags. 13. júní sl., þar sem leitað er umsagnar Vestmannaeyjabæjar vegna ýmissa atburða er tengjast Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum 2006.
Bæjarráð samþykkir erindið svo fremi sem aðrir aðilar sem um málið fjalla geri það einnig.
Við meðferð málsins vék Páll Scheving sæti.
8. mál.
Fyrir lá undirskriftarlisti til bæjarstjórnar Vestmannaeyja þar sem skorað er á bæjaryfirvöld að gera úrbætur á gatnamótum Heiðarvegs og Kirkjuvegs.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu umhverfis- og skipulagsráðs.
9. mál.
Fyrir lá umsókn um leyfi til áfengisveitinga frá Sigurmundi G. Einarssyni vegna Café Kró, Tangagötu 7.
Bæjarráð samþykkir erindið svo fremi sem aðrir aðilar sem um málið fjalla geri það einnig.
10. mál.
Fyrir lágu eftirfarandi fundargerðir:
a. Fundargerð fjölskylduráðs frá 21. júní sl.
b. Fundargerð aðalfundar Visku árið 2006.
Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 18.38.
Páley Borgþórsdóttir (sign.)
Páll Marvin Jónsson (sign.)
Páll Schveing (sign.)
Elliði Vignisson (sign.)