Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2793
Bæjarráð
2793. fundur.
Ár 2006, þriðjudaginn 30. maí kl. 17.30 var fundur haldinn í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.
Mættir voru: Arnar Sigurmundsson formaður, Stefán Jónasson, Elliði Vignisson og Bergur E. Ágústsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði Viktor S. Pálsson.
Fyrir var tekið:
1. mál.
Fyrir lá minnisblað frá Arnari Sigurmundssyni, Stefáni Jónassyni og Bergi Elías Ágústssyni, vegna fundar sem þeir áttu með Jóni Kristjánssyni félagsmálaráðherra, Sigurði Árnasyni, framkvæmdastjóra Varasjóðs húsnæðismála og nefndarmönnum í Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga. Fundurinn var haldinn í félagsmálaráðuneytinu þann 23. maí sl.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að framgangi málsins að höfðu samráði við bæjarráð.
2. mál.
Í kjölfar aðildar Vestmannaeyjabæjar að Atvinnuþróunarfélagi Suðurlands samþykkir bæjarráð að bæjarstjóri gangi frá uppgjöri og slitum á Nýsköpunarstofu Vestmannaeyja sf.
3. mál.
Bæjarráð ræddi ályktun bæjarstjórnar frá 22. mars sl. um að hefja viðræður við dóms- og kirkjumálaráðherra um flutning þjóðskrár og almannaskráningar til Vestmannaeyja. En fyrir lá bréf frá stéttarfélögum í Vestmannaeyjum, dags. 8. maí sl., sama efnis þar sem lýst var stuðningi við ályktun bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykktir að ítreka óskir um viðræður við dómsmálaráðuneytið um málið.
4. mál.
Fyrir lá fundarboð frá Eignarhaldsfélagi Vestmannaeyja hf., vegna aðalfundar félagsins sem haldinn verður þann 31. maí nk.
Fyrir liggur að bæjarstjóri og formaður bæjarráðs munu mæta á fundinn.
5. mál.
Bæjarráð samþykkir að auka áðursamþykkt hlutafjárloforð í fyrirtækinu Kraftplast ehf. úr þremur milljónum í fjórar. Áætlað er að fyrirtækið hefji framleiðslu í Vestmannaeyjum á plastkörum síðar á árinu. Bæjarstjóra falið að ganga frá málinu, en ofangreind hlutafjáraukning rúmast innan heimildar í fjárhagsáætlun ársins 2006.
6. mál.
Með vísan til samþykktar bæjarráðs í öðru máli í bæjarráði þann 2. febrúar sl., liggur fyrir samkomulag Hitaveitu Suðurnesja og Vestmannaeyjabæjar.
7. mál.
Samningamál.
8. mál.
Fyrir lá fundargerð hafnarstjórnar frá 24. maí sl.
Bæjarráð tekur fram vegna 1. máls að gengið hefur verið frá uppgjöri vegna málsins við Tryggingarmiðstöðina og Hitaveitu Suðurnesja.
Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 19.34.
Arnar Sigurmundsson (sign.)
Stefán Jónasson (sign.)
Elliði Vignisson (sign.)
Bergur Elías Ágústsson (sign.)