Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2785

16.03.2006

BÆJARRÁÐ

2785. fundur.

Ár 2006, fimmtudaginn 16. mars kl. 17.00 var haldinn fundur í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.

Mættir voru: Arnar Sigurmundsson formaður, Guðrún Erlingsdóttir, Elliði Vignisson og Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði Viktor S. Pálsson.

Fyrir var tekið:

1. mál.

Á fundinn kom Hafsteinn Gunnarsson, endurskoðandi bæjarins. Farið var yfir lykiltölur í ársreikningi Lífeyrissjóðs starfsmanna Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2005. Jafnframt var fjallað um tryggingafræðilega úttekt á stöðu sjóðsins í árslok 2005. Áætlað er að skuldbindingar Vestmannaeyjabæjar og stofnana, gagnvart lífeyrissjóðnum hafi hækkað um 206 milljónir króna eða um tæp 12% á milli ára. Rætt var um stöðu viðræðna við fjármálaráðuneytið vegna lífeyrisskuldbindinga á samrekstrarstofnunum og önnur uppgjörsmál varðandi lífeyrissjóðinn.

Bæjarráð samþykkir að fela stjórn sjóðsins að boða til ársfundar þar sem til umræðu verða ársreikningar sjóðsins ásamt tillögu að breytingum á samþykktum hans til samræmis við aðra lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga. Breytingin var kynnt umsagnaraðilum af tryggingarfræðingi sjóðsins síðasta haust og hefur hlotið samþykki þeirra.

2. mál.

Bæjarráð samþykkir að fela umhverfis- og framkvæmdasviði að bjóða út viðhaldsframkvæmdir á Eyjahrauni 1–6, þ.á.m. endurnýjun á þakefnum, gluggum o.fl.

Bæjarráð samþykkir að gera ráð fyrir kostnaði vegna verksins í endurskoðaðri fjárhagsáætlun 2006 og með hvaða hætti útgjöldunum verði mætt.

3. mál.

Fyrir lá stefna frá Ragnari Þ. Guðmundssyni, fyrrv. starfsmanni Þróunarfélagsins og Westmars efh. á hendur Vestmannaeyjabæ.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ráða til verksins lögmann til að gæta hagsmuna bæjarins vegna málsins.

4. mál.

Fyrir lá dómur Hæstaréttar varðandi starfslok Ólafs Ólafssonar, fyrrv. forstöðumanns tæknideildar bæjarins, þar sem Vestmannaeyjabær var dæmdur til að greiða Ólafi kjarasamningsbundin biðlaun í fjóra mánuði að fjarhæð kr. 1,9 m.kr. auk vaxta, málskostnaður var felldur niður.

5. mál.

Fyrir lá bréf frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, dags. 24. febrúar sl., vegna staðsetningar sjúkraflugvélar Landsflugs í Vestmannaeyjum.

Fyrir lá svarbréf Vestmannaeyjabæjar sem sent hefur verið ráðuneytinu þar sem fullyrðingum Landsflugs um seinagang skipulagsyfirvalda í Vestmannaeyjum er alfarið hafnað. En fyrir liggur að Landsflug hefur ekki formlega sótt um byggingarleyfi fyrir flugskýli á Vestmannaeyjaflugvelli. Flugmálastjórn lagði fram tillögu að deiliskipulagi fyrir flugvallarsvæðið sem samþykkt var hjá skipulagsyfirvöldum í Vestmannaeyjum þann 7. mars sl. og er nú í afgreiðsluferli hjá Skipulagsstofnun. Reiknað er með að framkvæmdir geti hafist á svæðinu í næsta mánuði.

Að öðru leyti ítrekar bæjarráð fyrri samþykktir sínar um staðsetningu sjúkraflugvélar í Vestmannaeyjum.

6. mál.

Bæjarráð samþykkir að afskrifa óinnheimtarlegar viðskiptakröfur o.fl. að fjárhæð 20 m.kr. skv. fyrirliggjandi lista. Gert verður ráð fyrir upphæðinni í ársreikningi ársins 2005.

7. mál.

Fyrir lá erindi frá Alþingi, dags. 27. febrúar sl., vegna frumvarps til lögreglulaga og framkvæmdavalds ríkisins í héraði.

8. mál.

Fyrir lá dagskrá aðalfundar Hitaveitu Suðurnesja hf. sem haldinn verður föstudaginn 31. mars nk.

9. mál.

Eftirfarandi fundargerðir lágu fyrir:

a. Fundargerð Náttúrustofu Suðurlands frá 6. mars sl.

b. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs nr. 39 frá 7. mars sl.

c. Fundargerð skólamálaráðs nr. 167 frá 14. mars sl.

10. mál.

Samningamál.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 19.50.

Arnar Sigurmundsson (sign.), Elliði Vignisson (sign.), Guðrún Erlingsdóttir (sign.), Bergur Elías Ágústsson (sign.)