Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2789

24.04.2006

BÆJARRÁÐ

2789. fundur.

Ár 2006, mánudaginn 24. apríl kl. 17.30 var haldinn fundur í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.

Mættir voru: Arnar Sigurmundsson formaður, Stefán Jónasson, Elliði Vignisson og Bergur Elías Ágústsson.

Fundargerð ritaði Viktor S. Pálsson.

Fyrir var tekið:

1. mál.

Formaður bæjarráðs og bæjarstjóri gerðu grein fyrir fundi sem þeir áttu með Sigurði Árnasyni, framkvæmdastjóra Varasjóðs húsnæðismála, föstudaginn 21. apríl sl.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda Varasjóðnum erindi Vestmannaeyjabæjar þar sem óskað verður eftir formlegum svörum vegna stöðu félagslega íbúðarkerfisins í Vestmannaeyjum.

2. mál.

Fyrir lágu drög að nýjum reglum um opnunartíma veitinga- og skemmtistaða í Vestmannaeyjum og staðsetningu þeirra skv. aðalskipulagi, en málið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs þann 18. apríl sl.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi reglur, með þeim breytingum sem samkomulag var um á fundinum.

3. mál.

Fyrir lágu svör bæjarstjóra til forsvarsmanna foreldrafélaga leikskóla Vestmannaeyjabæjar, sbr. afgreiðslu bæjarráðs frá 18. apríl sl.

4. mál.

Fyrir lá bréf frá sýslumanninum í Vestmannaeyjum, dags. 11. apríl sl., þar sem leitað er umsagnar Vestmannaeyjabæjar á umsókn Helga Bragasonar, vegna rekstrarleyfis fyrir Höllina, Strembugötu 13, Vestmannaeyjum.

Bæjarráð samþykkir erindið að því tilskyldu að aðrir aðilar sem um slík erindi fjalla samþykki það einnig.

5. mál.

Bæjarráð samþykkir að heimila ráðningu á allt að 50 starfsmönnum í 12 vikur í sumar vegna atvinnuátaksverkefna árið 2006.

6. mál.

Samningamál.

7. mál.

Fyrir lá til kynningar fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 19. apríl sl.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 19.30.

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Bergur Elías Ágústsson (sign.)