Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2787

03.04.2006

BÆJARRÁÐ

2787. fundur.

Ár 2006, mánudaginn 3. apríl kl. 17.45 var haldinn fundur í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.

Mættir voru: Arnar Sigurmundsson formaður, Guðrún Erlingsdóttir, Elliði Vignisson og Bergur Elías Ágústsson.

Fundargerð ritaði Viktor S. Pálsson.

Fyrir var tekið:

1. mál.

Bæjarráð óskar Íslandsmeisturum ÍBV í handknattleik kvenna og hljómsveitinni The Foreign Monkeys til hamningju með glæsilegan árangur um síðustu helgi.

2. mál.

Á fundinn mættu Hafsteinn Gunnarsson, löggiltur endurskoðandi Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans, og Magnús Þorsteinsson, aðalbókari. Lagðir voru fram ársreikningar Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans fyrir árið 2005.

Bæjarráð þakkar þeim sem unnu að gerð reikninganna fyrir góð störf. Jafnframt vísar bæjarráð reikningunum til skoðunarmanna Vestmannaeyjabæjar og til fyrri umræðu í bæjarstjórn 26. apríl nk.

3. mál.

Á fundinn komu Sigurður Smári Benónýsson, byggingarfulltrúi og Stefán Ó. Jónasson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, til að fara yfir tillögu af deiliskipulagi fyrir íþrótta- og útivistarsvæðið við Hástein og Íþróttamiðstöðina.

4. mál.

Fyrir lá bréf frá AMBIA, dags. 23. mars sl., vegna allt að 10 m.kr. hlutafjárþátttöku Vestmannaeyjabæjar í framleiðslu-og/eða nýsköpunarfyrirtækjum í Eyjum skv. sérstakri samþykkt bæjarstjórnar..

Bæjarráð tekur fram að bréfritara hefur áður verið gerð grein fyrir afgreiðslu bæjarstjórnar á umsókn AMBIA. En þar kom fram að umsókn AMBIA féll ekki undir umboð og starfsreglur sem nefndin vann eftir skv. umboði bæjarstjórnar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um frekari þátttöku Vestmannaeyjabæjar í hlutafjárkaupum á þessu ári.

5. mál.

Fyrir lá fundarboð aðalfundar Eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf. sem haldinn verður 28. apríl nk.

Bæjarráð samþykkir að Bergur Elías Ágústsson fari með umboð og atkvæði Vestmannaeyjabæjar á aðalfundinum.

6. mál.

Fyrir lá samkomulag milli Vegagerðarinnar og Vestmannaeyjabæjar, vegna framkvæmda við vesturhluta Strandvegar sem er skilgreindur þjóðvegur í þéttbýli.

Bæjarráð samþykkir samkomulagið fyrir sitt leyti, enda er gert ráð fyrir verkefninu í samþykktri fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar og stofnana. Bæjarráð leggur áherslu á að væntanlegar framkvæmdir verði kynntar tímanlega fyrir hagsmunaaðilum sem kunna að verða fyrir óþægindum vegna framkvæmdanna og tillit tekið til ábendinga þeirra sé þess kostur.

7. mál.

Fyrir lágu tillögur frá bæjarstjóra vegna 1. máls bæjarráðs frá 27. mars sl., en bæjarstjóra var falið að koma með tillögur að forgangsröðun og eftirfylgni í þeim málum sem komu fram á íbúaþingi sem haldið var í febrúar sl.

Tillögurnar verða sendar bæjarfulltrúum og nefndarmönnum sem málið varðar. Tillögurnar ásamt umsögnum verða teknar fyrir á dagskrá næsta reglulegs bæjarráðsfundar. Þar verður tekin ákvörðun um framhald þess og eftirfylgni.

8. mál.

Fyrir lá bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dags. 22. mars sl., þar sem gerð er grein fyrir úthlutunum á árinu 2005 og jafnframt birt áætlun vegna ársins 2006.

9. mál.

Fyrir lá bréf frá umhverfisráðuneytinu dags. 22. mars sl. um Dag umhverfisins 25. apríl nk.

10. mál.

Fyrir lá eftirfarandi samningar milli Vestmannaeyjabæjar og ÍBV-íþróttafélags vegna 13 íbúða í Áshamri 75.

  1. Samkomulag um uppgjör vegna eldri leigutíma.
  2. Samkomulag um endurbætur á 13 íbúðum í Áshamri 75.
  3. Afnotasamningur vegna 13 íbúða í Áshamri 75, með gagnkvæmum þriggja mánaða uppsagnarfresti.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samninga og felur bæjarstjóra undirritun þeirra.

11. mál.

Eftirfarandi fundargerðir lágu fyrir:

a) fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 29. mars sl.

b) fundargerð menningar- og tómstundaráðs frá 29. mars sl.

Varðandi 4. og 5. mál fundargerðar MTV samþykkir bæjarráð framkomna beiðni enda verði gengið frá formlegum samningi um tímabundna umsjón og afnotarétt til eins árs af mb. Blátindi VE.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 21.00.

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Bergur Elías Ágústsson (sign.)