Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 2779

09.01.2006

BÆJARRÁÐ

2779. fundur.

Ár 2006, mánudaginn 9. janúar kl. 17.30 var fundur haldinn í bæjarráði Vestmannaeyja í Ráðhúsinu.

Mættir voru: Arnar Sigurmundsson formaður, Guðrún Erlingsdóttir, Elliði Vignisson, Andrés Sigmundsson áheyrnarfulltrúi og Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði Viktor S. Pálsson.

Fyrir var tekið:

1. mál.

Á fundinn komu Stefán Jónasson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs og Frosti Gíslason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs til að fara yfir gatnagerðar- og viðhaldsáætlun ársins 2006.

Bæjarráð samþykkti fyrirliggjandi gatnagerðaráætlun. Viðhaldsáætlun verður lögð síðar fyrir bæjarráð til samþykktar.

2. mál.

Fyrir lá 6. mál frá fundi bæjarráðs þann 20. desember sl., greinargerð um húsnæðismál og tækjabúnað slökkviliðisins í Vestmannaeyjum.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ganga frá ráðningarsamningi og starfslýsingu við Ragnar Baldvinsson sem slökkviliðsstjóra og eldvarnareftirlitsmanns, auk annarra starfa fyrir Vestmannaeyjabæ. Stefán Örn Jónsson gegnir áfram starfi varaslökkviliðsstjóra.

Bæjarráð mun ræða frekar efni skýrslunnar á næstu misserum.

3. mál.

Bæjarstjóri gerði grein fyrir athugasemdum Vestmannaeyjabæjar vegna fyrirspurnar umboðsmanns Alþingis.

4. mál.

Fyrir lágu drög að samningi milli Vestmannaeyjabæjar og Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands, vegna aðkomu bæjarins að sjóðnum.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að skrifa undir samning við Atvinnuþróunarsjóð Suðurlands og í samningnum verði gert ráð fyrir að ráðgjafi AÞS á sviði atvinnu- og byggðarmála verði í fullu starfi og með aðsetur í Vestmannaeyjum.

5. mál.

Rætt var um tillögur dómsmálaráðherra vegna nýskipunar lögreglumála.

Bæjarráð Vestmannaeyja lýsir yfir ánægju sinni með að tekist hafi að tryggja óbreytta starfsemi lögreglunnar í Vestmannaeyjum. Lögreglan hefur í störfum sínum margoft sýnt fram á mikilvægi góðrar löggæslu í Vestmannaeyjum. Jafnframt leggur bæjarráð áherslu á að við flutning starfa á vegum ráðuneytisins verði horft til Vestmannaeyja sem álitlegan kost í flutningi opinberra starfa út á land.

6. mál.

Fyrir lá fundarboð á launaráðstefnu sveitarfélaga sem haldin verður 20. janúar nk.

Bæjarráð samþykkir að Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri, Elliði Vignisson og Arnar Sigurmundsson verði fulltrúar Vestmannaeyjabæjar og Guðrún Erlingsdóttir verði varamaður í forföllum þeirra.

7. mál.

Fyrir lá bréf frá forstöðumanni Háskólasetursins í Vestmannaeyjum, dags. 22. desember sl., vegna samstarfssamnings um framhaldsnám í Vestmannaeyjum.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ræða nánar við bréfritara.

8. mál.

Fyrir lá bréf frá Drífanda Cafe-bar, dags. 28. desember sl., vegna opnunartíma veitingarstaðarins.

Bæjarráð óskar eftir umsögn sýslumannsins í Vestmannaeyjum vegna erindisins.

9. mál.

Fyrir lá dreifibréf frá félagsmálaráðuneytinu, dags. 27. desember sl., vegna breytinga á reglugerð um fasteignaskatt.

10. mál.

Fyrir lá dreifibréf frá félagsmálaráðuneytinu, dags. 21. desember sl., vegna Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

11. mál.

Fyrir lágu til kynningar eftirfarandi fundargerðir:

a. Fundargerð 390. stjórnarfundar SASS frá 16. desember sl.

b. Fundargerð 730. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 12. desember sl.

c. Fundargerð hafnarstjórnar frá 27. desember sl.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 19.15.

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Elliði Vignisson (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir (sign.)

Andrés Sigmundsson (sign.)

Bergur Elías Ágústsson (sign.)