Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2783

16.02.2006

BÆJARRÁÐ

2783. fundur.

Ár 2006, fimmtudaginn 16. febrúar kl. 9.45 var haldinn aukafundur í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.

Mættir voru: Arnar Sigurmundsson formaður, Guðrún Erlingsdóttir og Elliði Vignisson.

Fundargerð ritaði Viktor S. Pálsson.

Fyrir var tekið:

1. mál.

Landsflug tók við sjúkraflugi við Vestmannaeyjar þann 1. janúar sl., meðal skilyrða í rekstrarsamningnum er að sjúkraflugvél skuli ávallt vera til staðar á Vestmannaeyjaflugvelli. Þegar kom að fyrsta sjúkraflugi ársins að kvöldi 14. febrúar sl. var sjúkraflugvélin í Reykjavík og ekki hægt að sinna sjúkraflugi frá Eyjum innan tilskilins viðbragðstíma skv. samningi.

Þær aðstæður geta skapast að með öllu sé ófært að lenda í Vestmannaeyjum, en á sama tíma er mögulegt að sjúkraflugvél geti tekið á loft frá Eyjum. Að auki getur viðbragðstími til að bregðast við skipt sköpum ef flugvélin er staðsett í Eyjum. Því er það ófrávíkjanleg krafa bæjarráðs að staðið verði að fullu við ákvæði gildandi samnings, þ.m.t. að sjúkraflugvél sé ávallt til taks á Vestmannaeyjaflugvelli.

Bæjarráð lítur þetta mál mjög alvarlegum augum og felur bæjarstjóra að ræða við hlutaðeigandi aðila um framtíðar fyrirkomulag sjúkraflugsins.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 10.05.

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)