Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2790

03.05.2006

BÆJARRÁÐ

2790. fundur.

Ár 2006, miðvikudaginn 3. maí kl. 18.00 var haldinn fundur í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.

Mættir voru: Arnar Sigurmundsson formaður, Stefán Jónasson, Elliði Vignisson og Bergur Elías Ágústsson.

Fundargerð ritaði Viktor S. Pálsson.

Fyrir var tekið:

1. mál.

Á fund bæjarráðs komu skoðunarmenn ársreikninga Vestmannaeyjarbæjar 2005 og kynntu greinargerð sína, sem lögð var fram á síðasta fundi bæjarstjórnar.

2. mál.

Fyrir lá bréf frá Taflfélagi Vestmannaeyja, dags. 2. maí 2006, þar sem farið er fram á fjárstuðning vegna þátttöku skáksveitar Barnaskólans í Vestmannaeyjum í Evrópukeppni í skák, sem fram fer í Búlgaríu 20. til 28. júní nk.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ræða við bréfritara um hugsanlega aðkomu bæjarins að þátttöku sveitarinnar að Evrópukeppninni.

3. mál.

Fyrir lá bréf frá félagsmálaráðuneytinu, dags. 26. apríl sl., vegna erindis Óskars Péturs Friðrikssonar, f.h. Bændasamtaka Vestmannaeyja gegn Vestmannaeyjabæ.

4. mál.

Fyrir lá bréf frá sýslumanninum í Vestmannaeyjum, dags. 25. apríl sl., þar sem leitað er eftir umsögn Vestmannaeyjabæjar á endurnýjun umsóknar Jóns Inga Guðjónssonar á rekstrarleyfi fyrir Prófastinn, Heiðarvegi 3, Vestmannaeyjum.

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti, svo framarlega sem aðrir aðilar er um málið eiga að fjalla samþykki það einnig.

5. mál.

Til kynningar lágu eftirfarandi fundargerðir:

  1. Fundargerð 85. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands, frá 25. apríl sl.

Varðandi lið 6 c. í fundargerðinni samþykkir bæjarráð að fela bæjarstjóra og formanni bæjarráðs að eiga viðræður við eigendur Hallarinnar um stöðu mála.

  1. Fundargerð 733. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 24. mars sl.
  1. Fundargerðir 255 – 257. stjórnar Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands, sem haldnir voru 13. janúar, 24. febrúar og 6. apríl sl.
  1. Fundargerð hafnarstjórnar frá 26. apríl sl.
  1. Fundargerð skólamálaráðs frá 25. apríl sl.

6. mál.

Fyrir var tekið 10. mál frá fundi bæjarráðs nr. 2788 frá 18. apríl sl. um ítarlegri reglur um lækkun, niðurfellingu eða styrki vegna fasteignagjalda í Vestmannaeyjum.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi reglur.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 20.00.

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Bergur Elías Ágústsson (sign.)