Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2784

27.02.2006

BÆJARRÁÐ

2784. fundur.

Ár 2006, mánudaginn 27. febrúar kl. 17.30 var haldinn fundur í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.

Mættir voru: Arnar Sigurmundsson formaður, Stefán Jónasson, Elliði Vignisson og Bergur Elías Ágústsson.

Fundargerð ritaði Viktor S. Pálsson.

Fyrir var tekið:

1. mál.

Rætt um málefni Lífeyrissjóðs starfsmanna Vestmannaeyjabæjar. Bæjarráð óskar eftir að haldinn verði stjórnarfundur um málefni sjóðsins, en von er á tryggingarfræðilegri úttekt, ársreikningum og afstöðu Starfsmannafélagsins til fyrirliggjandi breytinga á samþykktum sjóðsins sem aðrir sambærilegir lífeyrissjóðir bæjarstarfsmanna hafa tekið upp.

2. mál.

Bæjarráð þakkar öllum þeim sem komu að undirbúningi og framkvæmd sýningar í tilefni þess að um þessar mundir eru liðin 100 ár frá upphafi vélbátaútgerðar í Vestmannaeyjum. Sýningin sem haldin er í Safnahúsinu og Kaffi Kró stendur út marsmánuð.

3. mál.

Bæjarráð samþykkir að gera breytingu á næsta fundi bæjarstjórnar, með þeim hætti að fundurinn verði færður frá fimmtudeginum 16. mars til miðvikudagsins 22. mars nk.

4. mál.

Bæjarráð vill minna á kynningarfund á niðurstöðum íbúaþings sem haldið var hér í Eyjum, laugardaginn 18. febrúar sl. Fundurinn verður haldinn í Höllinni þriðjudaginn 28. febrúar nk. kl. 20.00.

5. mál.

Föstudaginn 3. mars kl. 17.00 verður haldinn kynningarfundur í Höllinni um rannsóknir á möguleikum á ferjuhöfn í Bakkafjöru á vegum Siglingastofnunar Íslands og Vestmannaeyjabæjar. Sérfræðingar Siglingastofnunar munu greina frá rannsóknunum og svara fyrirspurnum.

Um kvöldið kl. 20.00 verður haldinn fundur í Akógeshúsinu um öryggismál sjófarenda á vegum Siglingastofnunar.

6. mál.

Rætt um málefni og framtíðarhlutverk Blátinds VE, en báturinn sem er í eigu Vestmannaeyjabæjar var endurbyggður af miklum myndarskap árið 2001, undir forystu áhugamannafélags um varðveislu bátsins. Ekki hefur tekist að finna bátnum viðunandi hlutverk og verður því að taka af skarið í þessum efnum.

Bæjarráð beinir því til menningar- og tómstundaráðs og hafnarstjórnar að bátnum verði sem fyrst fundinn framtíðarstaður og hlutverk á hafnarsvæðinu, v/b Blátindur sem er 47 tonn var smíðaður í Vestmannaeyjum 1947 og er eini báturinn sem eftir er af þeim fjölmörgu vertíðarbátum sem smíðaðir voru í Eyjum á fyrrihluta síðustu aldar. Tekið skal fram að gert er ráð fyrir 1 millj. kr. fjárveitingu vegna v/b Blátinds VE í fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar fyrir 2006.

7. mál.

Fyrir lá erindi frá Páli Steingrímssyni og Svavari Steingrímssyni, vegna heimildarmyndar um ginklofa sem fyrirhugað er að mynda í Vestmannaeyjum á þessu ári.

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti, en vísar því að öðru leyti til afgreiðslu hafnarstjórnar, þar sem það varðar tímabundin afnot af Lóðsinum.

8. mál.

Fyrir lá umsögn Vestmannaeyjabæjar vegna frumvarps að lögum um heilbrigðisþjónustu. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi ábendingar og athugasemdir sem fram koma í umsögninni.

9. mál.

Bæjarráð samþykkir aukafjárveitingu til Þjónustumiðstöðvar vegna kaupa á dráttarvél með snjótönn og sóp að fjárhæð kr. 1.590.000. Jafnframt leggur bæjarráð áherslu á að Þjónustumiðstöðin selji þau tæki sem ekki eru nauðsynleg núverandi starfssemi.

10. mál.

Fyrir lá greinargerð um húsnæðismál og tækjabúnað Slökkviliðs Vestmannaeyja, sbr. afgreiðsla bæjarráðs í 6. máli frá fundi ráðsins 19. desember sl.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að gera kostnaðaráætlun vegna mögulegs flutnings Slökkviliðisins í vesturenda Þjónustumiðstöðvarinnar.

11. mál.

Fyrir lá bréf frá Ómari Garðarssyni, ritstjóra Frétta, dags. 23. febrúar sl., vegna blaðs um Vestmannaeyjar í nútíð og framtíð.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara og greina bæjarráði frá þeim viðræðum.

12. mál.

Fyrir lá bréf frá Kennarafélagi Vestmannaeyja, dags. 19. febrúar sl., þar sem leitað er svara við fyrirspurnum félagsins.

Bæjarstjórn afgreiddi málið á fundi sínum 23. febrúar sl.

13. mál.

Fyrir lá úrskurður félagsmálaráðuneytisins, dags. 22. febrúar sl., vegna kæru Andrésar Sigmundssonar bæjarfulltrúa.

Samkvæmt úrskurði ráðuneytisins stendur ákvörðun bæjarstjórnar frá 22. september óhögguð.

14. mál.

Fyrir lá bréf frá Hitaveitu Suðurnesja hf., dags. 10. febrúar sl., vegna kaupa á hlutafé í fyrirtækinu.

Bæjarráð hefur áður samþykkt að nýta forkaupsrétt í félaginu, en hlutdeild bæjarins er í dag 6,89% af heildarhlutafé félagsins.

15. mál.

Fyrir lá fundarboð, dags. 10. febrúar sl., vegna aðalfundar Hitaveitu Suðurnesja sem haldinn verður þann 31. mars nk. í Eldborg í Svartsengi.

Bæjarráð samþykkir að Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri fari með atkvæði bæjarins á aðalfundinum.

16. mál.

Fyrir lá bréf frá framkvæmdanefnd Ofanleitissóknar, dags. 20. febrúar sl., vegna fasteignagjalda.

Bæjarráð mun taka afstöðu til erindisins á næsta fundi sínum og jafnframt verða settar reglur í samræmi við 7. gr. rgl. um fasteignaskatt 1160/2005.

17. mál.

Fyrir lágu tvö erindi frá Alþingi, þar sem leitað er umsagnar bæjaryfirvalda vegna,

a. lagafrumvarps um stjórn fiskveiða, 448. mál, hámark á krókaaflahlutdeild o.fl. og

b. þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun 2006-2008, 391. máls.

Bæjarráð vísar til umsagnar sinnar sem send var iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu varðandi framkvæmd byggðaáætlunar 2006 til 2008.

18. mál.

Eftirfarandi fundargerðir lágu fyrir:

a. Fundargerð stjórnar Náttúrustofu Suðurlands, dags. 25. janúar sl.

b. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs, nr. 38, frá 22. febrúar sl.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 18.36.

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Bergur Elías Ágústsson (sign.)