Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2794
Bæjarráð
2794. fundur.
Ár 2006, fimmtudaginn 8. júní kl. 17.30 var fundur haldinn í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.
Mættir voru: Arnar Sigurmundsson formaður, Guðrún Erlingsdóttir, Elliði Vignisson og Bergur E. Ágústsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði Viktor S. Pálsson
Fyrir var tekið:
1. mál.
Lögð var fram stöðukeyrsla bókhalds fyrir Vestmannaeyjabæ og stofnanir fyrir tímabilið 1. janúar til 31. apríl 2006.
2. mál.
Bæjarráð samþykkir að kaupa fasteignina Vesturvegi 13a, (Skálanes) til niðurrifs af skipulagsástæðum. Kaupverð er yfirtaka skulda að fjárhæð eina milljón króna. Fjárhæðin ásamt niðurrifi rúmast innan fjárhagsáætlunar ársins 2006.
Guðrún Erlingsdóttir greiddi atkvæði gegn kaupunum þar sem hún telur kaupverðið of hátt.
3. mál.
Fyrir lá bréf frá félagsmálaráðuneytinu, dags. 31. maí sl., vegna starfshóps sem fara á yfir stöðu félagslega húsnæðiskerfisins í Vestmannaeyjum.
4. mál.
Rætt var um flugsamgöngur milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja.
5. mál.
Fyrir lá tilkynning frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga, dags. 2. júní sl., vegna ársþings samtakanna 2006.
6. mál.
Fyrir lá bréf frá ÍBV-íþróttafélagi, dags. 18. maí sl., vegna samnings um nýtingu á Áshamri 75, Vestmannaeyjum, milli Vestmannaeyjabæjar og ÍBV-íþróttafélags.
Bæjarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins.
7. mál.
Fyrir lágu niðurstöður vegna útboðs á framkvæmdum utanhúss o.fl. á húseigninni Foldahrauni 42.
Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðanda, JR verktaka um endurbætur á fasteigninni Foldahrauni 42 á grundvelli tilboðs þeirra að fjárhæð 33.325.750 krónur. Í fjárhagsáætlun ársins 2006 er óráðstafað 9,6 m.kr. vegna verksins, en áætlað er að framkvæmdatíminn verði 2006 til 2007. Bæjarráð samþykkir að beina því til bæjarstjórnar að gert verði ráð fyrir eftirstöðvum framkvæmdakostnaðar 24 m.kr. í fjárhagsáætlun ársins 2007.
8. mál.
Fyrir lá bréf frá Ægisdyrum, vegna beiðni um styrk.
Bæjarráð samþykkir að styrkja áhugamannafélagið um 200 þús. kr.
9. mál.
Fyrir lá bréf frá Brunavörnum Suðurnesja, dags. 30. maí sl., vegna verkefnisins “Hjólað til góðs!”.
10. mál.
Fyrir lá umsögn Atvinnuþróunarfélags Suðurlands á stöðu verkefna Nýsköpunarstofu Vestmannaeyja.
11. mál.
Bæjarráð samþykkir að tillögu bæjarstjóra að fella niður eftirstöðvar eldri óinnheimtanlegra gjalda að meðtöldum vöxtum og dráttarvöxtum á tímabilinu 2000 til maí 2005 að fjárhæð krónur 5.847.929,-.
12. mál.
Bæjarstjóri lagði fram kaupsamning vegna kaupa Vestmannaeyjabæjar á hlutafé að fjárhæð 4 m.kr. í nýsköpunarfyrirtækinu Kraftplast í Vestmannaeyjum, skv. fyrri samþykkt bæjarstjórnar og bæjarráðs.
13. mál.
Samningamál.
14. mál.
Þar sem þetta er síðasti fundur bæjarráðs á kjörtímabilinu 2002 til 2006, vill bæjarráð þakka öllum þeim sem ráðið hefur átt samskipti og samstarf við og þá sérstaklega starfsfólki Vestmannaeyjabæjar og stofnana.
Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 19.19.
Arnar Sigurmundsson (sign.)
Guðrún Erlingsdóttir (sign.)
Elliði Vignisson (sign.)
Bergur Elías Ágústsson (sign.)