Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2786

27.03.2006

BÆJARRÁÐ

2786. fundur.

Ár 2006, mánudaginn 27. mars kl. 17.30 var haldinn fundur í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.

Mættir voru: Arnar Sigurmundsson formaður, Guðrún Erlingsdóttir, Elliði Vignisson og Bergur Elías Ágústsson.

Fundargerð ritaði Viktor S. Pálsson.

Fyrir var tekið:

1. mál.

Fyrir lágu niðurstöður frá íbúaþingi sem haldið var þann 18. febrúar sl. í Höllinni.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma með tillögur að forgangsröðun og eftirfylgni í þeim málum sem fram komu á íbúaþinginu.

2. mál.

Fyrir lá bréf frá Sigurði G. Guðjónssyni hrl., dags. 21. mars sl., vegna starfslokauppgjörs Inga Sigurðssonar fyrrverandi bæjarstjóra.

Bæjarráð Vestmannaeyja hafnar kröfu Inga Sigurðssonar, um starfslokasamning vegna starfa sinna fyrir Vestmannaeyjabæ á árunum 2002-2003. Komi til frekari innheimtuaðgerða vegna málsins samþykkir bæjarráð að fela Ástráði Haraldssyni hrl., sem vann álitsgerð fyrir Vestmannaeyjabæ vegna málsins, að gæta hagsmuna Vestmannaeyjabæjar.

3. mál.

Fyrir lá minnisblað bæjarstjóra vegna 11. máls frá fundi bæjarstjórnar þann 27. febrúar sl., vegna útgáfu blaðs um Vestmannaeyjar í nútíð og framtíð.

Bæjarráð frestar málinu og felur bæjarstjóra að afla nánari upplýsinga. Afstaða verður tekin til erindisins á næsta fundi bæjarráðs.

4. mál.

Fyrir lá bréf frá Eimskip hf., dags. 15. mars sl., vegna hafnargjalda fyrir Herjólf.

Með vísan til útboðsgagna um rekstur Herjólfs og jafnræðis getur bæjarráð ekki orðið við erindinu að svo stöddu. Taki Eimskip ákvörðun um fjölgun ferða umfram útboð, þá er Vestmannaeyjabær tilbúinn til viðræðna um gjaldtöku vegna þeirra ferða.

5. mál.

Fyrir lá bréf frá félagsmálaráðuneytinu, dags. 15. mars sl., vegna fjárhagsáætlunar Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2006.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.

6. mál.

Fyrir lá fundarboð vegna aukaaðalfundar SASS sem haldinn verður 26. apríl nk. á Hótel Selfossi.

7. mál.

Fyrir lá ársreikningur Stafkirkju vegna ársins 2005.

8. mál.

Bæjarráð samþykkir að næstu fundir bæjarstjórnar verði haldnir miðvikudaginn 5. apríl, miðvikudaginn 26. apríl og fimmtudaginn 11. maí nk.

9. mál.

Fyrir lá símbréf frá Lögfræðistofu Magnúsar Baldurssonar hdl., dags. 23. mars sl., þar sem fjallað er um Gullborgu SH-338 sem nú er í Daníelsslipp í Reykjavík.

Bæjarráð sér ekki grundvöll fyrir aðkomu Vestmannaeyjabæjar að málinu.

10. mál.

Fyrir lá bréf frá sýslumanninum í Vestmannaeyjum, dags. 22. mars sl., um afgreiðslutíma veitinga- og skemmtistaða í Vestmannaeyjum.

Bæjarráð vísar bréfinu til vinnu framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs sem nú er á lokastigi varðandi samþykkt um almennar reglur um opnunartíma vínveitinga- og skemmtistaða í Vestmannaeyjum.

11. mál.

Fyrir lá bréf frá Sparisjóði Höfðhverfinga, dags. 22. mars sl., vegna Ægisgötu 2.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindi Sparisjóðs Höfðhverfinga.

12. mál.

Bæjarstjóri gerði grein fyrir rekstrartölum fyrstu tveggja mánaða ársins.

13. mál.

Fyrir lágu undirskriftarlistar vegna óska um framleiðslueldhús á nýjum leikskóla á Sólalóðinni.

14. mál.

Fyrir lágu eftirfarandi fundargerðir:

  1. Fundargerð 393. stjórnarfundar SASS frá 15. mars sl.
  2. Fundargerð 732. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 24. feb. sl.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 19.15.

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Bergur Elías Ágústsson (sign.)