Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2791

09.05.2006

BÆJARRÁÐ

2791. fundur.

Ár 2006, þriðjudaginn 9. maí kl. 17.30 var haldinn fundur í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.

Mættir voru: Arnar Sigurmundsson formaður, Guðrún Erlingsdóttir, Elliði Vignisson og Bergur Elías Ágústsson.

Fundargerð ritaði Viktor S. Pálsson.

Fyrir var tekið:

1. mál.

Fyrir var tekið 5. mál frá fundi bæjarráðs frá 18. apríl sl., þar sem leitað var eftir umsögn á umsókn Þrastar Bjarnhéðinssonar vegna skemmtanaleyfis fyrir Cafe Drífanda. Fyrir liggja athugasemdir fjögurra nágranna og húseiganda að aflokinni grenndarkynningu.

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti, svo framarlega sem aðrir aðilar er um málið eiga að fjalla samþykki það einnig. Að öðru leyti vísar bæjarráð til nýsettra reglna sem settar hafa verið um opnunartíma og staðsetningu veitinga- og skemmtistaða í Vestmannaeyjum, er segir m.a. “Reglurnar eru til bráðabirgða í eitt ár, að þeim tíma liðnum mun Vestmannaeyjabær endurmeta stöðuna og horfa hvernig til hefur tekist varðandi breytingarnar. Verður þá litið til hvernig umgengni í kringum veitinga- og skemmtistaði er háttað, hvort aukning verður í kærum til lögreglu vegna brota í tengslum við rekstur staðanna og hvernig samskipti við íbúa svæðsins vindur áfram.

Af þeim sökum hvetur bæjarráð rekstraraðila til að gæta sérstaklega að umgengni og reglu í nánasta umhverfi við staðina, fara eftir þeim reglum og skilyrðum sem sett eru fyrir rekstrinum og að hófs sé gætt í tengslum við sambýli við nágranna og aðra bæjarbúa.”

2. mál.

Fyrir lágu drög að samningum milli Vestmannaeyjabæjar og Eignarhaldsfélagsins Fasteign hf. vegna nýja leikskólans á Sólalóðinni sem ráðgert er að taka í notkun 15. nóvember á þessu ári.

Bæjarráð samþykkir samningana og felur bæjarstjóra að undirrita þá.

3. mál.

Fyrir lágu drög að samkomulagi, dags. 5. maí sl., er varðar uppgjör á eldri sorpeyðingargjöldum frá árinu 2000 til 2003.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samkomulagsdrög og felur bæjarstjóra að undirrita samkomulagið. Gert verður ráð fyrir kostnaði vegna samkomulagsins við endurskoðun fjárhagsáætlunar ársins 2006.

4. mál.

Í kjölfarið á útboði lágu fyrir drög að verksamningi milli Vestmannaeyjabæjar og Steina og Olla vegna jarðvegsframkvæmda við Strandveg að fjárhæð 48.272.140 m/vsk. Hlutur Vestmannaeyjabæjar í þessum framkvæmdum á þjóðvegi í þéttbýli er um 36% eða um 18 milljónir króna.

Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti, en gert er ráð fyrir þessum framkvæmdum í fjárhagsáætlun Fráveitu Vestmannaeyja á árinu 2006.

5. mál.

Fyrir lá bréf frá sýslumanninum í Vestmannaeyjum, dags. 4. maí sl., þar sem leitað er eftir umsögn á umsókn Helga Bragasonar vegna rekstrarleyfis fyrir Höllina, Strembugötu 13, Vestmannaeyjum.

Bæjarráð samþykkir erindið að því tilskyldu að aðrir aðilar sem um slík erindi fjalla samþykki það einnig.

6. mál.

Formaður bæjarráðs og bæjarstjóri gerðu grein fyrir fundi með fulltrúum núverandi eigenda Hallarinnar, Strembugötu 13 sem haldinn var fyrr í dag, sbr. 5. mál. á fundi bæjarráðs 3. maí sl.

7. mál.

Fyrir lá dreifibréf vegna álagningar fasteignagjalda í Landskrá fasteigna.

8. mál.

Fyrir lá erindi frá framkvæmdanefnd Ofanleitissóknar, dags. 20. febrúar sl., vegna álagningar fasteignaskatts á safnaðarheimili Landakirkju á árinu 2006.

Bæjarráð samþykkir erindið, en vísar til nýrra reglna vegna álagningar fasteignagjalda sem taka að fullu gildi við álagningu þessara gjalda 2007.

9. mál.

Bæjarstjóri gerði grein fyrir viðræðum sem hann átti við forráðamenn Taflfélags Vestmannaeyja, sbr. 2. mál á fundi bæjarráðs 3. maí sl.

Bæjarráð samþykkir að veita Taflfélaginu styrk vegna þátttöku í Evrópukeppni í skák sem haldin verður í Búlgaríu 20. til 28. júní að fjárhæð 100 þús. kr.

10. mál.

Fyrir lágu til kynningar eftirfarandi fundargerðir:

  1. Fundargerð aukaaðalfundar SASS frá 25. apríl sl.
  2. Fundargerð 394. stjórnarfundar SASS frá 4. maí sl.
  3. Fundargerð fjölskylduráðs frá 3. maí sl.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 19.20.

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Bergur Elías Ágústsson (sign.)